Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2017 13:45 Aldís Hilmarsdóttir, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag ásamt lögmanni sínum. vísir/eyþór Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. Þær Aldís drógu upp gerólíka mynd af því hvernig til kom að Aldís var færð úr starfi fyrir dómi í dag. Aldís stefndi íslenska ríkinu vegna þess að hún taldi að ákvörðun lögreglustjóra um að færa sig úr starfi yfirmanns fíkniefnadeildar í janúar í fyrra jafngilti ólögmætri brottvikningu. Hún krefst þess að ákvörðunin verði ógilt og 2,3 milljóna króna í skaðabætur. Auk þess sakar Aldís Sigríði Björk um einelti á vinnustað og að hafa neitað sér um andmælarétt þegar hún ákvað að færa hana til í starfi. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Við sögu í framburði þeirra tveggja kom klofningur og meint spilling innan fíkniefnadeildarinnar og samskiptavandi hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni.Sagði samskipti við starfsmenn hafa verið mjög góð Í lýsingu Aldísar skilaði fíkniendadeildin meiri árangri en áður undir stjórn hennar og einbeitti sér í auknum mæli að því að hafa hendur í hári höfuðpaura frekar en smásala eða neytenda. Samskipti hennar við stafsmenn hafi verið mjög góð. Hún hafi aldrei fengið athugasemdir frá yfirmönnum sínum eða ávítur. Það hafi ekki verið fyrr en lögreglustjóri virtist draga að skipa hana varanlega í embætti eftir að eins árs reynslutíma hennar sem aðstoðaryfirlögregluþjóns lauk sem hún fór að verða vör við að eitthvað bjátaði á. Sigríður Björk hafi byrjað að hlutast til um störf Aldísar og farið fram hjá sér og öðrum stjórnendum fíkniefndadeildarinnar og leitað beint til undirmanna. Þá höfðu þær ólíka sýn á hvernig ætti að taka á ásökunum á hendur fulltrúa í fíkniefnadeildinni um spillingu.Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, er hér til vinstri. Sigríður Björk sagði Aldís að hann vildi fá hana til starfa. Vísir/GVALögreglustjóri sagt hluti sem Aldís lýsti sem fáránlegum Aldís lýsti því hvernig Sigríður Björk hefði skyndilega boðað sig á fund í desember 2015 og að lögreglustjóri hafi ekki viljað gefa upp efni hans fyrir fram. Á fundinum hafi Sigríður Björk lesið upp lista úr síma sínum sem Aldís taldi ávirðingar í sinn garð sem allar hafi verið rangar. Lögreglustjóri hafi borið upp á hana að hafa fundað með ráðherra og að hún hefði sagt hluti á fundum sem Aldís lýsti sem fáranlegum. Á sama fundi hafi lögreglustjóri greint Aldísi frá því að héraðssaksóknari vildi fá hana til starfa hjá sér og gaf henni umþóttunartíma til ákveða hvort hún vildi þiggja það starf. Aldís hafði áður starfað hjá Ólafi Þór Haukssyni þegar embætti hans kallaðist embætti sérstaks saksóknara. Aldís lýsti því að í símtali við Ólaf Þór hafi komið fram að það hafi þvert á móti verið Sigríður Björk sjálf sem hafði boðið honum að fá Aldísi aftur að fyrra bragði. Aldís segir að boðinu hafi aldrei verið fylgt frekar eftir.Aldís óskaði eftir fundi með Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Vísir/ErnirÓskaði eftir fundi með innanríkisráðherra Í kjölfar þessa fundar óskaði Aldís eftir að fá að hitta Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Sá fundur átti sér stað í janúar í fyrra á föstudegi. Á honum segist Aldís hafa rætt ýmis mál innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem henni blöskruðu, minnst þau sem vörðuðu hana sjálfa beint. Sigríður Björk hafi hins vegar haft veður af fundinum og spurt Aldísi síðar þann dag hvað þeim hefði farið á milli. Mánudaginn eftir hafi lögreglustjóri sent Aldísi póst þar sem henni var tilkynnt um að hún ætti ekki lengur sæti í valnefnd sem átti að sjá um ráðningu á sex nýjum lögreglufulltrúum í fíkniefnadeildina í tengslum við endurskipulagningu innan embættisins. Aldís segist ekki hafa fengið frekari skýringar á þeirri ákvörðun. Síðar sama dag hafi lögreglustjóri sent henni bréf þar sem hún boðaði Aldísi á fund daginn eftir til að ræða breytingar á starfi hennar. Áður hafi hún ekki fengið neinar athugasemdir við störf sín og yfirmaður hennar hafi ekki verið boðaður á fundinn. Á þeim fundi, 22. janúar 2016, tilkynnti Sigríður Björk að Aldís ætti að hverfa frá störfum í fíkniefnadeildinni og snúa sér alfarið að störfum í svonefndum innleiðingarhópi sem vann að endurskipulagningu á skipuriti embættisins. Sagði Aldís að henni hefði ekki verið gefinn kostur á að andmæla þeirri ákvörðun. Rökin sem Sigríður Björk hafi lagt fram hafi verið þau að fíkniefnadeildin væri óstarfhæf, Aldís hafi lýst yfir stuðningi við annan lögreglumanninn sem var til rannsóknar og að störf innleiðingarhópsins hefðu ekki gengið sem skyldi.Lögreglustöðin við Hverfisgötu þar sem Aldís og Sigríður störfuðu báðar. Inn í málið blandast spillingarrannsókn á tveimur fulltrúum í fíkniefnadeildinni. Vísir/GVABrotnaði niður og sýndi einkenni þunglyndis og kvíða Aldís sagðist hafa verið hissa á þessari ákvörðun og í kjölfarið brotnað niður. Sérfræðivitni báru að hún hefði sýnt einkenni þunglyndis og kvíða í kjölfarið. Lýsti Aldís því að hún hafi talið aðfarirnar árás á starfsheiður sinn og starfið sem henni hafi verið ætlað að taka við væri algerlega marklaust og það væri aðeins til málamynda. Þá gramdist henni að umfjöllun um sig hafi verið sett í samhengi við rannsóknir á tveimur fulltrúum fíkniefnadeildarinnar sem áttu engu að síður upptök sín löngu áður en hún kom til starfa hjá deildinni.Segir innkomu sína hugsanlega hafa lyft teppinu af gamalli kergju Inn í málið blandast spillingarrannsókn á tveimur fulltrúum í fíkniefnadeildinni og rótgróinn klofningur tveggja ólíkra fylkinga innan hennar. Aldís lýsti því hvernig að innkoma hennar í deildina hafi hugsanlega lyft teppinu af gamalli kergju innan hennar. Sjálf hafi hún þó aldrei fengið að vita af hvað því um hvað deilurnar snerust. Fram kom að deildin hafi verið tvískipt, á milli svonefnds götuhóps sem einbeitti sér að smásölum og hins vegar rannsóknarhóps sem annaðist ítarlegri rannsóknir. Lýsti Aldís ólíkri sýn þeirrar Sigriðar Bjarkar á hvernig ætti að taka á ásökunum á hendur fulltrúa í fíkniefnadeildinni sem var þá sakaður um spillingu en rannsókn var síðar felld niður á.Sigríður Björk Guðjónsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.vísir/ernirLögreglustjóri dró upp allt aðra mynd af atburðum Sigríður Björk dró hins vegar upp allt aðra mynd af atburðum. Starfsmenn fíkniefnadeildarinnar hafi kvartað við sig undan Aldísi fljótlega eftir að hún tók við. Fulltrúar annarrar fylkingarinnar innan fíkniefnadeildarinnar hefðu þannig kvartað sáran við sig undan því að Aldís hefði hallað sér eingöngu að öðrum hópnum sem var þar að auki undir forystu annars lögreglumannsins sem var þá sakaður um spillingu. Sigríður Björk sagði að hún hafi reynt að verja Aldísi gegn þessum ásökunum og sagt að hún þyrfti tíma. Hún hefði fulla samúð með Aldísi þar sem hún þekkti sjálf hvernig væri að vera kona að koma inn á nýjan stað og reyna að ráðast í breytingar. Það hafi hins vegar verið rannsóknin á spillingarmálum í deildinni sem hefði sett allt á annan endann. Sigríður Björk sagðist hafa reynt að hjálpa Aldísi en hún hafi hins vegar ekkert viljað á hana hlusta. Sakaði lögreglustjóri Aldísi um að hafa verið í algerri afneitun á að hún næði ekki utan um verkefni sín og gagnvart ásökununum á hendur lögreglufulltrúa sem hún átti í nánu samstarfi við. Taldi Sigríður Björk ástandið í fíkniefnadeildinni mjög slæmt árið 2015. Samkvæmt því sem lögreglumenn segðu henni væru afköst deildarinnar aðeins 30%. Þá hafi gengið á með ásökunum í fjölmiðlum. Gögn um spillingu lögreglumanns hafi verið lögð fyrir Aldísi en hún hafi hafnað þeim alfarið.Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri. Sigríður Björk segir greiningardeild ríkislögreglustjóra ekki hafa viljað vinna með fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu því traust skorti.Vísaði því á bug að hafa lagt Aldísi í einelti Þegar Sigríður Björk var spurð að því hvort að eitthvað væri hæft í að hún hefði lagt Aldísi í einelti vísaði hún því á bug. Þvert á móti hafi hún reynt að halda hlífiskildi yfir Aldísi eins og hún hefði áður lýst. Aldís hafi hins vegar ekkert viljað við sig tala og litið svo á að lögreglustjóra kæmi ekki við þau málefni sem hún sýslaði með. Þess vegna hafi Sigríður Björk reynt að koma Aldísi í skjól hjá héraðssaksóknara. Hún hafi verið ung kona sem ætti langan feril eftir hjá lögreglunni. Hún hefði verið með það í huga að passa upp á konu í þessari stjórnunarstöðu. Hvað fundinn varðaði þar sem Aldís sagði lögreglustjóra hafa lesið upp ávirðingar úr síma sínum sagði Sigríður Björk að hún minntist þess ekki. Ætlunin hafi verið að gera Aldísi grein fyrir alvöru stöðunnar í deildinni hvað varðaði kvartanir og rannsóknir á spillingu. Þá sagði hún að lítið væri að koma út úr störfum deildarinnar, þvert á það sem Aldís lýsti í sínum framburði. „Þetta er erfiðasta verkefni sem ég hef fengið á mínum ferli. Heiftin og lætin í kringum þetta. Blaðaumfjöllunin hefur verið með ólíkindum,“ sagði Sigríður Björk um það sem gekk á þegar reynt var að lægja öldurnar í fíkniefnadeildinni. Lögreglustjóri sagði að greiningardeild ríkislögreglustjóra hafi neitað að vinna með fíkniefnadeildinni á þessum tíma því traust skorti. Grunur lék á að leki væri innan deildarinnar. Þá hafi komið kvörtun frá Europol um að upplýsingar bærust ekki frá deildinni.Sigríður Björk sagði rótin að tilfæringunum á Aldís vera að tryggja trúverðugleika lögreglunnar vegna frétta af spillingarmálum innan fíkniefnadeildar.vísir/gva„Mér er mjög hlýtt til Aldísar“ Um ákvörðunina að reka Aldísi úr valnefnd, sem átti að ráða nýja lögreglufulltrúa beint í kjölfar þess að hún ræddi erfiðleika innan embættisins við innanríkisráðherra, sagðist Sigríður Björk hafa haft fulla heimild til þess. Sigríður Björk sagði að hún hefði verið búin að ákveða að draga Aldísi úr valnefndinni áður en hún frétti af fundi Aldísar með innanríkisráðherra. Ástæðan hafi verið sú að fimm fulltrúar fíkniefnadeildarinnar hafi ætlað að draga umsóknir sínar til baka ef Aldís sæti í valnefndinni vegna þess að hún hefði áður lýst því yfir að hún gæti ekki náð árangri með fíkniefnadeildinni nema þeir yrðu látnir fara þaðan. Því hafi Sigríður Björk ákveðið að láta Aldísi vinna eingöngu í innleiðingarhópnum og láta aðra um að ráða fulltrúana. Þegar Aldís tæki aftur við fíkniefnadeildinni, sem alltaf hafi verið ætlunin, hafi þá ekki verið hægt að saka hana um að hafa valið sitt fólk í störf næstráðenda. Þetta hafi í raun verið tilraun til að róa ástandið í fíkniefnadeildinni. Í frásögn Sigríðar Bjarkar var rótin að tilfæringunum á Aldísi að tryggja trúverðugleika lögreglunnar vegna frétta af spillingarmálum innan fíkniefnadeildarinnar. Hún hafi orðið að gera breytingar. Hún hafi reynt að vinna með Aldísi með hlýju og stuðning sem Aldís hafi ekki hlustað á. „Ég hef aldrei talað illa um hana. Mér er mjög hlýtt til Aldísar,“ sagði lögreglustjóri. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. Þær Aldís drógu upp gerólíka mynd af því hvernig til kom að Aldís var færð úr starfi fyrir dómi í dag. Aldís stefndi íslenska ríkinu vegna þess að hún taldi að ákvörðun lögreglustjóra um að færa sig úr starfi yfirmanns fíkniefnadeildar í janúar í fyrra jafngilti ólögmætri brottvikningu. Hún krefst þess að ákvörðunin verði ógilt og 2,3 milljóna króna í skaðabætur. Auk þess sakar Aldís Sigríði Björk um einelti á vinnustað og að hafa neitað sér um andmælarétt þegar hún ákvað að færa hana til í starfi. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Við sögu í framburði þeirra tveggja kom klofningur og meint spilling innan fíkniefnadeildarinnar og samskiptavandi hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni.Sagði samskipti við starfsmenn hafa verið mjög góð Í lýsingu Aldísar skilaði fíkniendadeildin meiri árangri en áður undir stjórn hennar og einbeitti sér í auknum mæli að því að hafa hendur í hári höfuðpaura frekar en smásala eða neytenda. Samskipti hennar við stafsmenn hafi verið mjög góð. Hún hafi aldrei fengið athugasemdir frá yfirmönnum sínum eða ávítur. Það hafi ekki verið fyrr en lögreglustjóri virtist draga að skipa hana varanlega í embætti eftir að eins árs reynslutíma hennar sem aðstoðaryfirlögregluþjóns lauk sem hún fór að verða vör við að eitthvað bjátaði á. Sigríður Björk hafi byrjað að hlutast til um störf Aldísar og farið fram hjá sér og öðrum stjórnendum fíkniefndadeildarinnar og leitað beint til undirmanna. Þá höfðu þær ólíka sýn á hvernig ætti að taka á ásökunum á hendur fulltrúa í fíkniefnadeildinni um spillingu.Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, er hér til vinstri. Sigríður Björk sagði Aldís að hann vildi fá hana til starfa. Vísir/GVALögreglustjóri sagt hluti sem Aldís lýsti sem fáránlegum Aldís lýsti því hvernig Sigríður Björk hefði skyndilega boðað sig á fund í desember 2015 og að lögreglustjóri hafi ekki viljað gefa upp efni hans fyrir fram. Á fundinum hafi Sigríður Björk lesið upp lista úr síma sínum sem Aldís taldi ávirðingar í sinn garð sem allar hafi verið rangar. Lögreglustjóri hafi borið upp á hana að hafa fundað með ráðherra og að hún hefði sagt hluti á fundum sem Aldís lýsti sem fáranlegum. Á sama fundi hafi lögreglustjóri greint Aldísi frá því að héraðssaksóknari vildi fá hana til starfa hjá sér og gaf henni umþóttunartíma til ákveða hvort hún vildi þiggja það starf. Aldís hafði áður starfað hjá Ólafi Þór Haukssyni þegar embætti hans kallaðist embætti sérstaks saksóknara. Aldís lýsti því að í símtali við Ólaf Þór hafi komið fram að það hafi þvert á móti verið Sigríður Björk sjálf sem hafði boðið honum að fá Aldísi aftur að fyrra bragði. Aldís segir að boðinu hafi aldrei verið fylgt frekar eftir.Aldís óskaði eftir fundi með Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Vísir/ErnirÓskaði eftir fundi með innanríkisráðherra Í kjölfar þessa fundar óskaði Aldís eftir að fá að hitta Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Sá fundur átti sér stað í janúar í fyrra á föstudegi. Á honum segist Aldís hafa rætt ýmis mál innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem henni blöskruðu, minnst þau sem vörðuðu hana sjálfa beint. Sigríður Björk hafi hins vegar haft veður af fundinum og spurt Aldísi síðar þann dag hvað þeim hefði farið á milli. Mánudaginn eftir hafi lögreglustjóri sent Aldísi póst þar sem henni var tilkynnt um að hún ætti ekki lengur sæti í valnefnd sem átti að sjá um ráðningu á sex nýjum lögreglufulltrúum í fíkniefnadeildina í tengslum við endurskipulagningu innan embættisins. Aldís segist ekki hafa fengið frekari skýringar á þeirri ákvörðun. Síðar sama dag hafi lögreglustjóri sent henni bréf þar sem hún boðaði Aldísi á fund daginn eftir til að ræða breytingar á starfi hennar. Áður hafi hún ekki fengið neinar athugasemdir við störf sín og yfirmaður hennar hafi ekki verið boðaður á fundinn. Á þeim fundi, 22. janúar 2016, tilkynnti Sigríður Björk að Aldís ætti að hverfa frá störfum í fíkniefnadeildinni og snúa sér alfarið að störfum í svonefndum innleiðingarhópi sem vann að endurskipulagningu á skipuriti embættisins. Sagði Aldís að henni hefði ekki verið gefinn kostur á að andmæla þeirri ákvörðun. Rökin sem Sigríður Björk hafi lagt fram hafi verið þau að fíkniefnadeildin væri óstarfhæf, Aldís hafi lýst yfir stuðningi við annan lögreglumanninn sem var til rannsóknar og að störf innleiðingarhópsins hefðu ekki gengið sem skyldi.Lögreglustöðin við Hverfisgötu þar sem Aldís og Sigríður störfuðu báðar. Inn í málið blandast spillingarrannsókn á tveimur fulltrúum í fíkniefnadeildinni. Vísir/GVABrotnaði niður og sýndi einkenni þunglyndis og kvíða Aldís sagðist hafa verið hissa á þessari ákvörðun og í kjölfarið brotnað niður. Sérfræðivitni báru að hún hefði sýnt einkenni þunglyndis og kvíða í kjölfarið. Lýsti Aldís því að hún hafi talið aðfarirnar árás á starfsheiður sinn og starfið sem henni hafi verið ætlað að taka við væri algerlega marklaust og það væri aðeins til málamynda. Þá gramdist henni að umfjöllun um sig hafi verið sett í samhengi við rannsóknir á tveimur fulltrúum fíkniefnadeildarinnar sem áttu engu að síður upptök sín löngu áður en hún kom til starfa hjá deildinni.Segir innkomu sína hugsanlega hafa lyft teppinu af gamalli kergju Inn í málið blandast spillingarrannsókn á tveimur fulltrúum í fíkniefnadeildinni og rótgróinn klofningur tveggja ólíkra fylkinga innan hennar. Aldís lýsti því hvernig að innkoma hennar í deildina hafi hugsanlega lyft teppinu af gamalli kergju innan hennar. Sjálf hafi hún þó aldrei fengið að vita af hvað því um hvað deilurnar snerust. Fram kom að deildin hafi verið tvískipt, á milli svonefnds götuhóps sem einbeitti sér að smásölum og hins vegar rannsóknarhóps sem annaðist ítarlegri rannsóknir. Lýsti Aldís ólíkri sýn þeirrar Sigriðar Bjarkar á hvernig ætti að taka á ásökunum á hendur fulltrúa í fíkniefnadeildinni sem var þá sakaður um spillingu en rannsókn var síðar felld niður á.Sigríður Björk Guðjónsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.vísir/ernirLögreglustjóri dró upp allt aðra mynd af atburðum Sigríður Björk dró hins vegar upp allt aðra mynd af atburðum. Starfsmenn fíkniefnadeildarinnar hafi kvartað við sig undan Aldísi fljótlega eftir að hún tók við. Fulltrúar annarrar fylkingarinnar innan fíkniefnadeildarinnar hefðu þannig kvartað sáran við sig undan því að Aldís hefði hallað sér eingöngu að öðrum hópnum sem var þar að auki undir forystu annars lögreglumannsins sem var þá sakaður um spillingu. Sigríður Björk sagði að hún hafi reynt að verja Aldísi gegn þessum ásökunum og sagt að hún þyrfti tíma. Hún hefði fulla samúð með Aldísi þar sem hún þekkti sjálf hvernig væri að vera kona að koma inn á nýjan stað og reyna að ráðast í breytingar. Það hafi hins vegar verið rannsóknin á spillingarmálum í deildinni sem hefði sett allt á annan endann. Sigríður Björk sagðist hafa reynt að hjálpa Aldísi en hún hafi hins vegar ekkert viljað á hana hlusta. Sakaði lögreglustjóri Aldísi um að hafa verið í algerri afneitun á að hún næði ekki utan um verkefni sín og gagnvart ásökununum á hendur lögreglufulltrúa sem hún átti í nánu samstarfi við. Taldi Sigríður Björk ástandið í fíkniefnadeildinni mjög slæmt árið 2015. Samkvæmt því sem lögreglumenn segðu henni væru afköst deildarinnar aðeins 30%. Þá hafi gengið á með ásökunum í fjölmiðlum. Gögn um spillingu lögreglumanns hafi verið lögð fyrir Aldísi en hún hafi hafnað þeim alfarið.Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri. Sigríður Björk segir greiningardeild ríkislögreglustjóra ekki hafa viljað vinna með fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu því traust skorti.Vísaði því á bug að hafa lagt Aldísi í einelti Þegar Sigríður Björk var spurð að því hvort að eitthvað væri hæft í að hún hefði lagt Aldísi í einelti vísaði hún því á bug. Þvert á móti hafi hún reynt að halda hlífiskildi yfir Aldísi eins og hún hefði áður lýst. Aldís hafi hins vegar ekkert viljað við sig tala og litið svo á að lögreglustjóra kæmi ekki við þau málefni sem hún sýslaði með. Þess vegna hafi Sigríður Björk reynt að koma Aldísi í skjól hjá héraðssaksóknara. Hún hafi verið ung kona sem ætti langan feril eftir hjá lögreglunni. Hún hefði verið með það í huga að passa upp á konu í þessari stjórnunarstöðu. Hvað fundinn varðaði þar sem Aldís sagði lögreglustjóra hafa lesið upp ávirðingar úr síma sínum sagði Sigríður Björk að hún minntist þess ekki. Ætlunin hafi verið að gera Aldísi grein fyrir alvöru stöðunnar í deildinni hvað varðaði kvartanir og rannsóknir á spillingu. Þá sagði hún að lítið væri að koma út úr störfum deildarinnar, þvert á það sem Aldís lýsti í sínum framburði. „Þetta er erfiðasta verkefni sem ég hef fengið á mínum ferli. Heiftin og lætin í kringum þetta. Blaðaumfjöllunin hefur verið með ólíkindum,“ sagði Sigríður Björk um það sem gekk á þegar reynt var að lægja öldurnar í fíkniefnadeildinni. Lögreglustjóri sagði að greiningardeild ríkislögreglustjóra hafi neitað að vinna með fíkniefnadeildinni á þessum tíma því traust skorti. Grunur lék á að leki væri innan deildarinnar. Þá hafi komið kvörtun frá Europol um að upplýsingar bærust ekki frá deildinni.Sigríður Björk sagði rótin að tilfæringunum á Aldís vera að tryggja trúverðugleika lögreglunnar vegna frétta af spillingarmálum innan fíkniefnadeildar.vísir/gva„Mér er mjög hlýtt til Aldísar“ Um ákvörðunina að reka Aldísi úr valnefnd, sem átti að ráða nýja lögreglufulltrúa beint í kjölfar þess að hún ræddi erfiðleika innan embættisins við innanríkisráðherra, sagðist Sigríður Björk hafa haft fulla heimild til þess. Sigríður Björk sagði að hún hefði verið búin að ákveða að draga Aldísi úr valnefndinni áður en hún frétti af fundi Aldísar með innanríkisráðherra. Ástæðan hafi verið sú að fimm fulltrúar fíkniefnadeildarinnar hafi ætlað að draga umsóknir sínar til baka ef Aldís sæti í valnefndinni vegna þess að hún hefði áður lýst því yfir að hún gæti ekki náð árangri með fíkniefnadeildinni nema þeir yrðu látnir fara þaðan. Því hafi Sigríður Björk ákveðið að láta Aldísi vinna eingöngu í innleiðingarhópnum og láta aðra um að ráða fulltrúana. Þegar Aldís tæki aftur við fíkniefnadeildinni, sem alltaf hafi verið ætlunin, hafi þá ekki verið hægt að saka hana um að hafa valið sitt fólk í störf næstráðenda. Þetta hafi í raun verið tilraun til að róa ástandið í fíkniefnadeildinni. Í frásögn Sigríðar Bjarkar var rótin að tilfæringunum á Aldísi að tryggja trúverðugleika lögreglunnar vegna frétta af spillingarmálum innan fíkniefnadeildarinnar. Hún hafi orðið að gera breytingar. Hún hafi reynt að vinna með Aldísi með hlýju og stuðning sem Aldís hafi ekki hlustað á. „Ég hef aldrei talað illa um hana. Mér er mjög hlýtt til Aldísar,“ sagði lögreglustjóri.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent