Áslaug Arna verður varaformaður Sjálfstæðisflokksins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. september 2017 12:13 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Vísir/Ernir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mun taka við embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins en hún hefur verið ritari flokksins frá árinu 2015. Mun hún gegna báðum embættum þar til kosið verður í embætti varaformanns á ný á landsfundi flokksins, en ljóst er að ekki næst að halda landsfund fyrir komandi kosningar. Þetta staðfesti Bjarni Benediktsson formaður flokksins í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Við Áslaug Arna munum leiða flokkinn,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. „Ég hef beðið hana að taka við stöðu varaformanns og hún mun gegna því embætti meðfram því að vera ritari.“ Áslaug Arna tók sæti á þingi eftir alþingiskosningarnar í fyrra og er formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015Vísir/ValgarðurEkkert úr varaformannsslag í bili Hinn 3.-5. nóvember var fyrirhugaður landsfundur Sjálfstæðisflokksins en ljóst er að hann fari fram þá úr því sem komið er. Frá því að Ólöf Nordal féll frá hefur flokkurinn verið án kjörins varaformanns og stóð til að kjósa nýjan slíkan á þeim fundi. Bjarni segir að haldinn verði flokksráðsfundur á næstunni en þar verður ekki kosið í embætti varaformanns. Bjarni hefur því brugðið á það ráð að biðja Áslaugu Örnu að gegna embætti varaformanns. Þetta kann að koma mörgum á óvart en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra höfðu bæði verið nefnd til sögunnar sem mögulegir varaformenn.Uppstilling í flestum kjördæmum Sjálfstæðismenn efndu í morgun til opins kosningafundar á Nordica hótel undir yfirskriftinni „Hefjum kosningabaráttuna" þar sem línurnar voru lagðar fyrir komandi kosningabaráttu. Fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun og markar hann upphaf kosningabaráttu Sjálfstæðismanna. Nokkrir helstu forrystumenn flokksins og fráfarandi ráðherrar fluttu ræður, líkt og Bjarni Benediktsson, Sigríður Á. Andersen, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gíslafóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, stýrði fundinum, en í samtali við fréttastofu í morgun sagði hún að línurnar yrðu lagðar í dag og að útlit sé fyrir uppstillingar á lista í flestum kjördæmum. „Það er í höndum kjördæmissamtaka í hverju kjördæmi að ákveða það. Þau eru öll að leggja lokahönd á það og það virðast vera uppstillingar allavega í flestum kjördæmum,“ segir Áslaug Arna. Kosningar 2017 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mun taka við embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins en hún hefur verið ritari flokksins frá árinu 2015. Mun hún gegna báðum embættum þar til kosið verður í embætti varaformanns á ný á landsfundi flokksins, en ljóst er að ekki næst að halda landsfund fyrir komandi kosningar. Þetta staðfesti Bjarni Benediktsson formaður flokksins í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Við Áslaug Arna munum leiða flokkinn,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. „Ég hef beðið hana að taka við stöðu varaformanns og hún mun gegna því embætti meðfram því að vera ritari.“ Áslaug Arna tók sæti á þingi eftir alþingiskosningarnar í fyrra og er formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015Vísir/ValgarðurEkkert úr varaformannsslag í bili Hinn 3.-5. nóvember var fyrirhugaður landsfundur Sjálfstæðisflokksins en ljóst er að hann fari fram þá úr því sem komið er. Frá því að Ólöf Nordal féll frá hefur flokkurinn verið án kjörins varaformanns og stóð til að kjósa nýjan slíkan á þeim fundi. Bjarni segir að haldinn verði flokksráðsfundur á næstunni en þar verður ekki kosið í embætti varaformanns. Bjarni hefur því brugðið á það ráð að biðja Áslaugu Örnu að gegna embætti varaformanns. Þetta kann að koma mörgum á óvart en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra höfðu bæði verið nefnd til sögunnar sem mögulegir varaformenn.Uppstilling í flestum kjördæmum Sjálfstæðismenn efndu í morgun til opins kosningafundar á Nordica hótel undir yfirskriftinni „Hefjum kosningabaráttuna" þar sem línurnar voru lagðar fyrir komandi kosningabaráttu. Fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun og markar hann upphaf kosningabaráttu Sjálfstæðismanna. Nokkrir helstu forrystumenn flokksins og fráfarandi ráðherrar fluttu ræður, líkt og Bjarni Benediktsson, Sigríður Á. Andersen, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gíslafóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, stýrði fundinum, en í samtali við fréttastofu í morgun sagði hún að línurnar yrðu lagðar í dag og að útlit sé fyrir uppstillingar á lista í flestum kjördæmum. „Það er í höndum kjördæmissamtaka í hverju kjördæmi að ákveða það. Þau eru öll að leggja lokahönd á það og það virðast vera uppstillingar allavega í flestum kjördæmum,“ segir Áslaug Arna.
Kosningar 2017 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira