Formúla 1

Pierre Gasly tekur sæti Daniil Kvyat í Malasíu

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Pierre Gasly verður í Toro Rosso bílnum í Malasíu.
Pierre Gasly verður í Toro Rosso bílnum í Malasíu. Vísir/Getty
Pierre Gasly mun taka sæti Daniil Kvyat hjá Toro Rosso í malasíska Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer um komandi helgi.

Pierre Gasly er uppalinn í akademíu Red Bull sem er eigandi Toro Rosso liðsins. Gasly hefur verið að keppa í japönsku Súper Formúlu mótaröðinni. Keppnin í Malasíu verður fyrsta keppni Gasly í Formúlu 1.

Samkvæmt heimildum Autosport mun Gasly líklegast keppa í tveimur næstu keppnum, sem eru Malasía og Japan. Bandaríski kappaksturinn mun fara fram á sama tíma og lokakeppnin í Súper Formúlunni sem Gasly keppir í. Kvyat mun því væntanlega endurheimta sæti sitt í þeirr keppni að lágmarki. Síðustu þrjár keppnir tímabilsins eru þó enn óljósar.

Kvyat hefur einungis náð í fjögur stig á tímabilinu á meðan liðsfélagi hans, Carlos Sainz hefur náð í 48.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×