Prestur á Staðastað og biskup deila enn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. september 2017 06:00 Prestsfjölskykdan brottflutta á Staðastað hefur ekki enn sótt hluta búslóðar sinnar vegna ágreinings um meint tjón á henni. vísir/vilhelm Eftir deilur um veru og þjónustu Páls Ágústs Ólafssonar í embætti sóknarprests á Staðastað færði Agnes Sigurðardóttir biskup Pál til í starfi frá og með 1. júlí og gerði að héraðspresti Vesturlandsprófastsdæmi. „Héraðsprestur annast meðal annars afleysingar og skipuleggur fræðslumál á þjónustusvæði sínu,“ segir í bréfi sem sent er fyrir hönd biskups til kirkjuráðs. Kemur fram að ákvörðunin um flutning Páls til í starfi muni gilda út núverandi skipunartíma hans, sem sé til 30. nóvember 2018. Við þessi tímamörk í starfi sem héraðsprestur sætti Páll sig ekki og vísaði í svarbréfi til biskups í lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og sagðist vera að bíða eftir nýju skipunarbréfi sem gilti frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2022.Hjónin Karen Lind Ólafsdóttir og Páll Ágúst Ólafsson.visir/egill„Ef embættismaður er fluttur í annað lægra launað embætti eftir þrjú ár í starfi, yrði hann skipaður til fimm ára í hið nýja embætti en fengi laun greidd í tvö ár samkvæmt launakerfi fyrra embættisins,“ vitnar Páll til greinargerðar með lögunum. „Það er útilokað að tilfærsla geti átt sér stað innan sama skipunartíma og þeim misskilningi hér með eytt,“ skrifar sóknarpresturinn fyrrverandi biskupi. Þá segir Páll að hann eigi að njóta sömu kjara í nýja starfinu eins og hann hefði setið út skipunartímann þar, sem sagt til 30. nóvember 2018. „Með ákvörðun biskups er ég sviptur lögboðnum réttindum til að hagnýta jörðina og njóta þeirra hlunninda sem hefðu átt að fylgja jörðinni Staðastað í Snæfellsbæ og eru órjúfanlegur hluti af launakjörum sóknarprests í prestakallinu sem jörðin tilheyrir,“ skrifar Páll. Biskup kveðst í bréfi sínu gera ráð fyrir að Páll hafi þegar flutt af Staðastað og þurfi ekki að flytja búslóð eða annað af staðnum. Eigi hann einhverja hluti á staðnum verði hann búinn að fjarlægja þá áður en hann skili lyklunum í síðasta lagi 12. júlí. Páll segir ályktun biskups ranga. „Það hefur margsinnis komið fram í erindum bæði frá mér og lögmanni mínum til biskups og kirkjuráðs að töluvert magn af innbúi er enn þá á Staðastað í minni eigu,“ segir í svarbréfi hans. Þessir hlutir séu jafnvel ónýtir enda verið óvarðir í framkvæmdum í kjölfar þess að hann flutti af Staðastað vegna myglu í prestsbústaðnum. „Þrátt fyrir að ástand innbúsins sé með þeim hætti þá skal ekki við því hreyft fyrr en nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir og rannsóknir hafa farið fram svo rannsóknarhagsmunum verði ekki spillt meira en orðið er og kirkjuráð fyrir hönd kirkjumálasjóðs ber fulla ábyrgð á,“ skrifar presturinn.Agnes Sigurðardóttir biskup.vísir/vilhelmSéra Páll og eiginkona hans, Karen Lind Ólafsdóttir, sem nýverið var skipuð sóknarprestur í Digraneskirkju í Kópavogi, röktu veikindi í fjölskyldunni beint til rakaskemmda og myglu á Staðastað. Páll ítrekar að þau vilji fá aðgang að sýnum sem tekin voru af myglunni. „Tegundagreining myglu og örvera er nauðsynleg svo læknisfræðileg rannsókn geti átt sér stað með fullnægjandi hætti,“ rekur Páll. Upplýsingum sem hann eigi rétt á að fá hafi kerfisbundið verið leynt. „Þessum leyndarhjúp og óvissu ásamt svörum við öðrum álitaefnum sem lögð hafa verið fram þarf kirkjumálasjóður að aflétta án tafar og er alfarið á ábyrgð kirkjuráðs og biskups Íslands.“ Agnes biskup hafði reyndar í bréfi til lögmanns Páls áður sagst vonast eftir að samkomulag tækist vegna hlunninda og tekna sem Páll hefði haft af jörðinni á Staðastað hefði hann setið hana út skipunartíma sinn. Í svarbréfi til Páls hafnar hún hins vegar þeim skilningi hans að skipa beri hann sem héraðsprest allt til ársins 2022. „Slík túlkun væri þar að auki í mikilli mótsögn við eitt meginmarkmiða þeirra sem greind eru í almennum athugasemdum við frumvarpið, það er um aukinn sveigjanleika í starfsmannahaldi,“ skrifar biskup Páli og segir greinargerðir með lagafrumvörpum ekki hafa lagagildi. Hvað snerti önnur álitamál sem Páll nefni þá varði þau prestsetursjörðina og þau heyri undir kirkjuráð. Enginn situr Staðastað í augnablikinu en Hjálmar Jónsson, fyrrverandi dómkirkjuprestur, var í lok júní settur sem sóknarprestur þar tímabundið til fjögurra mánaða. Biskup hefur ekki enn auglýst embættið til umsóknar. „Við erum undrandi á að hafa ekkert heyrt hvað verður eftir 1. nóvember þegar tími séra Hjálmars hér á að vera liðinn,“ segir Kristján Þórðarson, formaður sóknarnefndar í Staðastaðarprestakalli. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill bætur frá kirkjunni vegna dúntekju presta á Staðastað Eigandi jarðarinnar Haga í Staðarsveit vill viðræður við þjóðkirkjuna um bætur vegna dúntekju presta á Staðastað. Hæstiréttur dæmdi kirkjunni í óvil í máli um hlunnindin. Kirkjuráð hafnar kröfu um bætur. Lögfræðingur vill að 3. mars 2017 07:00 Segja prestinn skulda 839 þúsund fyrir að rífa innréttingar úr fjárhúsi án leyfis Heilbrigðiseftirlit Vesturlands taldi í lok mars í fyrra er viðgerðum lauk að prestsbústaðurinn á Staðastað væri ekki heilsuspillandi. Kirkjan viðurkennir myglu í húsinu fyrir þann tíma. Þess er krafist að sóknarpresturinn endurgreiði 2. mars 2017 07:00 Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Eftir deilur um veru og þjónustu Páls Ágústs Ólafssonar í embætti sóknarprests á Staðastað færði Agnes Sigurðardóttir biskup Pál til í starfi frá og með 1. júlí og gerði að héraðspresti Vesturlandsprófastsdæmi. „Héraðsprestur annast meðal annars afleysingar og skipuleggur fræðslumál á þjónustusvæði sínu,“ segir í bréfi sem sent er fyrir hönd biskups til kirkjuráðs. Kemur fram að ákvörðunin um flutning Páls til í starfi muni gilda út núverandi skipunartíma hans, sem sé til 30. nóvember 2018. Við þessi tímamörk í starfi sem héraðsprestur sætti Páll sig ekki og vísaði í svarbréfi til biskups í lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og sagðist vera að bíða eftir nýju skipunarbréfi sem gilti frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2022.Hjónin Karen Lind Ólafsdóttir og Páll Ágúst Ólafsson.visir/egill„Ef embættismaður er fluttur í annað lægra launað embætti eftir þrjú ár í starfi, yrði hann skipaður til fimm ára í hið nýja embætti en fengi laun greidd í tvö ár samkvæmt launakerfi fyrra embættisins,“ vitnar Páll til greinargerðar með lögunum. „Það er útilokað að tilfærsla geti átt sér stað innan sama skipunartíma og þeim misskilningi hér með eytt,“ skrifar sóknarpresturinn fyrrverandi biskupi. Þá segir Páll að hann eigi að njóta sömu kjara í nýja starfinu eins og hann hefði setið út skipunartímann þar, sem sagt til 30. nóvember 2018. „Með ákvörðun biskups er ég sviptur lögboðnum réttindum til að hagnýta jörðina og njóta þeirra hlunninda sem hefðu átt að fylgja jörðinni Staðastað í Snæfellsbæ og eru órjúfanlegur hluti af launakjörum sóknarprests í prestakallinu sem jörðin tilheyrir,“ skrifar Páll. Biskup kveðst í bréfi sínu gera ráð fyrir að Páll hafi þegar flutt af Staðastað og þurfi ekki að flytja búslóð eða annað af staðnum. Eigi hann einhverja hluti á staðnum verði hann búinn að fjarlægja þá áður en hann skili lyklunum í síðasta lagi 12. júlí. Páll segir ályktun biskups ranga. „Það hefur margsinnis komið fram í erindum bæði frá mér og lögmanni mínum til biskups og kirkjuráðs að töluvert magn af innbúi er enn þá á Staðastað í minni eigu,“ segir í svarbréfi hans. Þessir hlutir séu jafnvel ónýtir enda verið óvarðir í framkvæmdum í kjölfar þess að hann flutti af Staðastað vegna myglu í prestsbústaðnum. „Þrátt fyrir að ástand innbúsins sé með þeim hætti þá skal ekki við því hreyft fyrr en nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir og rannsóknir hafa farið fram svo rannsóknarhagsmunum verði ekki spillt meira en orðið er og kirkjuráð fyrir hönd kirkjumálasjóðs ber fulla ábyrgð á,“ skrifar presturinn.Agnes Sigurðardóttir biskup.vísir/vilhelmSéra Páll og eiginkona hans, Karen Lind Ólafsdóttir, sem nýverið var skipuð sóknarprestur í Digraneskirkju í Kópavogi, röktu veikindi í fjölskyldunni beint til rakaskemmda og myglu á Staðastað. Páll ítrekar að þau vilji fá aðgang að sýnum sem tekin voru af myglunni. „Tegundagreining myglu og örvera er nauðsynleg svo læknisfræðileg rannsókn geti átt sér stað með fullnægjandi hætti,“ rekur Páll. Upplýsingum sem hann eigi rétt á að fá hafi kerfisbundið verið leynt. „Þessum leyndarhjúp og óvissu ásamt svörum við öðrum álitaefnum sem lögð hafa verið fram þarf kirkjumálasjóður að aflétta án tafar og er alfarið á ábyrgð kirkjuráðs og biskups Íslands.“ Agnes biskup hafði reyndar í bréfi til lögmanns Páls áður sagst vonast eftir að samkomulag tækist vegna hlunninda og tekna sem Páll hefði haft af jörðinni á Staðastað hefði hann setið hana út skipunartíma sinn. Í svarbréfi til Páls hafnar hún hins vegar þeim skilningi hans að skipa beri hann sem héraðsprest allt til ársins 2022. „Slík túlkun væri þar að auki í mikilli mótsögn við eitt meginmarkmiða þeirra sem greind eru í almennum athugasemdum við frumvarpið, það er um aukinn sveigjanleika í starfsmannahaldi,“ skrifar biskup Páli og segir greinargerðir með lagafrumvörpum ekki hafa lagagildi. Hvað snerti önnur álitamál sem Páll nefni þá varði þau prestsetursjörðina og þau heyri undir kirkjuráð. Enginn situr Staðastað í augnablikinu en Hjálmar Jónsson, fyrrverandi dómkirkjuprestur, var í lok júní settur sem sóknarprestur þar tímabundið til fjögurra mánaða. Biskup hefur ekki enn auglýst embættið til umsóknar. „Við erum undrandi á að hafa ekkert heyrt hvað verður eftir 1. nóvember þegar tími séra Hjálmars hér á að vera liðinn,“ segir Kristján Þórðarson, formaður sóknarnefndar í Staðastaðarprestakalli.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill bætur frá kirkjunni vegna dúntekju presta á Staðastað Eigandi jarðarinnar Haga í Staðarsveit vill viðræður við þjóðkirkjuna um bætur vegna dúntekju presta á Staðastað. Hæstiréttur dæmdi kirkjunni í óvil í máli um hlunnindin. Kirkjuráð hafnar kröfu um bætur. Lögfræðingur vill að 3. mars 2017 07:00 Segja prestinn skulda 839 þúsund fyrir að rífa innréttingar úr fjárhúsi án leyfis Heilbrigðiseftirlit Vesturlands taldi í lok mars í fyrra er viðgerðum lauk að prestsbústaðurinn á Staðastað væri ekki heilsuspillandi. Kirkjan viðurkennir myglu í húsinu fyrir þann tíma. Þess er krafist að sóknarpresturinn endurgreiði 2. mars 2017 07:00 Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Vill bætur frá kirkjunni vegna dúntekju presta á Staðastað Eigandi jarðarinnar Haga í Staðarsveit vill viðræður við þjóðkirkjuna um bætur vegna dúntekju presta á Staðastað. Hæstiréttur dæmdi kirkjunni í óvil í máli um hlunnindin. Kirkjuráð hafnar kröfu um bætur. Lögfræðingur vill að 3. mars 2017 07:00
Segja prestinn skulda 839 þúsund fyrir að rífa innréttingar úr fjárhúsi án leyfis Heilbrigðiseftirlit Vesturlands taldi í lok mars í fyrra er viðgerðum lauk að prestsbústaðurinn á Staðastað væri ekki heilsuspillandi. Kirkjan viðurkennir myglu í húsinu fyrir þann tíma. Þess er krafist að sóknarpresturinn endurgreiði 2. mars 2017 07:00
Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00