Stofnendur United Silicon út í kuldann Haraldur Guðmundsson skrifar 13. september 2017 06:00 Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og hluthafi kísilversins, segir ekkert hæft í fullyrðingum stjórnar United Silicon um að hann hafi stundað stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. vísir/eyþór Útlit er fyrir að stjórn United Silicon muni einungis verða skipuð fulltrúum Arion banka og þeirra íslensku lífeyrissjóða sem fjárfestu í fyrirtækinu. Bankinn hefur gengið að veðum og tekið yfir hlutabréf stærsta eiganda verksmiðjunnar sem voru áður í eigu hollenskra félaga og stofnenda United Silicon. Þeir hafa þar með misst nánast allt sitt hlutafé í kísilverinu. Doron Beeri Sanders, fyrrverandi stjórnarformaður verksmiðjunnar og núverandi fulltrúi hollenska hrávörufyrirtækisins Bit Fondel í stjórninni, sem hefur einkarétt á sölu á kísilmálmi fyrirtækisins í gegnum Silicon Mineral Ventures sem tók þátt í stofnun kísilversins, mun að öllum líkindum hverfa úr stjórninni á næstu dögum þegar boðað verður til hluthafafundar United Silicon..„Arion banki er nú með 57 prósenta hlut eftir að hafa gengið að veðum í Kísil Íslandi, og tekið yfir hlutabréfin í United Silicon sem voru í eigu þess félags, en 67 prósenta atkvæðavægi. Næststærsti eigandinn er Kísill III en þar inni eru skuldabréfaeigendurnir, meðal annars Arion banki, og þeir eru með veð í hlutafé sem þeir hafa ekki gengið að, hvorki við né aðrir,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka. Stjórn United Silicon var í byrjun ágúst skipuð fimm einstaklingum. Tveir þeirra, Friðbjörn Eiríkur Garðarsson lögmaður, einn af stofnendum United Silicon og hálfbróðir Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra kísilversins, og Inga Birna Barkardóttir, hættu í stjórninni um tveimur vikum síðar. Eftir eru Jakob Bjarnason stjórnarformaður og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, sem bæði njóta stuðnings Arion banka, og Doron Beeri Sanders, sem var stjórnarformaður félagsins frá stofnun þess og þangað til í byrjun ágúst. Upplýsingar um eignarhald United Silicon hafa ekki legið á lausu þar sem hlutur Kísils Íslands hefur verið skráður á hollensk félög. Kísill Ísland átti í árslok 2016 um 37 prósenta hlut í fyrirtækinu sem Arion hefur nú tekið yfir. Kísill III, sem er í eigu bankans og íslenskra lífeyrissjóða sem fjárfestu í verkefninu með kaupum á skuldabréfum, átti þá 31 prósent. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins, er eins og komið hefur fram með um átta milljarða útistandandi við United Silicon í lánsloforðum og ábyrgðum. Þar að auki hafði hann fært niður 16,3 prósenta hlut sinn í verksmiðjunni að fullu, áður en hann gekk að bréfum Kísils Íslands, sem var bókfærður á rétt tæpan einn milljarð króna. „Þetta eru tímabundin yfirráð enda stendur til að endurskipuleggja félagið og vonandi fá inn nýja fjárfesta,“ segir Haraldur Guðni. Stjórn United Silicon hefur líkt og komið hefur fram kært Magnús Garðarsson til embættis héraðssaksóknara. Hann hætti í stjórn kísilversins í mars og íhuga nú bæði Arion banki og lífeyrissjóðir í hluthafahópnum, þar á meðal Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Festa, að kæra Magnús sem grunaður er um stórfelld auðgunarbrot. Markaðir United Silicon Tengdar fréttir Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Útlit er fyrir að stjórn United Silicon muni einungis verða skipuð fulltrúum Arion banka og þeirra íslensku lífeyrissjóða sem fjárfestu í fyrirtækinu. Bankinn hefur gengið að veðum og tekið yfir hlutabréf stærsta eiganda verksmiðjunnar sem voru áður í eigu hollenskra félaga og stofnenda United Silicon. Þeir hafa þar með misst nánast allt sitt hlutafé í kísilverinu. Doron Beeri Sanders, fyrrverandi stjórnarformaður verksmiðjunnar og núverandi fulltrúi hollenska hrávörufyrirtækisins Bit Fondel í stjórninni, sem hefur einkarétt á sölu á kísilmálmi fyrirtækisins í gegnum Silicon Mineral Ventures sem tók þátt í stofnun kísilversins, mun að öllum líkindum hverfa úr stjórninni á næstu dögum þegar boðað verður til hluthafafundar United Silicon..„Arion banki er nú með 57 prósenta hlut eftir að hafa gengið að veðum í Kísil Íslandi, og tekið yfir hlutabréfin í United Silicon sem voru í eigu þess félags, en 67 prósenta atkvæðavægi. Næststærsti eigandinn er Kísill III en þar inni eru skuldabréfaeigendurnir, meðal annars Arion banki, og þeir eru með veð í hlutafé sem þeir hafa ekki gengið að, hvorki við né aðrir,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka. Stjórn United Silicon var í byrjun ágúst skipuð fimm einstaklingum. Tveir þeirra, Friðbjörn Eiríkur Garðarsson lögmaður, einn af stofnendum United Silicon og hálfbróðir Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra kísilversins, og Inga Birna Barkardóttir, hættu í stjórninni um tveimur vikum síðar. Eftir eru Jakob Bjarnason stjórnarformaður og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, sem bæði njóta stuðnings Arion banka, og Doron Beeri Sanders, sem var stjórnarformaður félagsins frá stofnun þess og þangað til í byrjun ágúst. Upplýsingar um eignarhald United Silicon hafa ekki legið á lausu þar sem hlutur Kísils Íslands hefur verið skráður á hollensk félög. Kísill Ísland átti í árslok 2016 um 37 prósenta hlut í fyrirtækinu sem Arion hefur nú tekið yfir. Kísill III, sem er í eigu bankans og íslenskra lífeyrissjóða sem fjárfestu í verkefninu með kaupum á skuldabréfum, átti þá 31 prósent. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins, er eins og komið hefur fram með um átta milljarða útistandandi við United Silicon í lánsloforðum og ábyrgðum. Þar að auki hafði hann fært niður 16,3 prósenta hlut sinn í verksmiðjunni að fullu, áður en hann gekk að bréfum Kísils Íslands, sem var bókfærður á rétt tæpan einn milljarð króna. „Þetta eru tímabundin yfirráð enda stendur til að endurskipuleggja félagið og vonandi fá inn nýja fjárfesta,“ segir Haraldur Guðni. Stjórn United Silicon hefur líkt og komið hefur fram kært Magnús Garðarsson til embættis héraðssaksóknara. Hann hætti í stjórn kísilversins í mars og íhuga nú bæði Arion banki og lífeyrissjóðir í hluthafahópnum, þar á meðal Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Festa, að kæra Magnús sem grunaður er um stórfelld auðgunarbrot.
Markaðir United Silicon Tengdar fréttir Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00