Innlent

Í beinni: Ríkisstjórnin fallin

Ritstjórn Vísis skrifar
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kemur á fund Sjálfstæðismanna í Valhöll klukkan 11 í dag.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kemur á fund Sjálfstæðismanna í Valhöll klukkan 11 í dag. Vísir/Vilhelm
Allt stefnir í að boðað verði til kosninga til Alþingis, mögulega í nóvember. Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 247 daga stjórnarsamstarfi flokkanna er því lokið.

  • Björt framtíð segir ástæðuna vera alvarlegan trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar.
  • Þingflokkur Viðreisnar hefur kallað eftir því að kosið verði sem fyrst.
  • Trúnaðarbresturinn sem stjórn Bjartrar framtíðar vísar í snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra.
  • Þingflokkar funduðu í dag, þar á meðal Sjálfstæðisflokkurinn klukkan 11.
  • Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi síðdegis að hann vilji kosningar í nóvember.
  • Bjarni mun funda með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 11 á morgun. Frá klukkan eitt munu svo formenn annarra flokka funda með forseta á 45 mínútna fresti. Röð þeirra fer eftir fylgi þeirra í síðustu kosningum.
Vísir mun fylgjast með nýjustu vendingum í málinu í allan dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×