Stíf fundahöld í þinghúsinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2017 15:01 Frá fundi formanna flokkanna sem hófst klukkan 14 í dag. vísir/einar Stíf fundahöld hafa verið á Alþingi í dag þar sem forystumenn og þingmenn flokkanna sem þar eiga sæti reyna að ná lendingu varðandi það hvernig má ljúka þingstörfum áður en gengið verður til kosninga þann 28. október. Ekkert liggur fyrir um hvernig þingstörfunum verður framhaldið og hvenær þingi verður slitið en ljúka þarf ýmsum málum eða koma þeim í ákveðinn farveg fyrir kosningar. Í morgun fór fram opinn fundur í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sat fyrir svörum um reglur um uppreist æru. Það má segja að uppreist æra, sem hefur mikið verið í umræðunni undanfarna mánuði, hafi fellt ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu á fimmtudaginn í liðinni viku og bar fyrir sig trúnaðarbresti sem þau telj Sigríði og Bjarna hafa gerst sek um þegar þau greindu ekki öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni frá því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, skrifaði undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Þingflokksformenn funduðu með forseta um uppreist æru Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar hófst klukkan 10 og stóð í tæpa tvo tíma. Klukkan 13 hittust svo formenn þingflokkanna og ræddu einnig uppreist æru og mál þar að lútandi ásamt Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins. „Við vorum að fara yfir mál sem lúta að uppreist æru, skoða hegningarlögin og lögmannalögin og ákveðnar útfærslur. Það er almennur samhljómur um að við þurfum að ljúka þessu með einhverjum sóma,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að verið sé að skoða ýmsa kosti. „En svo er almenn óvissa um það hvernig þingstörfunum verður framhaldið. Menn eru að ræða ýmislegt í ýmsum hornum en það er ekki kominn neinn botn í þetta,“ segir Birgir. Klukkan 14 hófst síðan fundur formanna flokkanna með forseta þingsins þar sem málefni stjórnarskrárinnar eru til umræðu og hvernig halda má á þeim málum síðustu daga þingsins. Á morgun er svo fyrirhugaður annar fundur formanna flokkanna þar sem staðan verður tekin og hvort hægt sé að komast að samkomulagi um þinglok. Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Óvissa ríkir um störf þingsins vikurnar fram að kosningadegi Forseti Íslands féllst á þingrofstillögu forsætisráðherra í gær. Hann biður kjósendur um að mæta á kjörstað þrátt fyrir leiða. Formenn flokka á þingi funduðu um framvindu þingstarfa fram að kosningum án niðurstöðu. 19. september 2017 06:00 Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00 Ný könnun: Sjálfstæðismenn og VG jafnstór og átta flokkar inni á þingi Ómögulegt yrði að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkur og VG eru stærstu flokkarnir. 19. september 2017 02:00 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Stíf fundahöld hafa verið á Alþingi í dag þar sem forystumenn og þingmenn flokkanna sem þar eiga sæti reyna að ná lendingu varðandi það hvernig má ljúka þingstörfum áður en gengið verður til kosninga þann 28. október. Ekkert liggur fyrir um hvernig þingstörfunum verður framhaldið og hvenær þingi verður slitið en ljúka þarf ýmsum málum eða koma þeim í ákveðinn farveg fyrir kosningar. Í morgun fór fram opinn fundur í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sat fyrir svörum um reglur um uppreist æru. Það má segja að uppreist æra, sem hefur mikið verið í umræðunni undanfarna mánuði, hafi fellt ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu á fimmtudaginn í liðinni viku og bar fyrir sig trúnaðarbresti sem þau telj Sigríði og Bjarna hafa gerst sek um þegar þau greindu ekki öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni frá því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, skrifaði undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Þingflokksformenn funduðu með forseta um uppreist æru Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar hófst klukkan 10 og stóð í tæpa tvo tíma. Klukkan 13 hittust svo formenn þingflokkanna og ræddu einnig uppreist æru og mál þar að lútandi ásamt Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins. „Við vorum að fara yfir mál sem lúta að uppreist æru, skoða hegningarlögin og lögmannalögin og ákveðnar útfærslur. Það er almennur samhljómur um að við þurfum að ljúka þessu með einhverjum sóma,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að verið sé að skoða ýmsa kosti. „En svo er almenn óvissa um það hvernig þingstörfunum verður framhaldið. Menn eru að ræða ýmislegt í ýmsum hornum en það er ekki kominn neinn botn í þetta,“ segir Birgir. Klukkan 14 hófst síðan fundur formanna flokkanna með forseta þingsins þar sem málefni stjórnarskrárinnar eru til umræðu og hvernig halda má á þeim málum síðustu daga þingsins. Á morgun er svo fyrirhugaður annar fundur formanna flokkanna þar sem staðan verður tekin og hvort hægt sé að komast að samkomulagi um þinglok.
Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Óvissa ríkir um störf þingsins vikurnar fram að kosningadegi Forseti Íslands féllst á þingrofstillögu forsætisráðherra í gær. Hann biður kjósendur um að mæta á kjörstað þrátt fyrir leiða. Formenn flokka á þingi funduðu um framvindu þingstarfa fram að kosningum án niðurstöðu. 19. september 2017 06:00 Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00 Ný könnun: Sjálfstæðismenn og VG jafnstór og átta flokkar inni á þingi Ómögulegt yrði að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkur og VG eru stærstu flokkarnir. 19. september 2017 02:00 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Óvissa ríkir um störf þingsins vikurnar fram að kosningadegi Forseti Íslands féllst á þingrofstillögu forsætisráðherra í gær. Hann biður kjósendur um að mæta á kjörstað þrátt fyrir leiða. Formenn flokka á þingi funduðu um framvindu þingstarfa fram að kosningum án niðurstöðu. 19. september 2017 06:00
Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00
Ný könnun: Sjálfstæðismenn og VG jafnstór og átta flokkar inni á þingi Ómögulegt yrði að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkur og VG eru stærstu flokkarnir. 19. september 2017 02:00