Bjarni fékk að vita það í lok júlí að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2017 18:48 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fékk að vita af því í lok júlí að faðir hans Benedikt Sveinsson hefði verið á meðal þeirra sem vottuðu fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan barnaníðing, þegar honum var veitt uppreist æru í september á síðasta ári. Þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar við Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún sagði að embættismenn ráðuneytisins hefðu greint henni frá því í lok júlí að faðir Bjarna væri á meðal umsagnaraðila Hjalta. Hún hefði talið rétt að láta forsætisráðherra vita af því. Aðspurð hvernig hann brást við sagði Sigríður: „Hann kom algjörlega af fjöllum. Auðvitað finnst okkur öllum þetta þungbært [...] en ég ætla ekki að fara að tjá mig fyrir hönd forsætisráðherra.“Segir Hjalta hafa mætt með bréfið tilbúið til undirritunarVísir greindi frá því í dag að Benedikt, faðir Bjarna, hefði verið á meðal umsagnaraðila Hjalta en hann fékk uppreist æru í fyrra eins og áður segir. Árið 2004 var Hjalti dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Benedikt vildi ekkert ræða málið þegar Vísir hafði samband við hann í morgun. Hann sagðist mögulega ætla að senda frá sér yfirlýsingu sem hann svo gerði á fimmta tímanum eftir að Vísir hafði greint frá því að hann væri á meðal umsagnaraðila. Í yfirlýsingunni segir hann að Hjalti hafi mætt með bréf til sín í fyrra, tilbúið til undirritunar, sem Benedikt skrifaði undir. „Hjalti Sigurjón Hauksson var um tíma tengdur kunningjafólki okkar hjóna frá skólaárum. Hann hefur í nokkur skipti leitað aðstoðar hjá mér, fyrst og fremst vegna fjárhagsmála eða í tengslum við atvinnuleit. Engin önnur tengsl hafa verið á milli okkar,“ segir Benedikt. Samkvæmt heimildum Vísis gerir dómsmálaráðuneytið almennt engar athuganir á því hvort meðmælabréf, sem skilað er við umsókn um uppreist æru, hafi í raun og veru verið skrifuð af þeim sem skrifa undir bréfin. Auk Benedikts veittu þeir Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson Hjalta umsögn vegna umsóknar hans um uppreist æru. Uppreist æru Tengdar fréttir Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fékk að vita af því í lok júlí að faðir hans Benedikt Sveinsson hefði verið á meðal þeirra sem vottuðu fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan barnaníðing, þegar honum var veitt uppreist æru í september á síðasta ári. Þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar við Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún sagði að embættismenn ráðuneytisins hefðu greint henni frá því í lok júlí að faðir Bjarna væri á meðal umsagnaraðila Hjalta. Hún hefði talið rétt að láta forsætisráðherra vita af því. Aðspurð hvernig hann brást við sagði Sigríður: „Hann kom algjörlega af fjöllum. Auðvitað finnst okkur öllum þetta þungbært [...] en ég ætla ekki að fara að tjá mig fyrir hönd forsætisráðherra.“Segir Hjalta hafa mætt með bréfið tilbúið til undirritunarVísir greindi frá því í dag að Benedikt, faðir Bjarna, hefði verið á meðal umsagnaraðila Hjalta en hann fékk uppreist æru í fyrra eins og áður segir. Árið 2004 var Hjalti dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Benedikt vildi ekkert ræða málið þegar Vísir hafði samband við hann í morgun. Hann sagðist mögulega ætla að senda frá sér yfirlýsingu sem hann svo gerði á fimmta tímanum eftir að Vísir hafði greint frá því að hann væri á meðal umsagnaraðila. Í yfirlýsingunni segir hann að Hjalti hafi mætt með bréf til sín í fyrra, tilbúið til undirritunar, sem Benedikt skrifaði undir. „Hjalti Sigurjón Hauksson var um tíma tengdur kunningjafólki okkar hjóna frá skólaárum. Hann hefur í nokkur skipti leitað aðstoðar hjá mér, fyrst og fremst vegna fjárhagsmála eða í tengslum við atvinnuleit. Engin önnur tengsl hafa verið á milli okkar,“ segir Benedikt. Samkvæmt heimildum Vísis gerir dómsmálaráðuneytið almennt engar athuganir á því hvort meðmælabréf, sem skilað er við umsókn um uppreist æru, hafi í raun og veru verið skrifuð af þeim sem skrifa undir bréfin. Auk Benedikts veittu þeir Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson Hjalta umsögn vegna umsóknar hans um uppreist æru.
Uppreist æru Tengdar fréttir Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45
Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34
Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent