Fótbolti

Misheppnaður rakstur á fótleggjum ástæðan fyrir fjarveru Asensio

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Phil Neville með fallega rakaða fótleggi í starfi hjá Valencia á Spáni.
Phil Neville með fallega rakaða fótleggi í starfi hjá Valencia á Spáni. Vísir/Getty
Marcos Asensio var ekki í leikmannahópi Real Madrid gegn Apoel í Meistaradeild Evrópou í gær af óvenjulegri ástæðu. Hann mun hafa fengið bólu á kálfann af rakstri sem olli honum sárindum þegar hann togaði háu fótboltasokkanna upp. 

Margir hafa gagnrýnt Asensio eða hreinlega hlegið að óförum hans. Kappinn fékk stuðning úr óvæntri átt í útvarpsþætti BBC í gærkvöldi þar sem Phil Neville ræddi leiki kvöldsins í Meistaradeildinni.

Asensio fagnar marki í búningi Real Madrid.vísir/getty
„99 prósent fólks á Spáni raka hárin af fótleggjum sínum, bringu sinni, handleggjum og já, bara af öllum líkamanum,“ sagði Neville sem var um tíma aðstoðarþjálfari hjá Valencia. Hann hafi tilheyrt 99 prósentunum á Spáni. 

„Þegar ég fer í nudd með háruga fótleggi fæ ég útbrot sem geta valdið sýkingu í fætinum. Þá get ég ekki togað sokkana upp og ekki spilað fótbolta,“ sagði Neville. Sama hætta sé á ferðinni ef fæturnir eru rakaðir. Þú getir fengið sýkingu og fundið til þegar sokkarnir eru togaðir upp.

Mörkin úr leiknum í gær má sjá hér að neðan.


„Það getur verið vont en ég myndi aldrei viðurkenna það og þurfa að missa af leik með Real Madrid.“

Roy Keane sagði í spjalli á ITV í gær að það vandræðalega hefði verið að Real Madrid hefði greint frá þessari ástæðu, sem væri bara til þess að setja leikmanninn í vandræðalega stöðu.

Real Madrid komst ágætlega af án Asensio og vann 3-0 sigur í Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×