Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2017 12:51 Sveinbjörg Birna studdi Sigmund Davíð í formannskjöri flokksins í fyrra. Hún sagði sig úr flokknum fyrir um mánuði og útilokar ekki að ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk sem Sigmundur hyggst stofna. Vísir/Valli Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. Mánuður er síðan Sveinbjörg tilkynnti um úrsögn sína úr Framsóknarflokknum. Hún var kjörin í borgarstjórn árið 2014 fyrir Framsókn og flugvallarvini en þegar hún sagði sig úr Framsóknarflokknum í ágúst síðastliðnum varð hún óháður borgarfulltrúi. Í samtali við Vísi segist Sveinbjörg Birna ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hún gangi til liðs við stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs. Aðspurð hvort það sé eitthvað sem heilli hana eða henni hugnist segir hún: „Það sem heillar mig náttúrulega alltaf hvar sem er í pólitík er að gera vel fyrir land og þjóð svo að ef að þar velst fólk inn og málefni sem eru í anda hans þá gæti það alveg verið en ég hef ekki tekið ákvörðun um það.“ Þú ert þá ekkert á leið í framboð fyrir þessar þingkosningar með þessum flokki? „Ég hef ekki skotið loku fyrir það, hvorki með þessum flokki eða öðrum þó að tíminn sé auðvitað stuttur,“ segir Sveinbjörg sem studdi Sigmund Davíð í formannskjöri flokksins í október í fyrra. Hún segir að málin muni skýrast á næstu dögum en ítrekar að hún hafi ekki tekið neina ákvörðun. Síðan Sigmundur Davíð tilkynnti um ákvörðun sína í gær um að hætta í Framsóknarflokknum og stofna nýtt stjórnmálaafl hafa þó nokkrir Framsóknarmenn tilkynnt um úrsögn sína úr flokknum. Þar á meðal eru Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur sem og öll stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14 Fleiri trúnaðarmenn segja skilið við Framsókn Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. 25. september 2017 06:37 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. Mánuður er síðan Sveinbjörg tilkynnti um úrsögn sína úr Framsóknarflokknum. Hún var kjörin í borgarstjórn árið 2014 fyrir Framsókn og flugvallarvini en þegar hún sagði sig úr Framsóknarflokknum í ágúst síðastliðnum varð hún óháður borgarfulltrúi. Í samtali við Vísi segist Sveinbjörg Birna ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hún gangi til liðs við stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs. Aðspurð hvort það sé eitthvað sem heilli hana eða henni hugnist segir hún: „Það sem heillar mig náttúrulega alltaf hvar sem er í pólitík er að gera vel fyrir land og þjóð svo að ef að þar velst fólk inn og málefni sem eru í anda hans þá gæti það alveg verið en ég hef ekki tekið ákvörðun um það.“ Þú ert þá ekkert á leið í framboð fyrir þessar þingkosningar með þessum flokki? „Ég hef ekki skotið loku fyrir það, hvorki með þessum flokki eða öðrum þó að tíminn sé auðvitað stuttur,“ segir Sveinbjörg sem studdi Sigmund Davíð í formannskjöri flokksins í október í fyrra. Hún segir að málin muni skýrast á næstu dögum en ítrekar að hún hafi ekki tekið neina ákvörðun. Síðan Sigmundur Davíð tilkynnti um ákvörðun sína í gær um að hætta í Framsóknarflokknum og stofna nýtt stjórnmálaafl hafa þó nokkrir Framsóknarmenn tilkynnt um úrsögn sína úr flokknum. Þar á meðal eru Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur sem og öll stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14 Fleiri trúnaðarmenn segja skilið við Framsókn Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. 25. september 2017 06:37 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14
Fleiri trúnaðarmenn segja skilið við Framsókn Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. 25. september 2017 06:37
Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00