Fjölskyldan þvertekur fyrir að um ástarsamband hafi verið að ræða Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. september 2017 06:09 Frá vettvangi á Hagamel fyrir viku. Vísir/KTD Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið lettneskri konu, Sanitu Braune, að bana í leiguíbúð hennar á Hagamel í síðustu viku, rennur út í dag. Hann verður í dag leiddur fyrir dómara og mun lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Hann hefur nú setið í gæsluvarðhaldi í viku, bróðurpartinn í einangrun. Að sögn Einars Guðbergs Jónssonar, lögreglufulltrúa, hefur maðurinn verið yfirheyrður nokkrum sinnum vegna málsins og að hann hafi verið samvinnuþýður. Lögreglan gefi þó ekki upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Þá er ekki komin endanlega niðurstaða úr krufningu varðandi dánarorsök.Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í dag.Vísir/AntonVinir, kunningjar og samstarfsmenn sem fréttastofa ræddi við eftir kvöldið örlagaríka bera Sanitu allir vel söguna. Hún hafi verið góðhjörtuð, hjálpsöm og vinur vina sinna. Hún hefur verið á Íslandi í vel á annað ár og starfað við ræstingar á hótelum á Suðurlandi, Vesturlandi og nú síðast í Reykjavík. Hún hafði lokið kennaraprófið og lærði á fiðlu. Fjárhagsörðugleikar urðu til þess að Sanita byrjaði að starfa erlendis og leiddi hana að lokum til Íslands, þar sem hún var myrt að kvöldi 21. september. Hún var 45 ára gömul og lét eftir sig þrjú börn og foreldra.Sagður hafa veitt henni eftirför Greint hefur verið frá því að hinn handtekni og Sanita hafi átt í stuttu persónulegu sambandi um tíma en að því hafi verið lokið þegar maðurinn réðst á hana. Þetta staðfesti til að mynda Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. Í samtali við DV vísa ættingar og vinir Sanitu því á bug að um ástarsamband hafi verið að ræða. Sanita og maðurinn hafi aðeins hist einu sinni, aðeins spjallað saman á netinu en aldrei sofið saman. Er hann sagður hafa verið „brjálaður“ vegna áhugaleysis hennar og er haft eftir eiginmanni dóttur Sanitu að maðurinn hafi oft veitt henni eftirför. Einar Guðberg segir hins vegar í samtali við DV að samband Sanitu og mannsins sé eitthvað sem lögreglan sé ekki „búin að ná utan um“ og ekki verði gefnar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Fjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum fyrir viku síðan. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var annar maður leiddur af vettvangi en hann er nú laus úr haldi lögreglu.Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2, kvöldið eftir árásina. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Hin látna og hinn grunaði áttu í "stuttu persónulegu sambandi“ Konan sem lést eftir líkamsárás í íbúð hennar á Hagamel í gærkvöldi og maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi. 22. september 2017 19:02 Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15 Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32 Íslendingurinn sem handtekinn var í íbúð við Hagamel laus úr haldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sleppt Íslendingi, sem handtekinn var í íbúð við Hagamel í Reykjavík í gærkvöldi, úr haldi. 22. september 2017 16:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið lettneskri konu, Sanitu Braune, að bana í leiguíbúð hennar á Hagamel í síðustu viku, rennur út í dag. Hann verður í dag leiddur fyrir dómara og mun lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Hann hefur nú setið í gæsluvarðhaldi í viku, bróðurpartinn í einangrun. Að sögn Einars Guðbergs Jónssonar, lögreglufulltrúa, hefur maðurinn verið yfirheyrður nokkrum sinnum vegna málsins og að hann hafi verið samvinnuþýður. Lögreglan gefi þó ekki upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Þá er ekki komin endanlega niðurstaða úr krufningu varðandi dánarorsök.Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í dag.Vísir/AntonVinir, kunningjar og samstarfsmenn sem fréttastofa ræddi við eftir kvöldið örlagaríka bera Sanitu allir vel söguna. Hún hafi verið góðhjörtuð, hjálpsöm og vinur vina sinna. Hún hefur verið á Íslandi í vel á annað ár og starfað við ræstingar á hótelum á Suðurlandi, Vesturlandi og nú síðast í Reykjavík. Hún hafði lokið kennaraprófið og lærði á fiðlu. Fjárhagsörðugleikar urðu til þess að Sanita byrjaði að starfa erlendis og leiddi hana að lokum til Íslands, þar sem hún var myrt að kvöldi 21. september. Hún var 45 ára gömul og lét eftir sig þrjú börn og foreldra.Sagður hafa veitt henni eftirför Greint hefur verið frá því að hinn handtekni og Sanita hafi átt í stuttu persónulegu sambandi um tíma en að því hafi verið lokið þegar maðurinn réðst á hana. Þetta staðfesti til að mynda Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. Í samtali við DV vísa ættingar og vinir Sanitu því á bug að um ástarsamband hafi verið að ræða. Sanita og maðurinn hafi aðeins hist einu sinni, aðeins spjallað saman á netinu en aldrei sofið saman. Er hann sagður hafa verið „brjálaður“ vegna áhugaleysis hennar og er haft eftir eiginmanni dóttur Sanitu að maðurinn hafi oft veitt henni eftirför. Einar Guðberg segir hins vegar í samtali við DV að samband Sanitu og mannsins sé eitthvað sem lögreglan sé ekki „búin að ná utan um“ og ekki verði gefnar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Fjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum fyrir viku síðan. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var annar maður leiddur af vettvangi en hann er nú laus úr haldi lögreglu.Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2, kvöldið eftir árásina.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Hin látna og hinn grunaði áttu í "stuttu persónulegu sambandi“ Konan sem lést eftir líkamsárás í íbúð hennar á Hagamel í gærkvöldi og maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi. 22. september 2017 19:02 Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15 Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32 Íslendingurinn sem handtekinn var í íbúð við Hagamel laus úr haldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sleppt Íslendingi, sem handtekinn var í íbúð við Hagamel í Reykjavík í gærkvöldi, úr haldi. 22. september 2017 16:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Hin látna og hinn grunaði áttu í "stuttu persónulegu sambandi“ Konan sem lést eftir líkamsárás í íbúð hennar á Hagamel í gærkvöldi og maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi. 22. september 2017 19:02
Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15
Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32
Íslendingurinn sem handtekinn var í íbúð við Hagamel laus úr haldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sleppt Íslendingi, sem handtekinn var í íbúð við Hagamel í Reykjavík í gærkvöldi, úr haldi. 22. september 2017 16:01