Nýir leikendur á fjármálamarkaði Friðrik Þór Snorrason skrifar 13. september 2017 07:00 Á næsta ári taka gildi innan ESB ný lög um greiðsluþjónustu (e. PSD2) sem eru nokkuð byltingarkennd. Með tilkomu PSD2 er verið að greina á milli framleiðslu og dreifingar fjármálaþjónustu. Í raun er verið að opna markaðinn með svipuðu móti og gert var með fjarskiptamarkaðinn á tíunda áratug síðustu aldar. Opnun fjarskiptamarkaðarins hafði gríðarleg áhrif á vöruframboð og verð fjarskiptaþjónustu innan Evrópu. Þannig minnkaði markaðshlutdeild gömlu ríkisreknu símafyrirtækjanna víðast hvar um helming eða meira og einingarverð að meðaltali um meira en 60%. Það væri hins vegar óráðlegt að heimfæra þróunina af fjarskiptamarkaði 100% yfir á fjármálamarkaðinn þar sem mun meiri samkeppni hefur ríkt á fjármálamarkaði en var við opnun fjarskiptamarkaðarins og sölu ríkissímafyrirtækja til einkaaðila. Sérfræðingar spá því þó að breytingin verði mikil. Þannig eigi leikendum í greiðslumiðlun eftir að fjölga og þeir muni byggja viðskiptamódel sín á allt öðrum tekjugrunni en bankar og kortafyrirtæki gera í dag. Í stað þess að treysta á tekjur af færslugjöldum, árgjöldum, kortalánum og yfirdráttarvöxtum munu hinir nýju leikendur líklega byggja viðskiptamódel sín á vinnslu og notkun gagna (t.d. auglýsingar sem birtast með reikningsyfirlitum). Því má búast við að færslu- og þóknunargjöld banka verði undir þrýstingi á komandi árum og hafa sérfræðingar spáð því að þau gætu lækkað frá 40% upp í 80%, en þessar tekjur eru um 20-25% af tekjum viðskiptabanka innan Evrópu.Fjórar sviðsmyndir Ef við spyrjum okkur hverjir nýju leikendurnir á fjármálamarkaðnum gætu orðið, þá er gott við skoða það út frá tveimur víddum. Í fyrsta lagi, hvort leikendur á markaðnum verði fyrst og fremst innlendir aðilar eða hvort markaðurinn einkennist í auknum mæli af því að til sé að verða einn sameiginlegur markaður fyrir greiðsluþjónustu innan EES. Í öðru lagi hvort leikendur á markaði verði áfram fyrst og fremst hefðbundin fjármálafyrirtæki eða hvort nýir leikendur byrji að skapa sér stöðu á greiðslumarkaðnum eftir að PSD2 tekur gildi. Út frá þessum tveimur víddum má sjá fyrir sér fjórar sviðsmyndir: Óbreyttur markaður þar sem núverandi leikendur, bankar og færsluhirðar, verða áfram allsráðandi í veitingu greiðsluþjónustu. Opinn innlendur markaður þar sem nýir innlendir leikendur, sprotafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki eða jafnvel verslunarkeðjur byrja að marka sér stöðu á markaðnum. Opinn alþjóðlegur markaður þar sem erlend fjártæknifyrirtæki, tæknifyrirtæki og netverslanir byrja að bjóða greiðsluþjónustu hér á landi. Stórir alþjóðlegir bankar verða allsráðandi á markaði hér á landi sem erlendis.Með tilkomu PSD2 er líklegt að nýir leikendur á íslenska greiðslumarkaðnum verði til að byrja með fyrst og fremst innlendir. Íslensk sprotafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki og verslunarkeðjur munu eflaust prófa sig áfram með nýstárlegar PSD2 tengdar þjónustur. Mjög fljótlega er hins vegar líklegt að erlend stórfyrirtæki byrji einnig að bjóða þjónustu sína á Íslandi. Til langtíma stendur íslenskum fjármálafyrirtækjum mun meiri ógn af erlendum stórfyrirtækjum á borð við Amazon Pay, PayPal, AliPay eða Apple Pay en nýjum innlendum samkeppnisaðilum. Tæknirisarnir eru sérfræðingar í að nýta gögn og ljóst að þau munu nýta fjárhagsgögn sem PSD2 veitir aðgengi að til að samtvinna við gnótt annarra gagna sem þau búa yfir til að selja aðra þjónustu til neytenda og fyrirtækja. Færa má þó rök fyrir því að PSD2 og ný reglugerð um persónuvernd jafni í raun samkeppnisstöðu fjármálafyrirtækja gagnvart netrisunum, enda munu þessi fyrirtæki einnig þurfa að opna sýnar gagnalindir fyrir fjármálafyrirtækjunum hafi þau aflað samþykkis viðkomandi viðskiptavinar. Í næsta pistli verður einmitt fjallað um PSD2, nýja reglugerð um persónuvernd og aðgengi þriðja aðila að fjárhagsgögnum. Lengri útgáfu af greininni er að finna á rb.is.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Skoðun Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á næsta ári taka gildi innan ESB ný lög um greiðsluþjónustu (e. PSD2) sem eru nokkuð byltingarkennd. Með tilkomu PSD2 er verið að greina á milli framleiðslu og dreifingar fjármálaþjónustu. Í raun er verið að opna markaðinn með svipuðu móti og gert var með fjarskiptamarkaðinn á tíunda áratug síðustu aldar. Opnun fjarskiptamarkaðarins hafði gríðarleg áhrif á vöruframboð og verð fjarskiptaþjónustu innan Evrópu. Þannig minnkaði markaðshlutdeild gömlu ríkisreknu símafyrirtækjanna víðast hvar um helming eða meira og einingarverð að meðaltali um meira en 60%. Það væri hins vegar óráðlegt að heimfæra þróunina af fjarskiptamarkaði 100% yfir á fjármálamarkaðinn þar sem mun meiri samkeppni hefur ríkt á fjármálamarkaði en var við opnun fjarskiptamarkaðarins og sölu ríkissímafyrirtækja til einkaaðila. Sérfræðingar spá því þó að breytingin verði mikil. Þannig eigi leikendum í greiðslumiðlun eftir að fjölga og þeir muni byggja viðskiptamódel sín á allt öðrum tekjugrunni en bankar og kortafyrirtæki gera í dag. Í stað þess að treysta á tekjur af færslugjöldum, árgjöldum, kortalánum og yfirdráttarvöxtum munu hinir nýju leikendur líklega byggja viðskiptamódel sín á vinnslu og notkun gagna (t.d. auglýsingar sem birtast með reikningsyfirlitum). Því má búast við að færslu- og þóknunargjöld banka verði undir þrýstingi á komandi árum og hafa sérfræðingar spáð því að þau gætu lækkað frá 40% upp í 80%, en þessar tekjur eru um 20-25% af tekjum viðskiptabanka innan Evrópu.Fjórar sviðsmyndir Ef við spyrjum okkur hverjir nýju leikendurnir á fjármálamarkaðnum gætu orðið, þá er gott við skoða það út frá tveimur víddum. Í fyrsta lagi, hvort leikendur á markaðnum verði fyrst og fremst innlendir aðilar eða hvort markaðurinn einkennist í auknum mæli af því að til sé að verða einn sameiginlegur markaður fyrir greiðsluþjónustu innan EES. Í öðru lagi hvort leikendur á markaði verði áfram fyrst og fremst hefðbundin fjármálafyrirtæki eða hvort nýir leikendur byrji að skapa sér stöðu á greiðslumarkaðnum eftir að PSD2 tekur gildi. Út frá þessum tveimur víddum má sjá fyrir sér fjórar sviðsmyndir: Óbreyttur markaður þar sem núverandi leikendur, bankar og færsluhirðar, verða áfram allsráðandi í veitingu greiðsluþjónustu. Opinn innlendur markaður þar sem nýir innlendir leikendur, sprotafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki eða jafnvel verslunarkeðjur byrja að marka sér stöðu á markaðnum. Opinn alþjóðlegur markaður þar sem erlend fjártæknifyrirtæki, tæknifyrirtæki og netverslanir byrja að bjóða greiðsluþjónustu hér á landi. Stórir alþjóðlegir bankar verða allsráðandi á markaði hér á landi sem erlendis.Með tilkomu PSD2 er líklegt að nýir leikendur á íslenska greiðslumarkaðnum verði til að byrja með fyrst og fremst innlendir. Íslensk sprotafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki og verslunarkeðjur munu eflaust prófa sig áfram með nýstárlegar PSD2 tengdar þjónustur. Mjög fljótlega er hins vegar líklegt að erlend stórfyrirtæki byrji einnig að bjóða þjónustu sína á Íslandi. Til langtíma stendur íslenskum fjármálafyrirtækjum mun meiri ógn af erlendum stórfyrirtækjum á borð við Amazon Pay, PayPal, AliPay eða Apple Pay en nýjum innlendum samkeppnisaðilum. Tæknirisarnir eru sérfræðingar í að nýta gögn og ljóst að þau munu nýta fjárhagsgögn sem PSD2 veitir aðgengi að til að samtvinna við gnótt annarra gagna sem þau búa yfir til að selja aðra þjónustu til neytenda og fyrirtækja. Færa má þó rök fyrir því að PSD2 og ný reglugerð um persónuvernd jafni í raun samkeppnisstöðu fjármálafyrirtækja gagnvart netrisunum, enda munu þessi fyrirtæki einnig þurfa að opna sýnar gagnalindir fyrir fjármálafyrirtækjunum hafi þau aflað samþykkis viðkomandi viðskiptavinar. Í næsta pistli verður einmitt fjallað um PSD2, nýja reglugerð um persónuvernd og aðgengi þriðja aðila að fjárhagsgögnum. Lengri útgáfu af greininni er að finna á rb.is.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun