Bílaleigur leggja þung gjöld á ferðamenn vegna flóðanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2017 15:23 Brúin yfir Kolgrímu við Skálafell rétt vestan við Mýrar. Eins og sjá má er rennsli í ánni mjög mikið. Lögreglan á Suðurlandi Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar vinna nú að því að aðstoða heimamenn á Mýrum og í Suðursveit en eins og kunnugt er er vegurinn um brúna yfir Steinavötn lokaður og brúin eitthvað farin að síga. Þá hafa verið rofin skörð í veginn austan við Hólmsá og flæðir vatn þar nú í gegn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Starfsfólk á Höfn, bæði lögreglumaður og ljósmóðir, voru flutt til vinnu með þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun. Þá hafa ferðamenn þurft að skilja bíla sína eftir á lokunarsvæðum og dæmi eru um að bílaleigur hér á landi leggi veruleg gjöld á ferðamenn vegna þessa. Önnur séu þó viljug til að leysa málin með sanngjörnum hætti. Þyrlan nýtt í bak og fyrir Mikið vatn liggur nú á túnum og á láglendi og enda þótt nú hafi stytt nokkuð upp gera spár ráð fyrir mikilli rigningu í fyrramálið. Því er ljóst að vegasamband verður ekki komið á við þess bæi fyrr en um eða eftir helgi. Þá skipta afdrif brúarinnar yfir Steinavötn öllu máli því ef hún rofnar mun taka lengri tíma að koma umferð á hringveginn um Suðurlandið. Með flugi LHG úr Reykjavík í morgun fóru verkfræðingar Vegagerðar til að meta ástand brúarinnar og mögulegar aðgerðir til að bjarga henni. Þá flutti hún lögreglumann af Suðurlandi austur og ljósmóður frá Kirkjubæjarklaustri á Höfn vegna vinnu hennar þar. Nú er verið að nýta þyrluna í að fljúga með starfsmenn lögreglu, Vegagerðar og Rarik til að meta ástand vega og veitukerfis. Ásamt því að huga að búfénaði sem vera kann í flóðvatni innan svæðisins. 50-60 ferðamenn innlyksa Síðan verða fluttar nauðsynlegar vistir til íbúa innan lokunarinnar, lyf, bæði fyrir menn og skepnur og annað sem ekki getur beðið. Þá er verið að skipuleggja úrlausnir fyrir ferðamenn innan lokunarinnar en þar munu milli 50 og 60 manns vera stopp, flestir á Smyrlabjörgum og allir í góðu yfirlæti. Í tilkynningu lögreglu kemur jafnframt fram að ljóst sé að einhverjir ferðamannanna munu þurfa að skilja bílaleigubíla sína eftir innan lokunarinnar og hafa flestar bílaleigur verið viljugar til að leysa það með sanngjörnum hætti. Þó eru til dæmi um leigur sem virðast ekki hafa skilning á neyð þessara ágætu ferðamanna og leggja veruleg gjöld á þá vegna þessa. Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar vinna nú að því að aðstoða heimamenn á Mýrum og í Suðursveit en eins og kunnugt er er vegurinn um brúna yfir Steinavötn lokaður og brúin eitthvað farin að síga. Þá hafa verið rofin skörð í veginn austan við Hólmsá og flæðir vatn þar nú í gegn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Starfsfólk á Höfn, bæði lögreglumaður og ljósmóðir, voru flutt til vinnu með þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun. Þá hafa ferðamenn þurft að skilja bíla sína eftir á lokunarsvæðum og dæmi eru um að bílaleigur hér á landi leggi veruleg gjöld á ferðamenn vegna þessa. Önnur séu þó viljug til að leysa málin með sanngjörnum hætti. Þyrlan nýtt í bak og fyrir Mikið vatn liggur nú á túnum og á láglendi og enda þótt nú hafi stytt nokkuð upp gera spár ráð fyrir mikilli rigningu í fyrramálið. Því er ljóst að vegasamband verður ekki komið á við þess bæi fyrr en um eða eftir helgi. Þá skipta afdrif brúarinnar yfir Steinavötn öllu máli því ef hún rofnar mun taka lengri tíma að koma umferð á hringveginn um Suðurlandið. Með flugi LHG úr Reykjavík í morgun fóru verkfræðingar Vegagerðar til að meta ástand brúarinnar og mögulegar aðgerðir til að bjarga henni. Þá flutti hún lögreglumann af Suðurlandi austur og ljósmóður frá Kirkjubæjarklaustri á Höfn vegna vinnu hennar þar. Nú er verið að nýta þyrluna í að fljúga með starfsmenn lögreglu, Vegagerðar og Rarik til að meta ástand vega og veitukerfis. Ásamt því að huga að búfénaði sem vera kann í flóðvatni innan svæðisins. 50-60 ferðamenn innlyksa Síðan verða fluttar nauðsynlegar vistir til íbúa innan lokunarinnar, lyf, bæði fyrir menn og skepnur og annað sem ekki getur beðið. Þá er verið að skipuleggja úrlausnir fyrir ferðamenn innan lokunarinnar en þar munu milli 50 og 60 manns vera stopp, flestir á Smyrlabjörgum og allir í góðu yfirlæti. Í tilkynningu lögreglu kemur jafnframt fram að ljóst sé að einhverjir ferðamannanna munu þurfa að skilja bílaleigubíla sína eftir innan lokunarinnar og hafa flestar bílaleigur verið viljugar til að leysa það með sanngjörnum hætti. Þó eru til dæmi um leigur sem virðast ekki hafa skilning á neyð þessara ágætu ferðamanna og leggja veruleg gjöld á þá vegna þessa.
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira