Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Sveinn Arnarsson skrifar 27. september 2017 06:00 Gífurleg uppbygging hefur orðið á sunnanverðum Vestfjörðum vegna laxeldis. vísir/egill aðalsteinsson Botndýralíf í Patreksfirði hefur tekið miklum breytingum vegna uppsafnaðs lífræns úrgangs frá laxeldi við Hlaðseyri. Sýnatökur síðastliðinn vetur benda til mikillar uppsöfnunar lífræns úrgangs sem berst síðan með straumum inn fjörðinn. Brennisteinsfnykur var af þeim setlögum sem rannsökuð voru. Um 3.500 tonn voru í kvíunum þegar mest var. Arnarlax ætlar að færa kvíarnar annað. Arnarlax óskaði eftir botnsýnatöku við Hlaðseyri í Patreksfirði á síðasta ári og vann Náttúrustofa Vestfjarða rannsóknina. Fyrirtækið var að reyna að fá alþjóðlega ASC-vottun sem er vottun fyrir ábyrgt og sjálfbært fiskeldi í sjó. Fyrirtækið stóðst ekki kröfur staðalsins. Svæðið sem kannað var samanstóð af tíu kvíum, samtals rúmum fimm hundruð metrum í þvermál. Í niðurstöðum sýnatökunnar segir að dreifing lífræns úrgangs hafi ekki verið jöfn umhverfis kvíarnar og að brennisteinslykt hafi verið af setlögum sem tekin voru upp úr sjó. Brennisteinslykt gefur til kynna uppsöfnun lífræns úrgangs við kvíarnar og umhverfis þær. Einnig kemur fram að straumur virtist flytja lífrænan úrgang inn fjörðinn í stað þess að ýta honum út fjörðinn. Ef áfram heldur sem horfir mun lífrænn úrgangur safnast saman innar í Patreksfirði og valda frekari mengun þar. Einnig kom fram mikil einsleitni í botndýraflóru við sumar kvíar og innst í firðinum. „Þegar botndýrasamfélög í þessari athugun eru borin saman við þau sem fundust við athuganir sem gerðar voru áður en fiskeldi byrjaði sést að margar tegundir finnast ekki lengur á fiskeldissvæðinu,“ segir í skýrslunni. „Þetta staðfestir niðurstöður hvíldarsýnatöku sem bentu til að svæðið hefði ekki fengið nógan tíma til að jafna sig eftir síðasta eldistímabil.“ Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, segir það á hreinu að Arnarlax muni ekki setja út fisk aftur á þessum stað. Kvíarnar verði færðar. „Við erum búin að slátra úr kvíunum og munum svo setja kvíarnar annað. Þessi staðsetning uppfyllir ekki þau skilyrði sem við setjum umhverfinu okkar,“ segir Kristian. Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Botndýralíf í Patreksfirði hefur tekið miklum breytingum vegna uppsafnaðs lífræns úrgangs frá laxeldi við Hlaðseyri. Sýnatökur síðastliðinn vetur benda til mikillar uppsöfnunar lífræns úrgangs sem berst síðan með straumum inn fjörðinn. Brennisteinsfnykur var af þeim setlögum sem rannsökuð voru. Um 3.500 tonn voru í kvíunum þegar mest var. Arnarlax ætlar að færa kvíarnar annað. Arnarlax óskaði eftir botnsýnatöku við Hlaðseyri í Patreksfirði á síðasta ári og vann Náttúrustofa Vestfjarða rannsóknina. Fyrirtækið var að reyna að fá alþjóðlega ASC-vottun sem er vottun fyrir ábyrgt og sjálfbært fiskeldi í sjó. Fyrirtækið stóðst ekki kröfur staðalsins. Svæðið sem kannað var samanstóð af tíu kvíum, samtals rúmum fimm hundruð metrum í þvermál. Í niðurstöðum sýnatökunnar segir að dreifing lífræns úrgangs hafi ekki verið jöfn umhverfis kvíarnar og að brennisteinslykt hafi verið af setlögum sem tekin voru upp úr sjó. Brennisteinslykt gefur til kynna uppsöfnun lífræns úrgangs við kvíarnar og umhverfis þær. Einnig kemur fram að straumur virtist flytja lífrænan úrgang inn fjörðinn í stað þess að ýta honum út fjörðinn. Ef áfram heldur sem horfir mun lífrænn úrgangur safnast saman innar í Patreksfirði og valda frekari mengun þar. Einnig kom fram mikil einsleitni í botndýraflóru við sumar kvíar og innst í firðinum. „Þegar botndýrasamfélög í þessari athugun eru borin saman við þau sem fundust við athuganir sem gerðar voru áður en fiskeldi byrjaði sést að margar tegundir finnast ekki lengur á fiskeldissvæðinu,“ segir í skýrslunni. „Þetta staðfestir niðurstöður hvíldarsýnatöku sem bentu til að svæðið hefði ekki fengið nógan tíma til að jafna sig eftir síðasta eldistímabil.“ Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, segir það á hreinu að Arnarlax muni ekki setja út fisk aftur á þessum stað. Kvíarnar verði færðar. „Við erum búin að slátra úr kvíunum og munum svo setja kvíarnar annað. Þessi staðsetning uppfyllir ekki þau skilyrði sem við setjum umhverfinu okkar,“ segir Kristian.
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira