Sigríður gefur kost á sér í komandi kosningum Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. september 2017 19:30 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hyggst gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu í komandi kosningum. Þetta sagði hún í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Hún telur sig ekki hafa brugðist trúnaðarskyldum með því að greina forsætisráðherra frá því að faðir hans væri einn meðmælenda dæmds kynferðisbrotamanns vegna uppreistar æru. Í aðsendri grein í Morgunblaðið í morgun segir Sigríður frá sinni upplifun af deilumálum síðustu daga er varða uppreist æru. Þar kveðst hún hafa neitað að samþykkja einu umsóknina um uppreist æru sem henni hafi borist í starfi ráðherra. Þannig hafi hún talið að framkvæmd slíkra mála væri komin langt frá því sem til stóð við setningu almennra hegningarlaga, þar sem ákvæði um málin er að finna. Telur hún enn fremur að hún hafi verið í fullum rétti þegar hún sagði forsætisráðherra frá aðkomu föður hans að máli eins umsækjenda. Segir hún að umsóknirnar séu ávallt lagðar fyrir ríkisstjórnarfund áður en þær eru sendar til forseta og þannig hafi ráðherrar allir kost á að kynna sér gögnin á þeim vettvangi. Aðspurð segist hún aftur á móti ekki hafa talið það þjóna neinum tilgangi að greina öðrum ráðherrum fráfarandi ríkisstjórnar frá málinu. Þannig hafi málið verið afgreitt í tíð fyrri ríkisstjórnar og hún hafi ekki fengið séð hvaða aðkomu t.d. umhverfisráðherra ætti að hafa af því. Kveðst hún enn fremur ekki hafa fundið fyrir reiði gagnvart sér í samfélaginu vegna atburða síðustu daga. Þvert á móti hafi ríkt ánægja með hennar skref í málaflokknum, enda sé hún fyrsti ráðherrann í sínu embætti til að leggja til breytingar á reglum um uppreist æru. Þá staðfestir Sigríður að hún muni gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Uppreist æru Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hyggst gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu í komandi kosningum. Þetta sagði hún í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Hún telur sig ekki hafa brugðist trúnaðarskyldum með því að greina forsætisráðherra frá því að faðir hans væri einn meðmælenda dæmds kynferðisbrotamanns vegna uppreistar æru. Í aðsendri grein í Morgunblaðið í morgun segir Sigríður frá sinni upplifun af deilumálum síðustu daga er varða uppreist æru. Þar kveðst hún hafa neitað að samþykkja einu umsóknina um uppreist æru sem henni hafi borist í starfi ráðherra. Þannig hafi hún talið að framkvæmd slíkra mála væri komin langt frá því sem til stóð við setningu almennra hegningarlaga, þar sem ákvæði um málin er að finna. Telur hún enn fremur að hún hafi verið í fullum rétti þegar hún sagði forsætisráðherra frá aðkomu föður hans að máli eins umsækjenda. Segir hún að umsóknirnar séu ávallt lagðar fyrir ríkisstjórnarfund áður en þær eru sendar til forseta og þannig hafi ráðherrar allir kost á að kynna sér gögnin á þeim vettvangi. Aðspurð segist hún aftur á móti ekki hafa talið það þjóna neinum tilgangi að greina öðrum ráðherrum fráfarandi ríkisstjórnar frá málinu. Þannig hafi málið verið afgreitt í tíð fyrri ríkisstjórnar og hún hafi ekki fengið séð hvaða aðkomu t.d. umhverfisráðherra ætti að hafa af því. Kveðst hún enn fremur ekki hafa fundið fyrir reiði gagnvart sér í samfélaginu vegna atburða síðustu daga. Þvert á móti hafi ríkt ánægja með hennar skref í málaflokknum, enda sé hún fyrsti ráðherrann í sínu embætti til að leggja til breytingar á reglum um uppreist æru. Þá staðfestir Sigríður að hún muni gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu.
Uppreist æru Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira