Lífið

Kórar Íslands: Rokkkór Íslands

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, verður kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. Annar þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og koma þar fram fjórir kórar og keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin.

Hér að neðan ætlum við að fá að kynnast Rokkkór Íslands sem kemur fram í öðrum þætti á sunnudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 19:10.

Rokkkór Íslands

Kórinn var stofnaður 27. apríl 2015 af Matthíasi Baldurssyni kórstjóra og nokkrum áhugasömum söngvurum. Stefna kórsins er gera góða og fagmannlega tónlist með vönum söngvurum sem kunna til verka. Rokkkór Íslands er stærsta rokkhljómsveit landsins.

Meðlimir eru um 30 af báðum kynum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.