Stofnendur United Silicon út í kuldann Haraldur Guðmundsson skrifar 13. september 2017 06:00 Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og hluthafi kísilversins, segir ekkert hæft í fullyrðingum stjórnar United Silicon um að hann hafi stundað stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. vísir/eyþór Útlit er fyrir að stjórn United Silicon muni einungis verða skipuð fulltrúum Arion banka og þeirra íslensku lífeyrissjóða sem fjárfestu í fyrirtækinu. Bankinn hefur gengið að veðum og tekið yfir hlutabréf stærsta eiganda verksmiðjunnar sem voru áður í eigu hollenskra félaga og stofnenda United Silicon. Þeir hafa þar með misst nánast allt sitt hlutafé í kísilverinu. Doron Beeri Sanders, fyrrverandi stjórnarformaður verksmiðjunnar og núverandi fulltrúi hollenska hrávörufyrirtækisins Bit Fondel í stjórninni, sem hefur einkarétt á sölu á kísilmálmi fyrirtækisins í gegnum Silicon Mineral Ventures sem tók þátt í stofnun kísilversins, mun að öllum líkindum hverfa úr stjórninni á næstu dögum þegar boðað verður til hluthafafundar United Silicon..„Arion banki er nú með 57 prósenta hlut eftir að hafa gengið að veðum í Kísil Íslandi, og tekið yfir hlutabréfin í United Silicon sem voru í eigu þess félags, en 67 prósenta atkvæðavægi. Næststærsti eigandinn er Kísill III en þar inni eru skuldabréfaeigendurnir, meðal annars Arion banki, og þeir eru með veð í hlutafé sem þeir hafa ekki gengið að, hvorki við né aðrir,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka. Stjórn United Silicon var í byrjun ágúst skipuð fimm einstaklingum. Tveir þeirra, Friðbjörn Eiríkur Garðarsson lögmaður, einn af stofnendum United Silicon og hálfbróðir Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra kísilversins, og Inga Birna Barkardóttir, hættu í stjórninni um tveimur vikum síðar. Eftir eru Jakob Bjarnason stjórnarformaður og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, sem bæði njóta stuðnings Arion banka, og Doron Beeri Sanders, sem var stjórnarformaður félagsins frá stofnun þess og þangað til í byrjun ágúst. Upplýsingar um eignarhald United Silicon hafa ekki legið á lausu þar sem hlutur Kísils Íslands hefur verið skráður á hollensk félög. Kísill Ísland átti í árslok 2016 um 37 prósenta hlut í fyrirtækinu sem Arion hefur nú tekið yfir. Kísill III, sem er í eigu bankans og íslenskra lífeyrissjóða sem fjárfestu í verkefninu með kaupum á skuldabréfum, átti þá 31 prósent. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins, er eins og komið hefur fram með um átta milljarða útistandandi við United Silicon í lánsloforðum og ábyrgðum. Þar að auki hafði hann fært niður 16,3 prósenta hlut sinn í verksmiðjunni að fullu, áður en hann gekk að bréfum Kísils Íslands, sem var bókfærður á rétt tæpan einn milljarð króna. „Þetta eru tímabundin yfirráð enda stendur til að endurskipuleggja félagið og vonandi fá inn nýja fjárfesta,“ segir Haraldur Guðni. Stjórn United Silicon hefur líkt og komið hefur fram kært Magnús Garðarsson til embættis héraðssaksóknara. Hann hætti í stjórn kísilversins í mars og íhuga nú bæði Arion banki og lífeyrissjóðir í hluthafahópnum, þar á meðal Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Festa, að kæra Magnús sem grunaður er um stórfelld auðgunarbrot. Markaðir United Silicon Tengdar fréttir Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Útlit er fyrir að stjórn United Silicon muni einungis verða skipuð fulltrúum Arion banka og þeirra íslensku lífeyrissjóða sem fjárfestu í fyrirtækinu. Bankinn hefur gengið að veðum og tekið yfir hlutabréf stærsta eiganda verksmiðjunnar sem voru áður í eigu hollenskra félaga og stofnenda United Silicon. Þeir hafa þar með misst nánast allt sitt hlutafé í kísilverinu. Doron Beeri Sanders, fyrrverandi stjórnarformaður verksmiðjunnar og núverandi fulltrúi hollenska hrávörufyrirtækisins Bit Fondel í stjórninni, sem hefur einkarétt á sölu á kísilmálmi fyrirtækisins í gegnum Silicon Mineral Ventures sem tók þátt í stofnun kísilversins, mun að öllum líkindum hverfa úr stjórninni á næstu dögum þegar boðað verður til hluthafafundar United Silicon..„Arion banki er nú með 57 prósenta hlut eftir að hafa gengið að veðum í Kísil Íslandi, og tekið yfir hlutabréfin í United Silicon sem voru í eigu þess félags, en 67 prósenta atkvæðavægi. Næststærsti eigandinn er Kísill III en þar inni eru skuldabréfaeigendurnir, meðal annars Arion banki, og þeir eru með veð í hlutafé sem þeir hafa ekki gengið að, hvorki við né aðrir,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka. Stjórn United Silicon var í byrjun ágúst skipuð fimm einstaklingum. Tveir þeirra, Friðbjörn Eiríkur Garðarsson lögmaður, einn af stofnendum United Silicon og hálfbróðir Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra kísilversins, og Inga Birna Barkardóttir, hættu í stjórninni um tveimur vikum síðar. Eftir eru Jakob Bjarnason stjórnarformaður og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, sem bæði njóta stuðnings Arion banka, og Doron Beeri Sanders, sem var stjórnarformaður félagsins frá stofnun þess og þangað til í byrjun ágúst. Upplýsingar um eignarhald United Silicon hafa ekki legið á lausu þar sem hlutur Kísils Íslands hefur verið skráður á hollensk félög. Kísill Ísland átti í árslok 2016 um 37 prósenta hlut í fyrirtækinu sem Arion hefur nú tekið yfir. Kísill III, sem er í eigu bankans og íslenskra lífeyrissjóða sem fjárfestu í verkefninu með kaupum á skuldabréfum, átti þá 31 prósent. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins, er eins og komið hefur fram með um átta milljarða útistandandi við United Silicon í lánsloforðum og ábyrgðum. Þar að auki hafði hann fært niður 16,3 prósenta hlut sinn í verksmiðjunni að fullu, áður en hann gekk að bréfum Kísils Íslands, sem var bókfærður á rétt tæpan einn milljarð króna. „Þetta eru tímabundin yfirráð enda stendur til að endurskipuleggja félagið og vonandi fá inn nýja fjárfesta,“ segir Haraldur Guðni. Stjórn United Silicon hefur líkt og komið hefur fram kært Magnús Garðarsson til embættis héraðssaksóknara. Hann hætti í stjórn kísilversins í mars og íhuga nú bæði Arion banki og lífeyrissjóðir í hluthafahópnum, þar á meðal Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Festa, að kæra Magnús sem grunaður er um stórfelld auðgunarbrot.
Markaðir United Silicon Tengdar fréttir Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00