Enski boltinn

Mótherjar Liverpool taka miklu færri skot en skora samt fleiri mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, átti oft erfitt með sig á hliðarlínunni í gær.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, átti oft erfitt með sig á hliðarlínunni í gær. Vísir/Getty
Liverpool mistókst enn á ný í gærkvöldi að nýta yfirburði sína til að landa sigri en Liverpool gerði þá 1-1 jafntefli við rússneska liðið Spartak Moskvu í Meistaradeildinni.

Liverpool var með 58 prósent með boltann, 85 prósent sendinga leikmanna Liverpool heppnuðust, Liverpool átti 16 skot á móti 4 og bjó til tíu færi á móti aðeins tveimur hjá liði Spartak Moskvu.

Sjónvarpsvélararnar sýndu líka oft knattspyrnustjórann Jürgen Klopp engjast um á hliðarlínunni þegar hver lofandi sóknin á fætur annarri fór forgörðum.

Liverpool hefur aðeins náð að vinna einn leik af síðustu sex í öllum keppnum og í þeim leik fékk liðið á sig samt tvö mörk.

Tölfræðin frá WhoScored.com sýnir kannski best vandræði Liverpool-liðsins þessa daganna.





Liverpool hefur alls átt 119 skot í síðustu fimm leikjum en aðeins sjö þeirra hafa endað í markinu eða bara sex prósent skotanna.

Mótherjarnir í þessum fimm leikjum hafa náð 83 færri skotum en eru engu að síður búnir að skora einu marki meira.

Síðustu sex leikir Liverpool í öllum keppnum: 

1-1 jafntefli við Spartak Moskvu í Meistaradeildinni

3-2 sigur á Leicester í deildinni

2-0 tap fyrir Leicester í deildabikarnum

1-1 jafntefli við Burnley í deildinni

1-1 jafntefli við Sevilla í Meistaradeildinni

5-0 tap fyrir Manchester City í deildinni

Samtals: 1 sigur og markatalan er -6 (6-12)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×