Haniye vísað úr landi á fimmtudag: „Með engu móti búið þó að þau fari út“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. september 2017 14:30 Haniye í afmælinu sínu á Klambratúni í byrjun ágústmánaðar. vísir/laufey elíasdóttir Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki verður vísað úr landi á fimmtudag. Abrahim var tilkynnt þetta á fundi hjá Útlendingastofnun í morgun. Guðmundur Karl Karlsson, vinur feðginanna, segir málinu ekki lokið þó þau verði flutt úr landi þar sem fyrir liggur að margir þingmenn vilji bjóða þeim ríkisborgararétt. „Við erum bæði sorgmædd og reið. Þetta er svo ótrúlega rangt. Það sjá það allir, það vita það allir, en samt sjá stjórnvöld sér ekki fært að breyta rétt, gera rétt. Gera það rétta í stöðunni,“ segir Guðmundur Karl í samtali við Vísi. Mál Haniye og Abrahim hefur vakið mikla athygli undanfarið en þúsundir skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að þau fengju hæli hér á landi auk þess sem fjöldi fólks kom saman á Klambratúni í ágúst og fagnaði afmæli Haniye í byrjun ágúst. Hún á ekki afmæli fyrr en í október en vildi halda upp á afmælið hér á landi áður en henni og pabba hennar yrði vísað úr landi. Þá var boðað til mótmæla á Austurvelli um helgina þar sem brottvísunum hennar og flóttastúlkunnar Mary var mótmælt.Sjá einnig: Fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna brottvísana ungu stúlknanna Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist hún í Íran árið 2005 þar sem afganskir flóttamenn hafa afar takmörkuð borgaraleg réttindi. Haniye er til að mynda ríkisfangslaus. „Ég veit ekki betur en að fundurinn hafi verið boðaður í dag, sem verður að teljast mjög óvenjulegt. En ég fékk ekki að vita af honum nema tveimur tímum áður en hann átti að byrja. Ég sótti hann og við fórum á fundinn ásamt lögfræðingi,“ segir Guðmundur Karl.Haniye og faðir hennar voru brosmild á svip í afmælinu.Vísir/Laufey Elíasdóttir„Fyrir einhver mistök þá bíður lögfræðingurinn uppi á meðan fundurinn fer fram niðri. Hún kynnti sig og var beðin að bíða uppi. þetta var mjög skrítið allt saman. Svo er dagsetningin sett og þá er það á fimmtudaginn.“Skuggalegt og skrítið Guðmundur segist ekki muna eftir máli sem hafi verið afgreitt með svo miklum hraði. Yfirleitt líði um mánuður frá því að ákveðið er að vísa fólki úr landi þar til dagsetning er ákveðin. Nú séu bara liðnir örfáir dagar, en þeim var tilkynnt um brottvísunina þann 4. September eða fyrir viku síðan. „Þetta er mjög skuggalegt. Það er eitthvað skrítið við þetta. Eins og við vitum þá er mikið álag á lögreglunni og Útlendingastofnun og fleirum. Oftar en ekki er biðlisti. það er stórfurðulegt að það sé hægt að framkvæma þetta einn tveir og þrír.“ Hann segir þó ekki svo einfalt að máli þeirra feðgina sé lokið ef þeim verði vísað úr landi. Fyrir liggi að þingmenn Samfylkingarinnar hyggist leggja fram frumvarp sem veiti þeim ríkisborgararétt. „Eina sem getur stöðvað þetta núna, þessa brottvísun, er Útlendingastofnun eða kærunefnd. Ég veit ekki til þess að nokkur annar geti gert það en þetta er með engu móti búið þó að þau fari út, við höldum áfram. Þetta mál fer líklega í gegnum þingið, sem við vonum að það geri. Ekki bara fyrir þau heldur til að skerpa línurnar í þessum málum. Þá vonandi koma þau til baka, en til hvers að láta þau gera það?“ Flóttamenn Tengdar fréttir Formaður Samfylkingarinnar segir ómannúðlegt að taka ekki við ungum flóttastúlkum Íslensk stjórnvöld ætla að senda tvær ungar stúlkur sem leituðu hælis hér úr landi. 4. september 2017 20:08 Fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna brottvísana ungu stúlknanna Til stendur að vísa hinni ellefu ára gömlu Haniye og hinni átta ára gömlu Mary ásamt fjölskyldum úr landi. Þær voru báðar fæddar á flótta. 9. september 2017 15:30 Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46 Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29 Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki verður vísað úr landi á fimmtudag. Abrahim var tilkynnt þetta á fundi hjá Útlendingastofnun í morgun. Guðmundur Karl Karlsson, vinur feðginanna, segir málinu ekki lokið þó þau verði flutt úr landi þar sem fyrir liggur að margir þingmenn vilji bjóða þeim ríkisborgararétt. „Við erum bæði sorgmædd og reið. Þetta er svo ótrúlega rangt. Það sjá það allir, það vita það allir, en samt sjá stjórnvöld sér ekki fært að breyta rétt, gera rétt. Gera það rétta í stöðunni,“ segir Guðmundur Karl í samtali við Vísi. Mál Haniye og Abrahim hefur vakið mikla athygli undanfarið en þúsundir skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að þau fengju hæli hér á landi auk þess sem fjöldi fólks kom saman á Klambratúni í ágúst og fagnaði afmæli Haniye í byrjun ágúst. Hún á ekki afmæli fyrr en í október en vildi halda upp á afmælið hér á landi áður en henni og pabba hennar yrði vísað úr landi. Þá var boðað til mótmæla á Austurvelli um helgina þar sem brottvísunum hennar og flóttastúlkunnar Mary var mótmælt.Sjá einnig: Fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna brottvísana ungu stúlknanna Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist hún í Íran árið 2005 þar sem afganskir flóttamenn hafa afar takmörkuð borgaraleg réttindi. Haniye er til að mynda ríkisfangslaus. „Ég veit ekki betur en að fundurinn hafi verið boðaður í dag, sem verður að teljast mjög óvenjulegt. En ég fékk ekki að vita af honum nema tveimur tímum áður en hann átti að byrja. Ég sótti hann og við fórum á fundinn ásamt lögfræðingi,“ segir Guðmundur Karl.Haniye og faðir hennar voru brosmild á svip í afmælinu.Vísir/Laufey Elíasdóttir„Fyrir einhver mistök þá bíður lögfræðingurinn uppi á meðan fundurinn fer fram niðri. Hún kynnti sig og var beðin að bíða uppi. þetta var mjög skrítið allt saman. Svo er dagsetningin sett og þá er það á fimmtudaginn.“Skuggalegt og skrítið Guðmundur segist ekki muna eftir máli sem hafi verið afgreitt með svo miklum hraði. Yfirleitt líði um mánuður frá því að ákveðið er að vísa fólki úr landi þar til dagsetning er ákveðin. Nú séu bara liðnir örfáir dagar, en þeim var tilkynnt um brottvísunina þann 4. September eða fyrir viku síðan. „Þetta er mjög skuggalegt. Það er eitthvað skrítið við þetta. Eins og við vitum þá er mikið álag á lögreglunni og Útlendingastofnun og fleirum. Oftar en ekki er biðlisti. það er stórfurðulegt að það sé hægt að framkvæma þetta einn tveir og þrír.“ Hann segir þó ekki svo einfalt að máli þeirra feðgina sé lokið ef þeim verði vísað úr landi. Fyrir liggi að þingmenn Samfylkingarinnar hyggist leggja fram frumvarp sem veiti þeim ríkisborgararétt. „Eina sem getur stöðvað þetta núna, þessa brottvísun, er Útlendingastofnun eða kærunefnd. Ég veit ekki til þess að nokkur annar geti gert það en þetta er með engu móti búið þó að þau fari út, við höldum áfram. Þetta mál fer líklega í gegnum þingið, sem við vonum að það geri. Ekki bara fyrir þau heldur til að skerpa línurnar í þessum málum. Þá vonandi koma þau til baka, en til hvers að láta þau gera það?“
Flóttamenn Tengdar fréttir Formaður Samfylkingarinnar segir ómannúðlegt að taka ekki við ungum flóttastúlkum Íslensk stjórnvöld ætla að senda tvær ungar stúlkur sem leituðu hælis hér úr landi. 4. september 2017 20:08 Fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna brottvísana ungu stúlknanna Til stendur að vísa hinni ellefu ára gömlu Haniye og hinni átta ára gömlu Mary ásamt fjölskyldum úr landi. Þær voru báðar fæddar á flótta. 9. september 2017 15:30 Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46 Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29 Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir ómannúðlegt að taka ekki við ungum flóttastúlkum Íslensk stjórnvöld ætla að senda tvær ungar stúlkur sem leituðu hælis hér úr landi. 4. september 2017 20:08
Fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna brottvísana ungu stúlknanna Til stendur að vísa hinni ellefu ára gömlu Haniye og hinni átta ára gömlu Mary ásamt fjölskyldum úr landi. Þær voru báðar fæddar á flótta. 9. september 2017 15:30
Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46
Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29
Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00