Davíð segir beiðni Roberts Downey til sín hafa verið með nokkrum ólíkindum Birgir Olgeirsson skrifar 16. september 2017 12:59 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Vísir/Anton Brink Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, greinir frá því í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins að Robert Downey hefði í tvígang óskað eftir aðstoð hans. Reykjavíkurbréfið er nafnlaust en ekki fer á milli mála að það er Davíð sjálfur sem ritar. Hann segist hafa fengið tölvupóst frá Robert Downey einhvern tíma á árinu 2015. „Alkunna er að bréfritari er ekki í hópi helstu tölvusnillinga þjóðarinnar og reynir því að virða fáeinar grundvallarreglur sem sérfræðingar Árvakurs hafa náð að koma inn fyrir þykkskinnið. Ein er sú að vera seinn til að opna tölvupósta frá aðilum sem móttakandi þekkir lítið til,“ segir Davíð. Ritstjórinn segir þessa reglu viðhafða vegna þess að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefði orðið fyrir ónotum frá tölvuþrjótum og tæknihrekkjusvínum sem geta gert fjölmiðli mjög erfitt fyrir. Davíð segir Robert Downey hafa hringt engum bjöllum hjá honum árið 2015. Hann lét því póstinn frá Downey óopnaðan, eins og svo marga aðra. Ekki löngu síðar kom annar slíkur póstur sem fékk sömu meðferð að sögn Davíðs.„Alias Róbert Árni Hreiðarsson“ Hann komst að því alllöngu síðar að Robert Downey hefði verið þekktur undir öðru nafni sem Davíð kannaðist við og hafði útskrifast úr lagadeild um líkt leyti fyrir rúmum fjórum áratugum. „Voru því gömlu póstarnir opnaðir og þá kom í ljós að Robert Downey „alias Róbert Árni Hreiðarsson“ hafði í tölvupósti beðið bréfritara um að veita sér atbeina vegna umsóknar hans gagnvart yfirvöldum um endurheimt æru og réttinda í samræmi við reglur sem um slíkt gilda. Þessi beiðni var óneitanlega með nokkrum ólíkindum“ Davíð segir að á þeim tíma hefði honum ekki rámað í fréttir um að Róbert hefði verið ákærður, dæmdur og fangelsaður fyrir viðurstyggilega glæpi. „Hann hafði ekki vitað hvað Róbert hafði aðhafst áratugina á undan þeim kaflaskilum eða árin þar á eftir. Kannast raunar ekki við að hafa séð honum bregða fyrir á förnum vegi í áratug eða lengur. Hvaða mark hefði verið á umsögn um eða áliti á hegðun og framferði Roberts Downey frá manni sem hefði ekki getað fullyrt um það hvort sá maður væri lífs eða liðinn? Þessum seint opnu tölvupóstum var því aldrei svarað.“Bjarni greindi honum frá málinu á fimmtudag Í bréfinu greinir Davíð frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefði boðið honum til hádegisfundar síðastliðinn fimmtudag. Margt var rætt í þessum hádegismat en þegar leið að lokum máltíðarinnar nefndi Bjarni að faðir hans, Benedikt Sveinsson, myndi birta yfirlýsingu vegna umsagnar sem hann hafði gefið að beiðni Hjalta þess sem „slæðst“ hefur inn í umræðu um uppreist æru í framhaldi af máli Roberts Downey, líkt og Davíð orðar það. „Margir þekkja vel til þess að Benedikt Sveinsson er bóngóður og artarlegur maður, ekki síst gagnvart þeim sem höllum fæti standa og hefur jafnan hljótt um það þegar hann greiðir götu slíks fólks,“ skrifar Davíð. Uppreist æru Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, greinir frá því í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins að Robert Downey hefði í tvígang óskað eftir aðstoð hans. Reykjavíkurbréfið er nafnlaust en ekki fer á milli mála að það er Davíð sjálfur sem ritar. Hann segist hafa fengið tölvupóst frá Robert Downey einhvern tíma á árinu 2015. „Alkunna er að bréfritari er ekki í hópi helstu tölvusnillinga þjóðarinnar og reynir því að virða fáeinar grundvallarreglur sem sérfræðingar Árvakurs hafa náð að koma inn fyrir þykkskinnið. Ein er sú að vera seinn til að opna tölvupósta frá aðilum sem móttakandi þekkir lítið til,“ segir Davíð. Ritstjórinn segir þessa reglu viðhafða vegna þess að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefði orðið fyrir ónotum frá tölvuþrjótum og tæknihrekkjusvínum sem geta gert fjölmiðli mjög erfitt fyrir. Davíð segir Robert Downey hafa hringt engum bjöllum hjá honum árið 2015. Hann lét því póstinn frá Downey óopnaðan, eins og svo marga aðra. Ekki löngu síðar kom annar slíkur póstur sem fékk sömu meðferð að sögn Davíðs.„Alias Róbert Árni Hreiðarsson“ Hann komst að því alllöngu síðar að Robert Downey hefði verið þekktur undir öðru nafni sem Davíð kannaðist við og hafði útskrifast úr lagadeild um líkt leyti fyrir rúmum fjórum áratugum. „Voru því gömlu póstarnir opnaðir og þá kom í ljós að Robert Downey „alias Róbert Árni Hreiðarsson“ hafði í tölvupósti beðið bréfritara um að veita sér atbeina vegna umsóknar hans gagnvart yfirvöldum um endurheimt æru og réttinda í samræmi við reglur sem um slíkt gilda. Þessi beiðni var óneitanlega með nokkrum ólíkindum“ Davíð segir að á þeim tíma hefði honum ekki rámað í fréttir um að Róbert hefði verið ákærður, dæmdur og fangelsaður fyrir viðurstyggilega glæpi. „Hann hafði ekki vitað hvað Róbert hafði aðhafst áratugina á undan þeim kaflaskilum eða árin þar á eftir. Kannast raunar ekki við að hafa séð honum bregða fyrir á förnum vegi í áratug eða lengur. Hvaða mark hefði verið á umsögn um eða áliti á hegðun og framferði Roberts Downey frá manni sem hefði ekki getað fullyrt um það hvort sá maður væri lífs eða liðinn? Þessum seint opnu tölvupóstum var því aldrei svarað.“Bjarni greindi honum frá málinu á fimmtudag Í bréfinu greinir Davíð frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefði boðið honum til hádegisfundar síðastliðinn fimmtudag. Margt var rætt í þessum hádegismat en þegar leið að lokum máltíðarinnar nefndi Bjarni að faðir hans, Benedikt Sveinsson, myndi birta yfirlýsingu vegna umsagnar sem hann hafði gefið að beiðni Hjalta þess sem „slæðst“ hefur inn í umræðu um uppreist æru í framhaldi af máli Roberts Downey, líkt og Davíð orðar það. „Margir þekkja vel til þess að Benedikt Sveinsson er bóngóður og artarlegur maður, ekki síst gagnvart þeim sem höllum fæti standa og hefur jafnan hljótt um það þegar hann greiðir götu slíks fólks,“ skrifar Davíð.
Uppreist æru Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira