Finnst fráleitt að Hjalti hafi sjálfur skrifað bréfið sem faðir forsætisráðherra undirritaði Haraldur Guðmundsson skrifar 15. september 2017 06:00 Benedikt Sveinsson segist hafa þekkt Hjalta í gegnum kunningjafólk sitt. Hjalti hafi skrifað bréf sem Benedikt hafi svo skrifað undir. visir/hari „Það er fáránlegt að það sé í alvörunni staðreynd að ráðuneytið fái umsagnarbréf inn á sitt borð og það er ekki einu sinni kannað hvort viðkomandi hafi skrifað bréfið,“ segir kona sem sætti langvarandi kynferðisofbeldi af hálfu þáverandi stjúpföður síns, Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem fékk uppreist æru í fyrrahaust. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, bað í gær þá afsökunar sem eiga um sárt að binda vegna máls Hjalta eftir að Vísir greindi frá því að Benedikt hefði veitt meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru. Í yfirlýsingu Benedikts kom fram að Hjalti, sem hlaut fimm og hálfs árs dóm fyrir að hafa brotið gróflega og ítrekað gegn stjúpdóttur sinni frá því hún var fimm til sex ára ára og þangað til hún náði átján aldri, hefði komið með bréf, tilbúið til undirritunar, og Benedikt skrifað undir. Hann hefði litið á meðmæli sín sem góðverk við dæmdan barnaníðing. „Ég myndi ekki skrifa upp á eitthvað sem ég er ekki tilbúin til að bera ábyrgð á í kjölfarið. Að viðkomandi geti skilað inn gögnum frá hverjum sem er, að þú getir komið við niðri á Hlemmi á leiðinni í ráðuneytið að sækja um uppreist æru og fengið fólk til að kvitta undir fyrir þig, það er fáránlegt,“ segir konan. Hún fundaði í gær með Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í ráðuneyti hennar. Þar fékk hún að sjá þau gögn sem fylgdu umsókn Hjalta um uppreist æru og kynningu á verklagi ráðuneytisins við afgreiðslu hennar. „Ég sagði mjög lítið á fundinum og hlustaði en ráðherra útskýrði fyrir mér þetta ferli sem eiginlega ítrekaði hvað þetta var ofboðslega vélrænt og fáránlegt allt saman.“ Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það er fáránlegt að það sé í alvörunni staðreynd að ráðuneytið fái umsagnarbréf inn á sitt borð og það er ekki einu sinni kannað hvort viðkomandi hafi skrifað bréfið,“ segir kona sem sætti langvarandi kynferðisofbeldi af hálfu þáverandi stjúpföður síns, Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem fékk uppreist æru í fyrrahaust. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, bað í gær þá afsökunar sem eiga um sárt að binda vegna máls Hjalta eftir að Vísir greindi frá því að Benedikt hefði veitt meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru. Í yfirlýsingu Benedikts kom fram að Hjalti, sem hlaut fimm og hálfs árs dóm fyrir að hafa brotið gróflega og ítrekað gegn stjúpdóttur sinni frá því hún var fimm til sex ára ára og þangað til hún náði átján aldri, hefði komið með bréf, tilbúið til undirritunar, og Benedikt skrifað undir. Hann hefði litið á meðmæli sín sem góðverk við dæmdan barnaníðing. „Ég myndi ekki skrifa upp á eitthvað sem ég er ekki tilbúin til að bera ábyrgð á í kjölfarið. Að viðkomandi geti skilað inn gögnum frá hverjum sem er, að þú getir komið við niðri á Hlemmi á leiðinni í ráðuneytið að sækja um uppreist æru og fengið fólk til að kvitta undir fyrir þig, það er fáránlegt,“ segir konan. Hún fundaði í gær með Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í ráðuneyti hennar. Þar fékk hún að sjá þau gögn sem fylgdu umsókn Hjalta um uppreist æru og kynningu á verklagi ráðuneytisins við afgreiðslu hennar. „Ég sagði mjög lítið á fundinum og hlustaði en ráðherra útskýrði fyrir mér þetta ferli sem eiginlega ítrekaði hvað þetta var ofboðslega vélrænt og fáránlegt allt saman.“
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45
Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34
Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45