Draumurinn um Ólympíugull dó snögglega hjá 15 ára eistneskri stelpu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 23:00 Kelly Sildaru á Laureus verðlaunhátið íþróttaheimsins. Vísir/Getty Það er alltaf leiðinlegt fyrir íþróttafólk að meiða sig en hvað þá þegar þú ert ein sú besta í heimi í þinni grein og aðeins nokkrir mánuðir í næstu Ólympíuleika. Kelly Sildaru er fimmtán ára súperstjarna á snjóbrettum og margverðlaunuð frá síðustu stórmótum í sinni grein. Hún er líka komin í hóp þekktustu íþróttamanna Eistlands. Kelly var aðeins nýorðin tólf ára þegar vetrarólympíuleikarnir fóru síðast fram í Sotsjí í Rússlandi 2014 en ætlaði sér stóra hluti á leikunum í Pyeongchang í febrúar næstkomandi. Hún vann gull á X-leiknum í Aspen 2016 þegar hún var þrettán ára gömul og varð með því yngsti gullverðlaunahafi sögunnar á X-leikunum. Hún vann gullið einnig í ár. Kelly Sildaru er einnig í forystu í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í brekkustíl (slopestyle) á þessu tímabili. Hún fékk fyrst að keppa í heimsmeistarakeppni fullorðinna 27.ágúst síðastliðinn og varð þá heimsmeistari í brekkustíl. Sildaru var því álitin mjög sigurstrangleg á leikunum í Pyeongchang en það verður ekkert af því að hún keppi þar. Kelly sleit krossband við æfingar á Nýja-Sjálandi og verður frá í sex til níu mánuði. Dagens Nyheder segir frá. Kelly Sildaru er frá Eistlandi og fædd í febrúar 2002. Hún hefði því haldið upp á sextán ára afmælið á miðjum Ólympíuleikunum í Kóreu. Næstu vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína árið 2022 en þá verður Kelly orðin tvítug. Aðrar íþróttir Eistland Ólympíuleikar Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira
Það er alltaf leiðinlegt fyrir íþróttafólk að meiða sig en hvað þá þegar þú ert ein sú besta í heimi í þinni grein og aðeins nokkrir mánuðir í næstu Ólympíuleika. Kelly Sildaru er fimmtán ára súperstjarna á snjóbrettum og margverðlaunuð frá síðustu stórmótum í sinni grein. Hún er líka komin í hóp þekktustu íþróttamanna Eistlands. Kelly var aðeins nýorðin tólf ára þegar vetrarólympíuleikarnir fóru síðast fram í Sotsjí í Rússlandi 2014 en ætlaði sér stóra hluti á leikunum í Pyeongchang í febrúar næstkomandi. Hún vann gull á X-leiknum í Aspen 2016 þegar hún var þrettán ára gömul og varð með því yngsti gullverðlaunahafi sögunnar á X-leikunum. Hún vann gullið einnig í ár. Kelly Sildaru er einnig í forystu í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í brekkustíl (slopestyle) á þessu tímabili. Hún fékk fyrst að keppa í heimsmeistarakeppni fullorðinna 27.ágúst síðastliðinn og varð þá heimsmeistari í brekkustíl. Sildaru var því álitin mjög sigurstrangleg á leikunum í Pyeongchang en það verður ekkert af því að hún keppi þar. Kelly sleit krossband við æfingar á Nýja-Sjálandi og verður frá í sex til níu mánuði. Dagens Nyheder segir frá. Kelly Sildaru er frá Eistlandi og fædd í febrúar 2002. Hún hefði því haldið upp á sextán ára afmælið á miðjum Ólympíuleikunum í Kóreu. Næstu vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína árið 2022 en þá verður Kelly orðin tvítug.
Aðrar íþróttir Eistland Ólympíuleikar Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira