Max Verstappen og Sebastian Vettel fljótastir á föstudegi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. september 2017 21:30 Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á blautri braut í Malasíu í morgun. Vísir/Getty Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar á æfingunni, 0,757 sekúndum á eftir liðsfélaga sínum. Fernando Alonso sýndi mátt sinn í bleytunni og varð þriðji á McLaren bílnum. Æfingunni seinkaði um hálftíma vegna mikilla rigninga. Pierre Gasly sem tekur sæti Daniil Kvyat um helgina hjá Toro Rosso hafði betur á æfingunni gegn þróunarökumanni Toro Rosso, Sean Gelael. Charles Leclerc hafði betur gegn Pascal Wehrlein, ökumanni Sauber en Leclerc tók sæti Marcus Ericsson hjá Sauber á æfingunni.Pierre Gasly átti góðar æfingar í dag og virðist líða vel innan raða Toro Rosso.Vísir/GettySeinni æfinginKimi Raikkonen á Ferrari varð annar á æfingunni, á eftir liðsfélaga sínum. Laus rist á niðurfalli batt skyndilegan og dramatískan endir á æfinguna. Romain Grosjean keyrði yfir ristina og hvellsprengdi dekk á Haas bílnum og hafnaði á varnarvegg. Æfingin fór fram á þurri braut og því var mikið að gera. Gasly hafði aftur heiðurinn af því að vera fljótari Toro Rosso ökumaðurinn, í þetta sinn hafði hann betur gegn Carlos Sainz. Mercedes menn eru ráðalausir eftir slakt gengi á æfingunni. Lewis Hamilton hafnaði í sjötta sæti en fór út í malagryfju á brautinni eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum. Valtteri Bottas gekk lítið betur, var sjöundi og fékk einnig sinn skammt af torfærum. Ljóst er að tímatakan verður afar spennandi en hún fer fram í fyrramálið og hefst bein útsending frá henni klukkan 8:50 á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni er svo á sunnudag og hefst klukkan 6:30 á Stöð 2 Sport 2.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Abiteboul: Renault ætlar að tryggja sér fimmta sæti Cyril Aboteboul, liðsstjóri Formúlu 1 liðs Renault segir að framleiðandinn ætli að gera allt til að tryggja að báðir bílar liðsins klári allar sex keppninar sem eru eftir á tímabilinu. 22. september 2017 21:00 Pierre Gasly tekur sæti Daniil Kvyat í Malasíu Pierre Gasly mun taka sæti Daniil Kvyat hjá Toro Rosso í malasíska Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer um komandi helgi. 26. september 2017 18:30 Aston Martin verður aðal styrktaraðili Red Bull Bílaframleiðandinn Aston Martin verður aðal styrktaraðili Red Bull liðsins í Formúlu 1 á næsta tímabili. 26. september 2017 06:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar á æfingunni, 0,757 sekúndum á eftir liðsfélaga sínum. Fernando Alonso sýndi mátt sinn í bleytunni og varð þriðji á McLaren bílnum. Æfingunni seinkaði um hálftíma vegna mikilla rigninga. Pierre Gasly sem tekur sæti Daniil Kvyat um helgina hjá Toro Rosso hafði betur á æfingunni gegn þróunarökumanni Toro Rosso, Sean Gelael. Charles Leclerc hafði betur gegn Pascal Wehrlein, ökumanni Sauber en Leclerc tók sæti Marcus Ericsson hjá Sauber á æfingunni.Pierre Gasly átti góðar æfingar í dag og virðist líða vel innan raða Toro Rosso.Vísir/GettySeinni æfinginKimi Raikkonen á Ferrari varð annar á æfingunni, á eftir liðsfélaga sínum. Laus rist á niðurfalli batt skyndilegan og dramatískan endir á æfinguna. Romain Grosjean keyrði yfir ristina og hvellsprengdi dekk á Haas bílnum og hafnaði á varnarvegg. Æfingin fór fram á þurri braut og því var mikið að gera. Gasly hafði aftur heiðurinn af því að vera fljótari Toro Rosso ökumaðurinn, í þetta sinn hafði hann betur gegn Carlos Sainz. Mercedes menn eru ráðalausir eftir slakt gengi á æfingunni. Lewis Hamilton hafnaði í sjötta sæti en fór út í malagryfju á brautinni eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum. Valtteri Bottas gekk lítið betur, var sjöundi og fékk einnig sinn skammt af torfærum. Ljóst er að tímatakan verður afar spennandi en hún fer fram í fyrramálið og hefst bein útsending frá henni klukkan 8:50 á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni er svo á sunnudag og hefst klukkan 6:30 á Stöð 2 Sport 2.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Abiteboul: Renault ætlar að tryggja sér fimmta sæti Cyril Aboteboul, liðsstjóri Formúlu 1 liðs Renault segir að framleiðandinn ætli að gera allt til að tryggja að báðir bílar liðsins klári allar sex keppninar sem eru eftir á tímabilinu. 22. september 2017 21:00 Pierre Gasly tekur sæti Daniil Kvyat í Malasíu Pierre Gasly mun taka sæti Daniil Kvyat hjá Toro Rosso í malasíska Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer um komandi helgi. 26. september 2017 18:30 Aston Martin verður aðal styrktaraðili Red Bull Bílaframleiðandinn Aston Martin verður aðal styrktaraðili Red Bull liðsins í Formúlu 1 á næsta tímabili. 26. september 2017 06:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Abiteboul: Renault ætlar að tryggja sér fimmta sæti Cyril Aboteboul, liðsstjóri Formúlu 1 liðs Renault segir að framleiðandinn ætli að gera allt til að tryggja að báðir bílar liðsins klári allar sex keppninar sem eru eftir á tímabilinu. 22. september 2017 21:00
Pierre Gasly tekur sæti Daniil Kvyat í Malasíu Pierre Gasly mun taka sæti Daniil Kvyat hjá Toro Rosso í malasíska Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer um komandi helgi. 26. september 2017 18:30
Aston Martin verður aðal styrktaraðili Red Bull Bílaframleiðandinn Aston Martin verður aðal styrktaraðili Red Bull liðsins í Formúlu 1 á næsta tímabili. 26. september 2017 06:30