Bein útsending: Blaðamannafundurinn í Valhöll klukkan 16:30 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 15:44 Bjarni Benediktsson ávarpar þjóðina á blaðamannafundi í Valhöll. vísir/ernir Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað til blaðamannafundar í Valhöll klukkan 16:30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taki til máls á fundinum og greini frá stöðu mála í kjölfar þess að Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Stöð 2 er send út í opinni dagskrá í dag. Verður útsendingin rofin þegar fundurinn hefst og er hægt að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan.Miklar vendingar hafa verið í stjórnmálunum seinasta sólarhringinn eða svo eða allt frá því að Vísir greindi frá því í gær rétt fyrir klukkan fjögur að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, greindi svo frá því í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún hefði frétt af því í lok júlí frá embættismönnum í dómsmálaráðuneytinu að faðir Bjarna væri á meðal umsagnaraðila Hjalta. Hún ákvað að segja Bjarna frá þessu þegar hún frétti af því og sagði í gær að hún taldi það hafa verið rétt og að henni hafi verið það heimilt. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðuneytið neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í máli sem sneri að uppreist æru Roberts Downey, annars dæmds kynferðisbrotamanns. Björt framtíð sagði að ástæða ríkisstjórnarslitanna væri trúnaðarbrestur þar sem Sigríður hefði greint Bjarna frá aðkomu föður hans að máli Hjalta en enginn annar í stjórnarmeirihlutanum vitað af því.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað til blaðamannafundar í Valhöll klukkan 16:30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taki til máls á fundinum og greini frá stöðu mála í kjölfar þess að Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Stöð 2 er send út í opinni dagskrá í dag. Verður útsendingin rofin þegar fundurinn hefst og er hægt að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan.Miklar vendingar hafa verið í stjórnmálunum seinasta sólarhringinn eða svo eða allt frá því að Vísir greindi frá því í gær rétt fyrir klukkan fjögur að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, greindi svo frá því í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún hefði frétt af því í lok júlí frá embættismönnum í dómsmálaráðuneytinu að faðir Bjarna væri á meðal umsagnaraðila Hjalta. Hún ákvað að segja Bjarna frá þessu þegar hún frétti af því og sagði í gær að hún taldi það hafa verið rétt og að henni hafi verið það heimilt. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðuneytið neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í máli sem sneri að uppreist æru Roberts Downey, annars dæmds kynferðisbrotamanns. Björt framtíð sagði að ástæða ríkisstjórnarslitanna væri trúnaðarbrestur þar sem Sigríður hefði greint Bjarna frá aðkomu föður hans að máli Hjalta en enginn annar í stjórnarmeirihlutanum vitað af því.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 „Ef það kemur til kosninga þá göngum við óhræddir til þeirra“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ítarlegar og gagnlegar umræður hafi farið fram á fundi þingflokksins um stöðu mála. 15. september 2017 13:43 „Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Segir oft hafa verið sótt hart að formanni Sjálfstæðisflokksins en hafi staðið allar atlögur af sér. 15. september 2017 12:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira
Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55
„Ef það kemur til kosninga þá göngum við óhræddir til þeirra“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ítarlegar og gagnlegar umræður hafi farið fram á fundi þingflokksins um stöðu mála. 15. september 2017 13:43
„Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Segir oft hafa verið sótt hart að formanni Sjálfstæðisflokksins en hafi staðið allar atlögur af sér. 15. september 2017 12:44