Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KA 3-0 │ Gunnar Heiðar hélt ÍBV á lífi Gabríel Sighvatsson skrifar 30. september 2017 17:30 ÍBV hefur fjórum sinnum áður verið í fallhættu fyrir lokaumferðina. Þeir hafa aldrei fallið í þeirri stöðu. Vísir/Óskar Pétur Friðriksson ÍBV tryggði sæti sitt í Pepsi-deildinni fyrir næsta tímabil með 3-0 sigri á KA í lokaumferðinni og tóku um leið 9. sætið af Fjölni. KA endar í 7. sæti. Eyjamenn voru mun betri aðilinn í dag og sýndu flotta baráttu og spilamennsku og kláruðu dæmið á heimavelli. KA sá aldrei til sólar. Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði tvö mark og þá skoraði varamaðurinn Kaj Leo eitt. Öll mörkin komu í seinni hálfleik ásamt því að Gunnar klúðraði víti þegar Guðmann Þórisson tosaði Shahab niður í teignum og fékk rautt spjald í kjölfarið.Af hverju vann ÍBV? Heimamenn voru staðráðnir í því að vinna leikinn og bjarga sér frá falli. Þeir voru mjög mótiveraðir og mættu klárir til leiks. Agaður varnarleikur og hraðar skyndisóknir skiluðu Eyjamönnum 3 stig og hreinu búri og var það virkilega verðskuldað.Hverjir stóðu upp úr? Gunnar Heiðar, sem hefur verið frábær fyrir Eyjamenn, var maður leiksins. Hann klúðraði víti en bætti upp fyrir það með tveimur mörkum og kom sér þar með í 10 marka klúbbinn í deildinni. David Atkinson batt vörnina vel saman og Derby var nokkuð öruggur í dag. Sindri Snær var flottur á miðjunni eins og ávallt. Kaj Leo kom mjög stekur inn af bekknum og rak endahnútinn á leikinn með marki undir lokin.Hvað gekk illa? Það vantaði baráttu í gestina sem voru undir í mörgum þáttum leiksins. Þeir voru of opnir í vörninni þegar ÍBV hóf skyndisóknir sínar og þá var sóknarleikurinn ekki á pari. Eftir að KA lenti manni undir var þetta orðið vonlaust. ÍBV hélt áfram að opna þá og uppskáru tvö mörk í viðbót og tryggðu sér þrjú stig.Hvað gerist næst? Íslandsmótið 2017 er búið. ÍBV bjargaði sér frá falli í síðustu umferðinni og enda í 9. sæti deildarinnar eins og í fyrra. Nýliðarnir í KA geta verið ánægðir með sinn árangur en 7. sæti er alls ekki slakt fyrir lið sem er að spila sitt fyrsta tímabil í efstu deild í nokkurn tíma.Gunnar Heiðar var á skotskónum í dagVísir/Hafliði BreiðfjörðGunnar Heiðar Þorvaldsson endaði sem markahæsti leikmaður ÍBV eftir mótið með 10 mörk. „Ég er bara mjög ánægður, við spiluðum mjög vel í dag og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum að gera. Ég hafði engar áhyggjur af þessu, án gríns, þú getur rætt við hvern sem er hérna í Vestmannaeyjum að ég var búinn að segja „3-0 og ég skora tvö,“ og það var einmitt það sem gerðist í dag. „Við gerum bara okkar og þá vinnum við þetta lið, við erum búnir að vera með þetta í okkar höndum í svolítinn tíma en við Vestmannaeyingar viljum alltaf hafa smá spennu í þessu og sem betur fer vorum við betri í dag.“ sagði Gunnar sem hefði getað skorað þrennu í leiknum. „Ég hefði getað skorað þrjú, þetta er annað víti sem ég klúðra á ævinni, hitt var á móti Fenerbahçe. Ég sá að markmaðurinn var farinn en ég rann aðeins þegar ég stoppaði en ég ætlaði ekki að fara útaf fyrr en ég myndi skora annað og bæta upp fyrir þetta.“ Gunnar var mjög ánægður með sumarið hjá sér og liðinu. „Ég er bara þvílíkt ánægður með sumarið. Að geta staðið upp sem bikarmeistarar og í Pepsi-deildinni 2018. Ég var með nokkur markmið fyrir tímabilið. Ég ætlaði að vinna bikar, skora 10 mörk eða fleiri og þagga niður í gagnrýnisröddunum, hvort sem það var í bænum eða jafnvel í Vestmannaeyjum. Það er alveg ótrúlegt að mitt fólk sé að gagnrýna mann og halda að maður sé að koma hingað sem eitthvað gamalt „legend“ en ég ætlaði að sýna að það er nóg til eftir.“ „Maggi Steindórs, hann er með Axel Ó. hérna og það eru nokkrir sem geta farið þangað á mánudaginn, keypt sér sokkapör og troðið þeim upp í sig.“ sagði Gunnar hress að lokum.Srdjan Tufegdzic hefur þjálfað KA síðan í ágúst 2015visir/stefánSrdjan Tufegdzic, þjálfari KA, var vonsvikinn með síðasta leikinn á mótinu. „Mikil vonbrigði, við höfðum tækifæri á að hoppa upp í 4. sæti, ég var að sjá að KR tapaði. Við mætum bara ekki til leiks, hugur okkar var alveg rangur til að mæta með í svona leik.“ „Mér fannst bara enginn fókus í mínu liði, leikurinn byrjaði og endaði á svipaðan hátt. Við náum engan veginn upp spili okkar, taktík og leikstíl sem við höfum sýnt í allt sumar.“ „Þetta eru bara vonbrigði, ég ætla að reyna að gleyma þessu sem fyrst. Mótið er búið og heilt yfir stóðum við okkur vel á þessu tímabili, í fyrsta skipti í úrvalsdeild í 13 ár.“ Guðmann Þórisson var rekinn út af í seinni hálfleik fyrir brot innan teigs. „Ég vildi að dómarinn myndi lesa þetta aðeins betur og hafa tilfinningu útaf Guðmann var á spjaldi. Þetta var 50/50 bolti og mér fannst óþarfi að reka hann útaf. Vítið breytti ekki miklu nema við vorum færri í svolítið langan tíma í leiknum en miðað við hvernig við mættum til leiks áttum við ekkert skilið.“ En er 7. sæti ekki bara ágæt niðurstaða fyrir nýliða? „Ég held að þetta sé ágætt, þetta er raunveruleikinn fyrir okkur. Við erum svolítið eftir hinum liðunum á mörgum sviðum. Við vorum að spila vel í mörgum leikjum og ég hefði viljað örlítið betri úrslit í sumum leikjum. Mín persónulegu markmið voru topp 5 og ég get alveg séð liðið þar en svona er þetta og það er margt jákvætt til að byggja ofan á.“ Túfa mun halda áfram með liðið á næsta tímabili. „Ég er samningsbundinn og ég er KA maður. Ég reikna með að halda áfram með liðið. Ég veit af áhuga annarra liða sem sýnir bara að við erum að gera eitthvað rétt og það eru spennandi tímar framundan.“Kristján GuðmundssonVÍSIR/eyþórKristján Guðmundsson var ánægður með lokaleikinn. „Við spiluðum feykilega góðan leik, við gætum unnið hvaða lið sem er í deildinni í dag. Við vorum þvílíkt tilbúnir í leikinn, skipulagið var gott og strákarnir fylgdu því vel eftir. Við þurftum að laga einn hlut í varnarleiknum í hálfleik og það small. Við hefðum getað skorað líka í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var góður en ég er alveg viss um að við hefðum unnið hvaða lið sem er í dag.“ Kristján hafði ekki miklar áhyggjur fyrir leik um að hans lið gæti fallið um deild. „Þótt það liti út fyrir leik að niðurstaðan gæti orðið einhver önnur en við endum í 9. sæti og stigin eru alltaf talin í lokin. Við enduðum líka í 9. sæti í fyrra en unnum bikarinn og erum þannig að taka skref fram á við,“ Þá sagði hann að tímabilið hefði verið gott í heild sinni. „Við erum ánægðir með mjög margt, við erum samt svolítið skrykkjóttir í frammistöðu en það kemur bara þegar maður fer að læra inn á leikmennina og þekkja þeirra bresti og styrkleika. Við vildum losna við falldrauginn sem tókst ekki alveg en það er ljóst að við viljum ekki upplifa þessa viku aftur.“ Kristján gaf í skyn að hann myndi halda áfram með liðið á næsta tímabili. „Maður kemst ekkert héðan, það er einungis fuglinn fljúgandi sem kemst eitthvert annars eru allir bara fastir. Ef launahækkunin er samþykkt þá sýnist mér þetta allt ganga upp.“ Pepsi Max-deild karla
ÍBV tryggði sæti sitt í Pepsi-deildinni fyrir næsta tímabil með 3-0 sigri á KA í lokaumferðinni og tóku um leið 9. sætið af Fjölni. KA endar í 7. sæti. Eyjamenn voru mun betri aðilinn í dag og sýndu flotta baráttu og spilamennsku og kláruðu dæmið á heimavelli. KA sá aldrei til sólar. Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði tvö mark og þá skoraði varamaðurinn Kaj Leo eitt. Öll mörkin komu í seinni hálfleik ásamt því að Gunnar klúðraði víti þegar Guðmann Þórisson tosaði Shahab niður í teignum og fékk rautt spjald í kjölfarið.Af hverju vann ÍBV? Heimamenn voru staðráðnir í því að vinna leikinn og bjarga sér frá falli. Þeir voru mjög mótiveraðir og mættu klárir til leiks. Agaður varnarleikur og hraðar skyndisóknir skiluðu Eyjamönnum 3 stig og hreinu búri og var það virkilega verðskuldað.Hverjir stóðu upp úr? Gunnar Heiðar, sem hefur verið frábær fyrir Eyjamenn, var maður leiksins. Hann klúðraði víti en bætti upp fyrir það með tveimur mörkum og kom sér þar með í 10 marka klúbbinn í deildinni. David Atkinson batt vörnina vel saman og Derby var nokkuð öruggur í dag. Sindri Snær var flottur á miðjunni eins og ávallt. Kaj Leo kom mjög stekur inn af bekknum og rak endahnútinn á leikinn með marki undir lokin.Hvað gekk illa? Það vantaði baráttu í gestina sem voru undir í mörgum þáttum leiksins. Þeir voru of opnir í vörninni þegar ÍBV hóf skyndisóknir sínar og þá var sóknarleikurinn ekki á pari. Eftir að KA lenti manni undir var þetta orðið vonlaust. ÍBV hélt áfram að opna þá og uppskáru tvö mörk í viðbót og tryggðu sér þrjú stig.Hvað gerist næst? Íslandsmótið 2017 er búið. ÍBV bjargaði sér frá falli í síðustu umferðinni og enda í 9. sæti deildarinnar eins og í fyrra. Nýliðarnir í KA geta verið ánægðir með sinn árangur en 7. sæti er alls ekki slakt fyrir lið sem er að spila sitt fyrsta tímabil í efstu deild í nokkurn tíma.Gunnar Heiðar var á skotskónum í dagVísir/Hafliði BreiðfjörðGunnar Heiðar Þorvaldsson endaði sem markahæsti leikmaður ÍBV eftir mótið með 10 mörk. „Ég er bara mjög ánægður, við spiluðum mjög vel í dag og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum að gera. Ég hafði engar áhyggjur af þessu, án gríns, þú getur rætt við hvern sem er hérna í Vestmannaeyjum að ég var búinn að segja „3-0 og ég skora tvö,“ og það var einmitt það sem gerðist í dag. „Við gerum bara okkar og þá vinnum við þetta lið, við erum búnir að vera með þetta í okkar höndum í svolítinn tíma en við Vestmannaeyingar viljum alltaf hafa smá spennu í þessu og sem betur fer vorum við betri í dag.“ sagði Gunnar sem hefði getað skorað þrennu í leiknum. „Ég hefði getað skorað þrjú, þetta er annað víti sem ég klúðra á ævinni, hitt var á móti Fenerbahçe. Ég sá að markmaðurinn var farinn en ég rann aðeins þegar ég stoppaði en ég ætlaði ekki að fara útaf fyrr en ég myndi skora annað og bæta upp fyrir þetta.“ Gunnar var mjög ánægður með sumarið hjá sér og liðinu. „Ég er bara þvílíkt ánægður með sumarið. Að geta staðið upp sem bikarmeistarar og í Pepsi-deildinni 2018. Ég var með nokkur markmið fyrir tímabilið. Ég ætlaði að vinna bikar, skora 10 mörk eða fleiri og þagga niður í gagnrýnisröddunum, hvort sem það var í bænum eða jafnvel í Vestmannaeyjum. Það er alveg ótrúlegt að mitt fólk sé að gagnrýna mann og halda að maður sé að koma hingað sem eitthvað gamalt „legend“ en ég ætlaði að sýna að það er nóg til eftir.“ „Maggi Steindórs, hann er með Axel Ó. hérna og það eru nokkrir sem geta farið þangað á mánudaginn, keypt sér sokkapör og troðið þeim upp í sig.“ sagði Gunnar hress að lokum.Srdjan Tufegdzic hefur þjálfað KA síðan í ágúst 2015visir/stefánSrdjan Tufegdzic, þjálfari KA, var vonsvikinn með síðasta leikinn á mótinu. „Mikil vonbrigði, við höfðum tækifæri á að hoppa upp í 4. sæti, ég var að sjá að KR tapaði. Við mætum bara ekki til leiks, hugur okkar var alveg rangur til að mæta með í svona leik.“ „Mér fannst bara enginn fókus í mínu liði, leikurinn byrjaði og endaði á svipaðan hátt. Við náum engan veginn upp spili okkar, taktík og leikstíl sem við höfum sýnt í allt sumar.“ „Þetta eru bara vonbrigði, ég ætla að reyna að gleyma þessu sem fyrst. Mótið er búið og heilt yfir stóðum við okkur vel á þessu tímabili, í fyrsta skipti í úrvalsdeild í 13 ár.“ Guðmann Þórisson var rekinn út af í seinni hálfleik fyrir brot innan teigs. „Ég vildi að dómarinn myndi lesa þetta aðeins betur og hafa tilfinningu útaf Guðmann var á spjaldi. Þetta var 50/50 bolti og mér fannst óþarfi að reka hann útaf. Vítið breytti ekki miklu nema við vorum færri í svolítið langan tíma í leiknum en miðað við hvernig við mættum til leiks áttum við ekkert skilið.“ En er 7. sæti ekki bara ágæt niðurstaða fyrir nýliða? „Ég held að þetta sé ágætt, þetta er raunveruleikinn fyrir okkur. Við erum svolítið eftir hinum liðunum á mörgum sviðum. Við vorum að spila vel í mörgum leikjum og ég hefði viljað örlítið betri úrslit í sumum leikjum. Mín persónulegu markmið voru topp 5 og ég get alveg séð liðið þar en svona er þetta og það er margt jákvætt til að byggja ofan á.“ Túfa mun halda áfram með liðið á næsta tímabili. „Ég er samningsbundinn og ég er KA maður. Ég reikna með að halda áfram með liðið. Ég veit af áhuga annarra liða sem sýnir bara að við erum að gera eitthvað rétt og það eru spennandi tímar framundan.“Kristján GuðmundssonVÍSIR/eyþórKristján Guðmundsson var ánægður með lokaleikinn. „Við spiluðum feykilega góðan leik, við gætum unnið hvaða lið sem er í deildinni í dag. Við vorum þvílíkt tilbúnir í leikinn, skipulagið var gott og strákarnir fylgdu því vel eftir. Við þurftum að laga einn hlut í varnarleiknum í hálfleik og það small. Við hefðum getað skorað líka í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var góður en ég er alveg viss um að við hefðum unnið hvaða lið sem er í dag.“ Kristján hafði ekki miklar áhyggjur fyrir leik um að hans lið gæti fallið um deild. „Þótt það liti út fyrir leik að niðurstaðan gæti orðið einhver önnur en við endum í 9. sæti og stigin eru alltaf talin í lokin. Við enduðum líka í 9. sæti í fyrra en unnum bikarinn og erum þannig að taka skref fram á við,“ Þá sagði hann að tímabilið hefði verið gott í heild sinni. „Við erum ánægðir með mjög margt, við erum samt svolítið skrykkjóttir í frammistöðu en það kemur bara þegar maður fer að læra inn á leikmennina og þekkja þeirra bresti og styrkleika. Við vildum losna við falldrauginn sem tókst ekki alveg en það er ljóst að við viljum ekki upplifa þessa viku aftur.“ Kristján gaf í skyn að hann myndi halda áfram með liðið á næsta tímabili. „Maður kemst ekkert héðan, það er einungis fuglinn fljúgandi sem kemst eitthvert annars eru allir bara fastir. Ef launahækkunin er samþykkt þá sýnist mér þetta allt ganga upp.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti