Chelsea eyðilagði veisluna í Madríd Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2017 20:30 Alvaro Morata í færi fyrir Chelsea. vísir/getty Chelsea vann frábæran útisigur á Atlético Madrid, 2-1, í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þetta var fyrsti Evrópuleikurinn á glænýjum og stórglæsilegum heimavelli Atlético Madrid, Estadio Wanda Metropolitano. Antonine Griezmann skoraði síðasta Evrópumarkið á gamla vellinum, Vicente Calderón, og hann skoraði fyrsta markið á nýja vellinum þegar hann kom Atlético yfir með marki úr vítaspyrnu á 40. mínútu. Staðan 1-0 í hálfleik. Spænski landsliðsframherjinn Álvaro Morata jafnaði metin með marki á 60. mínútu en Morata er fæddur og uppalinn í Madríd og er, eins og allir vita, uppalinn hjá Real Madrid. Honum hefur því ekki leiðst að eyðileggja opnunarpartíið á nýjum velli Atlético í kvöld. Veislan var svo endanlega eyðilögð þegar að Michy Batshuayi skoraði flautumark fyrir Chelsea í uppbótartíma og tryggði Chelsea öll stigin þrjú. Chelsea er efst í C-riðlinum með sex stig en Roma, sem vann Qarabag, 2-1, í kvöld, er með fjögur stig. Atlético er með eitt stig í þriðja sæti riðilsins. Meistaradeild Evrópu
Chelsea vann frábæran útisigur á Atlético Madrid, 2-1, í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þetta var fyrsti Evrópuleikurinn á glænýjum og stórglæsilegum heimavelli Atlético Madrid, Estadio Wanda Metropolitano. Antonine Griezmann skoraði síðasta Evrópumarkið á gamla vellinum, Vicente Calderón, og hann skoraði fyrsta markið á nýja vellinum þegar hann kom Atlético yfir með marki úr vítaspyrnu á 40. mínútu. Staðan 1-0 í hálfleik. Spænski landsliðsframherjinn Álvaro Morata jafnaði metin með marki á 60. mínútu en Morata er fæddur og uppalinn í Madríd og er, eins og allir vita, uppalinn hjá Real Madrid. Honum hefur því ekki leiðst að eyðileggja opnunarpartíið á nýjum velli Atlético í kvöld. Veislan var svo endanlega eyðilögð þegar að Michy Batshuayi skoraði flautumark fyrir Chelsea í uppbótartíma og tryggði Chelsea öll stigin þrjú. Chelsea er efst í C-riðlinum með sex stig en Roma, sem vann Qarabag, 2-1, í kvöld, er með fjögur stig. Atlético er með eitt stig í þriðja sæti riðilsins.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti