Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu frestað um hálft ár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2017 09:46 Ferðamenn á Þingvöllum sem greiddu líklega flestir ellefu prósent virðisaukaskatt. vísir/pjetur Fyrirhugaðri hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustutengd starfsemi verður frestað um hálft ár og mun taka gildi 1. janúar 2019. Hækkkunin, sem átti að taka gildi, 1. júlí næstkomandi, hafði verið harðlega gagnrýnd. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjárlögum fyrir árið 2018 sem kynnt voru í dag en í fjármálaáætlun var stefnt að því að færa gistiþjónustu og aðra ferðaþjónustutengda starfsemi úr neðra þrepi í almennt þrep virðisaukaskatts þann 1. júlí 2018. Við upphaf ársins 2019 mun hið almenna þrep virðisaukaskattsins lækka úr 24 prósent í 22,5 prósent. Sjá einnig: Gert ráð fyrir 44 milljarða króna afgangi Áformin höfðu verði gagnrýnd nokkuð harðlega af hagsmunaaðilum innan ferðaþjónustunnar. Vöruðu samtök ferðaþjónustunnar við því að afkoma fyrirtækja í greininni færi hratt versnandi. Þá var tímasetning breytinganna, um mitt sumar á miðjum háannatíma ferðaþjónustunnar gagnrýnd. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að með því að fresta hækkuninni um hálft ár sé verið að koma til móts við þessa gagnrýni.„Með þessu uppleggi erum við að koma til móts við gagnrýni sem kom við umfjöllun um fjármálaáætlun, einkum hversu flókið það er að breyta um skattþrep tvisvar á hálfu ári,“ segir Benedikt. Ferðamennska á Íslandi Fjárlög Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26 „Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi“ Samtök ferðaþjónustunnar segja að fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á fyrirtæki í ferðaþjónustu fari gegn lögum um opinber fjármál og gangi í berhögg við sjónarmið um meðalhóf við hækkun skatta. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afkomu fyrirtækja í greininni fara hratt versnandi. 28. apríl 2017 19:00 Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Fyrirhugaðri hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustutengd starfsemi verður frestað um hálft ár og mun taka gildi 1. janúar 2019. Hækkkunin, sem átti að taka gildi, 1. júlí næstkomandi, hafði verið harðlega gagnrýnd. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjárlögum fyrir árið 2018 sem kynnt voru í dag en í fjármálaáætlun var stefnt að því að færa gistiþjónustu og aðra ferðaþjónustutengda starfsemi úr neðra þrepi í almennt þrep virðisaukaskatts þann 1. júlí 2018. Við upphaf ársins 2019 mun hið almenna þrep virðisaukaskattsins lækka úr 24 prósent í 22,5 prósent. Sjá einnig: Gert ráð fyrir 44 milljarða króna afgangi Áformin höfðu verði gagnrýnd nokkuð harðlega af hagsmunaaðilum innan ferðaþjónustunnar. Vöruðu samtök ferðaþjónustunnar við því að afkoma fyrirtækja í greininni færi hratt versnandi. Þá var tímasetning breytinganna, um mitt sumar á miðjum háannatíma ferðaþjónustunnar gagnrýnd. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að með því að fresta hækkuninni um hálft ár sé verið að koma til móts við þessa gagnrýni.„Með þessu uppleggi erum við að koma til móts við gagnrýni sem kom við umfjöllun um fjármálaáætlun, einkum hversu flókið það er að breyta um skattþrep tvisvar á hálfu ári,“ segir Benedikt.
Ferðamennska á Íslandi Fjárlög Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26 „Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi“ Samtök ferðaþjónustunnar segja að fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á fyrirtæki í ferðaþjónustu fari gegn lögum um opinber fjármál og gangi í berhögg við sjónarmið um meðalhóf við hækkun skatta. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afkomu fyrirtækja í greininni fara hratt versnandi. 28. apríl 2017 19:00 Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00
Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26
„Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi“ Samtök ferðaþjónustunnar segja að fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á fyrirtæki í ferðaþjónustu fari gegn lögum um opinber fjármál og gangi í berhögg við sjónarmið um meðalhóf við hækkun skatta. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afkomu fyrirtækja í greininni fara hratt versnandi. 28. apríl 2017 19:00
Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32