Leirfinnur í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. september 2017 06:00 Kristín Hauksdóttir og Helga Gylfadóttir, starfsmenn Ljósmyndasafns Reykjavíkur, koma Leirfinni fyrir á safninu. vísir/anton brink Almenningi gefst nú í fyrsta sinn kostur á að berja hinn goðsagnakennda Leirfinn augum. Þessi fræga stytta verður til sýnis á Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem hefur styttuna að láni frá Þjóðskjalasafni Íslands í tilefni af ljósmyndasýningu Jacks Letham, Mál 214. Leirstyttan var mótuð strax á upphafsdögum rannsóknar Geirfinnsmálsins. „Það var listakona hér í bænum sem tók sig til og mótaði höfuð mannsins í leir með aðstoð þessara sjónarvotta,“ sagði Valtýr Sigurðsson, fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík á blaðamannafundi sem haldinn var sléttri viku eftir hvarf Geirfinns. Valtýr vísaði þar til manns sem kom í Hafnarbúðina að kvöldi 19. nóvember og fékk að hringja þar. Grunur lék á að hann hefði hringt í Geirfinn sem átti stefnumót í Hafnarbúðinni á sama tíma. Það hefur hins vegar alltaf þótt sérstakt að lykilvitnið í Hafnarbúðinni kom ekki að gerð styttunnar. „Mér er minnisstætt að ég sýndi henni þetta leirhöfuð þegar það var fullmótað og þá sagði hún mér að þetta væri ekki líkt manninum,“ sagði Haukur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, í viðtali í heimildarmyndinni Aðför að lögum frá 1997. Þrátt fyrir þetta var ákveðið að sýna styttuna. Svo tóku ábendingar að streyma til lögreglu úr flestum landshlutum, og allur þungi rannsóknarinnar fór í að finna þennan dularfulla mann. Mörgum þótti styttan líkjast Magnúsi Leópoldssyni og þær kenningar að unnið hafi verið eftir mynd af honum hafa lifað góðu lífi alla tíð. Enda fóru sögusagnir um aðild Magnúsar og svokallaðra Klúbbmanna að hvarfinu að heyrast víðar í samfélaginu, strax á þessum fyrstu dögum eftir hvarfið. Þær sögur drógu mikinn dilk á eftir sér og ollu því að málið varð hápólitískt og ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar stóð á barmi hengiflugs vegna málsins. Löngu síðar voru Erla Bolladóttir, Sævar Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson dæmd fyrir meinsæri, með því að hafa borið rangar sakir á Magnús og aðra Klúbbmenn. Til eru skýrslur manns sem gerði tilkall til að vera Leirfinnur, en sá átti leið til Keflavíkur og fékk að hringja í sjoppu. Hann var í leðurjakka áþekkum þeim sem vitni sögðu Leirfinn hafa verið í. Vitnin í Hafnarbúðinni fengu þó ekki að sjá þennan umrædda mann. Í dómi Hæstaréttar var miðað við að Kristján eða Sævar hefðu fengið að hringja í Hafnarbúðinni umrætt kvöld í nóvember 1974. Það aftekur lykilvitnið í Hafnarbúðinni hins vegar enda þekkti hún þá báða í sjón og hefði getað sparað leirlistakonunni ómakið, ef um þá hefði verið að ræða. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Almenningi gefst nú í fyrsta sinn kostur á að berja hinn goðsagnakennda Leirfinn augum. Þessi fræga stytta verður til sýnis á Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem hefur styttuna að láni frá Þjóðskjalasafni Íslands í tilefni af ljósmyndasýningu Jacks Letham, Mál 214. Leirstyttan var mótuð strax á upphafsdögum rannsóknar Geirfinnsmálsins. „Það var listakona hér í bænum sem tók sig til og mótaði höfuð mannsins í leir með aðstoð þessara sjónarvotta,“ sagði Valtýr Sigurðsson, fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík á blaðamannafundi sem haldinn var sléttri viku eftir hvarf Geirfinns. Valtýr vísaði þar til manns sem kom í Hafnarbúðina að kvöldi 19. nóvember og fékk að hringja þar. Grunur lék á að hann hefði hringt í Geirfinn sem átti stefnumót í Hafnarbúðinni á sama tíma. Það hefur hins vegar alltaf þótt sérstakt að lykilvitnið í Hafnarbúðinni kom ekki að gerð styttunnar. „Mér er minnisstætt að ég sýndi henni þetta leirhöfuð þegar það var fullmótað og þá sagði hún mér að þetta væri ekki líkt manninum,“ sagði Haukur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, í viðtali í heimildarmyndinni Aðför að lögum frá 1997. Þrátt fyrir þetta var ákveðið að sýna styttuna. Svo tóku ábendingar að streyma til lögreglu úr flestum landshlutum, og allur þungi rannsóknarinnar fór í að finna þennan dularfulla mann. Mörgum þótti styttan líkjast Magnúsi Leópoldssyni og þær kenningar að unnið hafi verið eftir mynd af honum hafa lifað góðu lífi alla tíð. Enda fóru sögusagnir um aðild Magnúsar og svokallaðra Klúbbmanna að hvarfinu að heyrast víðar í samfélaginu, strax á þessum fyrstu dögum eftir hvarfið. Þær sögur drógu mikinn dilk á eftir sér og ollu því að málið varð hápólitískt og ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar stóð á barmi hengiflugs vegna málsins. Löngu síðar voru Erla Bolladóttir, Sævar Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson dæmd fyrir meinsæri, með því að hafa borið rangar sakir á Magnús og aðra Klúbbmenn. Til eru skýrslur manns sem gerði tilkall til að vera Leirfinnur, en sá átti leið til Keflavíkur og fékk að hringja í sjoppu. Hann var í leðurjakka áþekkum þeim sem vitni sögðu Leirfinn hafa verið í. Vitnin í Hafnarbúðinni fengu þó ekki að sjá þennan umrædda mann. Í dómi Hæstaréttar var miðað við að Kristján eða Sævar hefðu fengið að hringja í Hafnarbúðinni umrætt kvöld í nóvember 1974. Það aftekur lykilvitnið í Hafnarbúðinni hins vegar enda þekkti hún þá báða í sjón og hefði getað sparað leirlistakonunni ómakið, ef um þá hefði verið að ræða.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira