Ólafía lék á pari á fyrsta degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2017 16:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á vellinum í dag. Vísir/Þorsteinn Ólafía Þórunn Kristinnsdóttir byrjaði ágætlega á Evian-mótinu í Frakklandi, síðasta risamóti ársins í kvennagolfinu. Hún lék á pari í dag og var í 38. sæti þegar hún kom í hús. Fresta varð leik í gær vegna veðurs og hófst mótið því ekki fyrr en í dag. Mótinu lýkur engu að síður á sunnudag og verður því aðeins þrír hringir leiknir á mótinu. Niðurskurðurinn fer fram að loknum öðrum keppnisdegi og komast þá 70 efstu kylfingarnir áfram á síðasta keppnisdag. Ólafía stendur því vel að vígi sem stendur. Hún spilaði vel í dag en mestu munaði um að hún fékk þrjá fugla í röð á 13.-15. holu en Ólafía hóf í dag keppni á þeirri tíundu. Ólafía sló sérstaklega vel af teig og hitti flestar brautir. Hún náði þó ekki öðrum fugli fyrr en á síðustu holu sinni í dag en fékk þess fyrir utan fjóra skolla. Hún hefur leik klukkan 06.39 í fyrramálið á íslenskum tíma en bein útsending hefst á Golfstöðinni klukkan 09.00. Fylgst var með gengi Ólafíu í beinni textalýsingu sem má lesa hér fyrir neðan.
Ólafía Þórunn Kristinnsdóttir byrjaði ágætlega á Evian-mótinu í Frakklandi, síðasta risamóti ársins í kvennagolfinu. Hún lék á pari í dag og var í 38. sæti þegar hún kom í hús. Fresta varð leik í gær vegna veðurs og hófst mótið því ekki fyrr en í dag. Mótinu lýkur engu að síður á sunnudag og verður því aðeins þrír hringir leiknir á mótinu. Niðurskurðurinn fer fram að loknum öðrum keppnisdegi og komast þá 70 efstu kylfingarnir áfram á síðasta keppnisdag. Ólafía stendur því vel að vígi sem stendur. Hún spilaði vel í dag en mestu munaði um að hún fékk þrjá fugla í röð á 13.-15. holu en Ólafía hóf í dag keppni á þeirri tíundu. Ólafía sló sérstaklega vel af teig og hitti flestar brautir. Hún náði þó ekki öðrum fugli fyrr en á síðustu holu sinni í dag en fékk þess fyrir utan fjóra skolla. Hún hefur leik klukkan 06.39 í fyrramálið á íslenskum tíma en bein útsending hefst á Golfstöðinni klukkan 09.00. Fylgst var með gengi Ólafíu í beinni textalýsingu sem má lesa hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira