Fótbolti

Lampard: Ein besta útivallarframmistaða hjá ensku liði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frank Lampard segir frammistaða síns gamla liðs, Chelsea, gegn Atlético Madrid í gær sé ein sú besta hjá ensku liði á útivelli í Evrópukeppni.

Chelsea vann 1-2 sigur á Atlético í fyrsta Evrópuleiknum á Wanda Metropolitano, nýjum heimavelli spænska liðsins. Varamaðurinn Michy Batshuayi skoraði sigurmark Chelsea með síðustu spyrnu leiksins.

Aðspurður hvort hann myndi eftir betri útivallarframmistöðu hjá ensku liði í Evrópukeppni sagði Lampard:

„Ég man ekki eftir betri frammistöðu. Eden Hazard var stórkostlegur. Þetta var svo fagmannleg frammistaða, aginn sem liðið sýndi, og stjórinn fær hrós fyrir það,“ sagði Lampard.

„Þeir skoruðu ekki mörg mörk en það gerir enginn hér. En með því að vinna hérna og spila jafn vel og þeir gerðu sendi Chelsea stór skilaboð.“

Eftir sigurinn í gær er Chelsea með sex stig á toppi C-riðils Meistaradeildar Evrópu.


Tengdar fréttir

Hetja Chelsea í gærkvöldi líkir sjálfum sér við Batman

Michy Batshuayi hefur heldur betur verið að minna á sig að undanförnu en þessi 23 ára strákur hefur verið að raða inn mörkum fyrir Englandsmeistara Chelsea í síðustu leikjum þar sem hann hefur fengið að spila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×