Framboðslistar liggja flestir fyrir í lok næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2017 13:00 Ljóst er að kosið verður til Alþingis í annað sinn á innan við ári. vísir/eyþór Síðasta þingfundi Alþingis fyrir kosningar lauk um klukkan eitt í nótt. Þingflokksformaður Vinstri grænna kvaddi þingið fyrir hönd alþingismanna sagði fráfarandi þing lengi verða í minnum haft og hældi forseta fyrir lagni, úthald og sveigjanleika. Flestir flokkanna stilla upp á framboðslista sína um komandi helgi en listar þeirra ættu allir að vera klárir inna viku. Þrír þingfundir fóru fram á Alþingi í gær sem stóðu frá klukkan hálf tvö til klukkan eitt í nótt. Þingið afgreiddi þrjú frumvörp um afnám uppreistar æru úr hegningarlögum, breytingar á útlendingalögum og breytingar á kosningalögum vegna komandi kosninga. Samkvæmt hefð kvaddi sá þingflokksformaður sem er með mesta þingreynslu Alþingi og var það Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna að þessu sinni. Hún þakkaði fyrir samstarfið á sögulegu þingi.Formenn flokkanna funduðu með forseta þingsins í liðinni viku.Vísir/Hanna„Hundrað fertugasta og sjöunda þing verður lengi í minnum haft. Stutt, óvenjulegt og reyndi verulega á starfsfólk Alþingis sem á skilið sérstakar þakkir frá okkur þingmönnum,” sagði Svandís. Fór hún síðan yfir þau fjölmörgu störf sem hvíldu á starfsmönnum þingsins sem hefðu lagt mikið á sig undanfarna daga í þjónustu sinni við þingmenn. „Einnig langar mig að þakka hæstvirtum forseta, Unni Brá Konráðsdóttur, fyrir lagni, úthald og sveigjanleika á þessum óvenjulegu tímum. Henni ferst embættið sérlega vel úr hendi. Hún er nefninlega forseti okkar allra og verðskuldar þakkir okkar fyrir það. Takk fyrir það líka að vera forseti sem vill brjóta blað. Forseti sem vill færa embættið til nútímans. Auka skilning og umræðu í samfélaginu öllu,“ sagði Svandís. Unnur Brá Konráðsdóttir forseti Alþingis þakkað hlý orð í sinn garð og gaf síðan Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra orðið. „Forseti Íslands gjörir kunnugt að ég að tilskyldu samþykki Alþingis veiti forsætisráðherra umboð til þess að fresta fundum Alþingis 147. löggjafarþings frá 26. september 2017 eða síðar ef að nauðsyn krefur. Samkvæmt þessu umboði og með vísan til samþykkis Alþingis lýsi ég yfir því að að fundum Alþingis 147. löggjafarþings er frestað,“ las Bjarni upp úr forsetabréfi. Þar með lauk þingfundum einnar skammlífustu ríkisstjórnar íslenskrar stjórnmálasögu sem tók við völdum á Bessastöðum hinn 11. janúar og mun sitja sem starfsstjórn þar til mynduð hefur verið ný ríkisstjórn að afloknum kosningum hinn 28. október.Framboðslistar í fæðingu hjá flokkunum Flokkarnir eru í óðaönn að ljúka uppstillingu framboðslista sinna. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ákveður aðferðina í kvöld og í Suðvesturkjördæmi á morgun en í öðrum kjördæmum verður aðferðin ákveðin á kjördæmisþingum um helgina og væntanlega verður stillt upp á alla lista flokksins. Allir listar Framsóknarflokksins ættu að liggja fyrir hinn 8. Október og verður stillt upp í öllum kjördæmum nema í Norvesturkjördæmi verður tvöfalt kjördæmisþing hinn 8. október þar sem sótt er að Gunnari Braga Sveinssyni um fyrsta sætið. Hjá Vinstri grænum verður víðast hvar stillt upp á lista nema í Suðvesturkjördæmi þar sem verður forval, en þrír einstaklingar þar keppa um annað sæti listans. Það eru Ólafur Þór Gunnarsson, Sigursteinn Másson og Ingvar Arnarson. Þá bíður uppstilling í Norðausturkjördæmis fram yfir landsfund Vinstri grænna sem verður dagana 6. til 8. október þar sem tveir einstaklingar í kjördæminu sækjast eftir varaformannsembættinu í flokknum. Það eru Edward Huijbens og á Akureyri og Óli Halldórsson á Húsavík.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir nýja stjórnmálaafl sitt ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum.vísir/auðunnPrófkjör Pírata í öllum kjördæmum hófst síðast liðinn laugardag og lýkur næst komandi laugardag. Stillt verður upp á lista hjá Viðreisn og mun niðurstaða liggja fyrir í næstu viku. Hjá Samfylkingunni verður uppstilling í öllum kjördæmum nema í Norðvesturkjördæmi verður forval um fjögur efstu sætin og verða allir listarnir staðfestir á flokksstjórnarfundi hinn 6. október. Uppstillingarnefnd Bjartrar framtíðar er að störfum og mun stjórn flokksins greiða atkvæði um listana í næstu viku. Flokkur fólksins mun ákveða aðferðina næst komandi laugardag. En ekki liggja fyrir upplýsingar um nafn framboðs Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar né hvaða aðferð verður viðhöfð við uppstillingu á lista framboðsins en það ætti að skýrast á allra næstu dögum að sögn Sigmundar Davíðs. Alþingi Kosningar 2017 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Síðasta þingfundi Alþingis fyrir kosningar lauk um klukkan eitt í nótt. Þingflokksformaður Vinstri grænna kvaddi þingið fyrir hönd alþingismanna sagði fráfarandi þing lengi verða í minnum haft og hældi forseta fyrir lagni, úthald og sveigjanleika. Flestir flokkanna stilla upp á framboðslista sína um komandi helgi en listar þeirra ættu allir að vera klárir inna viku. Þrír þingfundir fóru fram á Alþingi í gær sem stóðu frá klukkan hálf tvö til klukkan eitt í nótt. Þingið afgreiddi þrjú frumvörp um afnám uppreistar æru úr hegningarlögum, breytingar á útlendingalögum og breytingar á kosningalögum vegna komandi kosninga. Samkvæmt hefð kvaddi sá þingflokksformaður sem er með mesta þingreynslu Alþingi og var það Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna að þessu sinni. Hún þakkaði fyrir samstarfið á sögulegu þingi.Formenn flokkanna funduðu með forseta þingsins í liðinni viku.Vísir/Hanna„Hundrað fertugasta og sjöunda þing verður lengi í minnum haft. Stutt, óvenjulegt og reyndi verulega á starfsfólk Alþingis sem á skilið sérstakar þakkir frá okkur þingmönnum,” sagði Svandís. Fór hún síðan yfir þau fjölmörgu störf sem hvíldu á starfsmönnum þingsins sem hefðu lagt mikið á sig undanfarna daga í þjónustu sinni við þingmenn. „Einnig langar mig að þakka hæstvirtum forseta, Unni Brá Konráðsdóttur, fyrir lagni, úthald og sveigjanleika á þessum óvenjulegu tímum. Henni ferst embættið sérlega vel úr hendi. Hún er nefninlega forseti okkar allra og verðskuldar þakkir okkar fyrir það. Takk fyrir það líka að vera forseti sem vill brjóta blað. Forseti sem vill færa embættið til nútímans. Auka skilning og umræðu í samfélaginu öllu,“ sagði Svandís. Unnur Brá Konráðsdóttir forseti Alþingis þakkað hlý orð í sinn garð og gaf síðan Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra orðið. „Forseti Íslands gjörir kunnugt að ég að tilskyldu samþykki Alþingis veiti forsætisráðherra umboð til þess að fresta fundum Alþingis 147. löggjafarþings frá 26. september 2017 eða síðar ef að nauðsyn krefur. Samkvæmt þessu umboði og með vísan til samþykkis Alþingis lýsi ég yfir því að að fundum Alþingis 147. löggjafarþings er frestað,“ las Bjarni upp úr forsetabréfi. Þar með lauk þingfundum einnar skammlífustu ríkisstjórnar íslenskrar stjórnmálasögu sem tók við völdum á Bessastöðum hinn 11. janúar og mun sitja sem starfsstjórn þar til mynduð hefur verið ný ríkisstjórn að afloknum kosningum hinn 28. október.Framboðslistar í fæðingu hjá flokkunum Flokkarnir eru í óðaönn að ljúka uppstillingu framboðslista sinna. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ákveður aðferðina í kvöld og í Suðvesturkjördæmi á morgun en í öðrum kjördæmum verður aðferðin ákveðin á kjördæmisþingum um helgina og væntanlega verður stillt upp á alla lista flokksins. Allir listar Framsóknarflokksins ættu að liggja fyrir hinn 8. Október og verður stillt upp í öllum kjördæmum nema í Norvesturkjördæmi verður tvöfalt kjördæmisþing hinn 8. október þar sem sótt er að Gunnari Braga Sveinssyni um fyrsta sætið. Hjá Vinstri grænum verður víðast hvar stillt upp á lista nema í Suðvesturkjördæmi þar sem verður forval, en þrír einstaklingar þar keppa um annað sæti listans. Það eru Ólafur Þór Gunnarsson, Sigursteinn Másson og Ingvar Arnarson. Þá bíður uppstilling í Norðausturkjördæmis fram yfir landsfund Vinstri grænna sem verður dagana 6. til 8. október þar sem tveir einstaklingar í kjördæminu sækjast eftir varaformannsembættinu í flokknum. Það eru Edward Huijbens og á Akureyri og Óli Halldórsson á Húsavík.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir nýja stjórnmálaafl sitt ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum.vísir/auðunnPrófkjör Pírata í öllum kjördæmum hófst síðast liðinn laugardag og lýkur næst komandi laugardag. Stillt verður upp á lista hjá Viðreisn og mun niðurstaða liggja fyrir í næstu viku. Hjá Samfylkingunni verður uppstilling í öllum kjördæmum nema í Norðvesturkjördæmi verður forval um fjögur efstu sætin og verða allir listarnir staðfestir á flokksstjórnarfundi hinn 6. október. Uppstillingarnefnd Bjartrar framtíðar er að störfum og mun stjórn flokksins greiða atkvæði um listana í næstu viku. Flokkur fólksins mun ákveða aðferðina næst komandi laugardag. En ekki liggja fyrir upplýsingar um nafn framboðs Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar né hvaða aðferð verður viðhöfð við uppstillingu á lista framboðsins en það ætti að skýrast á allra næstu dögum að sögn Sigmundar Davíðs.
Alþingi Kosningar 2017 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira