Enski boltinn

Hetja Chelsea í gærkvöldi líkir sjálfum sér við Batman

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michy Batshuayi hefur heldur betur verið að minna á sig að undanförnu en þessi 23 ára strákur hefur verið að raða inn mörkum fyrir Englandsmeistara Chelsea í síðustu leikjum þar sem hann hefur fengið að spila.

Batshuayi tryggði Chelsea 2-1 útisigur á Atletico Madrid í Meistaradeildinni í gær. Hann skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótartíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 82. mínútu.

Batshuayi hefur nú skorað 5 mörk í síðustu þremur leikjum sínum með Chelsea, mark í báðum Meistaradeildarleikjunum og svo þrennu á móti Nottingham Forrest í enska deildabikarnum.

Michy Batshuayi var ánægður með sig á Twitter eftir leikinn og kynnti sig til leiks sem leðurblökumanninn (Batman) eða „Batsman“ eins og hann vill nú kalla sig.



Strákurinn er glæsilegur hér fyrir ofan en hann hefur frábæra tölfræði sem leikmaður Chelsea.

Það muna örugglega margir eftir því þegar hann tryggði Chelsea endanlega Englandsmeistaratitilinn síðasta vor þegar hann kom inn á sem varamaður í stöðunni 0-0 á móti West Bromwich Albion. Michy Batshuayi skoraði sigurmarkið á 82. mínútu og Chelsea varð þar með orðið Englandsmeistari.





Michy Batshuayi skoraði síðan þrjú mörk í síðustu tveimur deildarleikjum Chelsea-liðsins og þó svo að hann hafi ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þá hefur hann raðað inn mörkum í hinum keppnunum.

Það er hægt að sjá mörkin hjá Chelsea á móti Atlético Madrid í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×