14 pör hjá Ólafíu í dag Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. september 2017 21:00 Ólafía Þórunn. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag lokahringinn á Cambia Portland Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía var fyrir daginn á 5 höggum undir pari. Ólafía lagði af stað um klukkan fjögur í dag, byrjaði fyrstu níu holurnar ágætlega. Hún fór fyrstu fjórar á pari, en fékk svo skolla á fimmtu holu. Okkar kona var þó ekki lengi að bæta fyrir það og fékk fugl strax á næstu holu. Næsti fugl kom svo strax á sjöundu holu, og Ólafía því komin sex högg undir parið. Næst fylgdu tvö pör og var Ólafía því á sex höggum undir eftir 9 holur. Seinni níu holurnar fóru ekki alveg eins vel, en Ólafía fékk einn skolla og átta pör. Samtals lék Ólafía fyrir 14 pörum í dag, og lék allan hringinn á 72 höggum, eða pari vallarins. Þegar þessi frétt var skrifuð var Ólafía í 39.-40. sæti og enn þó nokkuð af kylfingum sem áttu eftir að ljúka leik. Vísir var með beina textalýsingu af seinni níu holum Ólafíu og má lesa hana hér að neðan. Mótið er enn í gangi og má sjá beina útsendingu frá mótinu á Stöð 2 Sport 4.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag lokahringinn á Cambia Portland Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía var fyrir daginn á 5 höggum undir pari. Ólafía lagði af stað um klukkan fjögur í dag, byrjaði fyrstu níu holurnar ágætlega. Hún fór fyrstu fjórar á pari, en fékk svo skolla á fimmtu holu. Okkar kona var þó ekki lengi að bæta fyrir það og fékk fugl strax á næstu holu. Næsti fugl kom svo strax á sjöundu holu, og Ólafía því komin sex högg undir parið. Næst fylgdu tvö pör og var Ólafía því á sex höggum undir eftir 9 holur. Seinni níu holurnar fóru ekki alveg eins vel, en Ólafía fékk einn skolla og átta pör. Samtals lék Ólafía fyrir 14 pörum í dag, og lék allan hringinn á 72 höggum, eða pari vallarins. Þegar þessi frétt var skrifuð var Ólafía í 39.-40. sæti og enn þó nokkuð af kylfingum sem áttu eftir að ljúka leik. Vísir var með beina textalýsingu af seinni níu holum Ólafíu og má lesa hana hér að neðan. Mótið er enn í gangi og má sjá beina útsendingu frá mótinu á Stöð 2 Sport 4.
Golf Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira