Stofna styrktarsjóð fyrir fréttakonur í minningu Kim Wall Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2017 18:43 Líkið sem fannst í sjónum við Amager var af blaðakonunni Kim Wall. Vísir/EPA Aðstandendur sænsku fréttakonunnar Kim Wall hyggjast koma á fót styrktarsjóði í minningu hennar. Sjóðurinn mun styrkja störf fréttakvenna sem halda hugsjónum Wall á lofti. Wall hvarf eftir að hafa farið um borð í kafbát danska uppfinningamannsins Peter Madsen, í þeim tilgangi að skrifa um hann frétt. Sundurlimað lík hennar fannst nokkrum dögum síðar við strendur Amager í Kaupmannahöfn en Madsen er grunaður um að vera valdur að dauða Wall. Hann neitar enn sök. „Styrkurinn mun fjármagna störf fréttakonu sem beitir sér fyrir fréttaflutningi af minnihlutahópum og því sem Kim kallaði iðulega „undiröldur uppreisnarinnar“,“ segir í umfjöllun um styrkinn á minningarsíðu um Kim Wall. Þá segir einnig að styrktarsjóðurinn sé stofnaður til að heiðra arfleið Wall. „Kim vildi sjá fleiri konur úti í veröldinni, að ögra lífinu, og við viljum hjálpa til við að aðlaga heiminn að sýn hennar.“Sjá einnig: Einstakar myndir vinanna af Kim Wall Wall varð einingus þrítug en hún var fædd í Trelleborg á Skáni, syðst í Svíþjóð, og hafði meðal annars skrifað um borgarastyrjöldina á Sri Lanka, og frá hamfarasvæðum jarðskjálftans á Haítí árið 2010. Greinar hennar höfðu meðal annars birst í breska blaðinu Guardian, New York Times og Vice. Hún var með starfsstöðvar bæði í New York og Peking. Að styrktarsjóðnum standa, að því er segir á minningarsíðunni, fjölskylda og vinir Wall. Þar á meðal eru foreldrar hennar, Ingrid og Joachim, bróðir hennar Tom og vinkonur hennar Mansi Choksi og May Jeong. Þá er áhugasömum um styrki til sjóðsins bent á netfangið kimwallgrant@gmail.com en er að neðan má sjá Facebook-færslu vinkonunnar Mansi Choksi um sjóðinn og minningarsíðuna. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02 Madsen greindi lögreglu frá dauða Kim Wall mun fyrr en fram hefur komið Lögregla upplýsti um það mánudaginn 21. ágúst að Peter Madsen hafi viðurkennt að hafa varpað líki Wall fyrir borð. 30. ágúst 2017 12:51 Madsen neitar enn að hafa myrt Kim Wall Þetta kom fram í yfirlýsingu dönsku lögreglunnar sem hún sendi frá sér fyrr í dag. 25. ágúst 2017 15:00 Engin leynihólf fundust um borð í kafbát Madsen Sérstakur skanni, sem vanalega er notaður til að kanna farm vörubíla, var notaður við leitina um borð í bátnum. 30. ágúst 2017 09:56 Leita að mögulegum leynihólfum í kafbátnum Lögreglu grunar að sænsku blaðakonunni Kim Wall hafi verið ráðinn bani um borð í bátnum. 29. ágúst 2017 13:26 Einstakar myndir vinanna af Kim Wall Sænska ríkissjónvarpið hefur tekið saman áður óbirt myndskeið þar sem sjá má sænsku blaðakonuna í vinnuferð sinni til Marshalleyja í Kyrrahafi. 1. september 2017 15:50 Ánægð með að líkið hafi fundist Danska lögreglan hefur staðfest að jarðneskar leifar sem fundust við Amager séu af líki blaðakonunnar Kim Wall. Grunaður ódæðismaður, Peter Madsen, segir konuna hafa lent í slysi og að niðurstöður DNA breyti engu um framburðinn. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Aðstandendur sænsku fréttakonunnar Kim Wall hyggjast koma á fót styrktarsjóði í minningu hennar. Sjóðurinn mun styrkja störf fréttakvenna sem halda hugsjónum Wall á lofti. Wall hvarf eftir að hafa farið um borð í kafbát danska uppfinningamannsins Peter Madsen, í þeim tilgangi að skrifa um hann frétt. Sundurlimað lík hennar fannst nokkrum dögum síðar við strendur Amager í Kaupmannahöfn en Madsen er grunaður um að vera valdur að dauða Wall. Hann neitar enn sök. „Styrkurinn mun fjármagna störf fréttakonu sem beitir sér fyrir fréttaflutningi af minnihlutahópum og því sem Kim kallaði iðulega „undiröldur uppreisnarinnar“,“ segir í umfjöllun um styrkinn á minningarsíðu um Kim Wall. Þá segir einnig að styrktarsjóðurinn sé stofnaður til að heiðra arfleið Wall. „Kim vildi sjá fleiri konur úti í veröldinni, að ögra lífinu, og við viljum hjálpa til við að aðlaga heiminn að sýn hennar.“Sjá einnig: Einstakar myndir vinanna af Kim Wall Wall varð einingus þrítug en hún var fædd í Trelleborg á Skáni, syðst í Svíþjóð, og hafði meðal annars skrifað um borgarastyrjöldina á Sri Lanka, og frá hamfarasvæðum jarðskjálftans á Haítí árið 2010. Greinar hennar höfðu meðal annars birst í breska blaðinu Guardian, New York Times og Vice. Hún var með starfsstöðvar bæði í New York og Peking. Að styrktarsjóðnum standa, að því er segir á minningarsíðunni, fjölskylda og vinir Wall. Þar á meðal eru foreldrar hennar, Ingrid og Joachim, bróðir hennar Tom og vinkonur hennar Mansi Choksi og May Jeong. Þá er áhugasömum um styrki til sjóðsins bent á netfangið kimwallgrant@gmail.com en er að neðan má sjá Facebook-færslu vinkonunnar Mansi Choksi um sjóðinn og minningarsíðuna.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02 Madsen greindi lögreglu frá dauða Kim Wall mun fyrr en fram hefur komið Lögregla upplýsti um það mánudaginn 21. ágúst að Peter Madsen hafi viðurkennt að hafa varpað líki Wall fyrir borð. 30. ágúst 2017 12:51 Madsen neitar enn að hafa myrt Kim Wall Þetta kom fram í yfirlýsingu dönsku lögreglunnar sem hún sendi frá sér fyrr í dag. 25. ágúst 2017 15:00 Engin leynihólf fundust um borð í kafbát Madsen Sérstakur skanni, sem vanalega er notaður til að kanna farm vörubíla, var notaður við leitina um borð í bátnum. 30. ágúst 2017 09:56 Leita að mögulegum leynihólfum í kafbátnum Lögreglu grunar að sænsku blaðakonunni Kim Wall hafi verið ráðinn bani um borð í bátnum. 29. ágúst 2017 13:26 Einstakar myndir vinanna af Kim Wall Sænska ríkissjónvarpið hefur tekið saman áður óbirt myndskeið þar sem sjá má sænsku blaðakonuna í vinnuferð sinni til Marshalleyja í Kyrrahafi. 1. september 2017 15:50 Ánægð með að líkið hafi fundist Danska lögreglan hefur staðfest að jarðneskar leifar sem fundust við Amager séu af líki blaðakonunnar Kim Wall. Grunaður ódæðismaður, Peter Madsen, segir konuna hafa lent í slysi og að niðurstöður DNA breyti engu um framburðinn. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02
Madsen greindi lögreglu frá dauða Kim Wall mun fyrr en fram hefur komið Lögregla upplýsti um það mánudaginn 21. ágúst að Peter Madsen hafi viðurkennt að hafa varpað líki Wall fyrir borð. 30. ágúst 2017 12:51
Madsen neitar enn að hafa myrt Kim Wall Þetta kom fram í yfirlýsingu dönsku lögreglunnar sem hún sendi frá sér fyrr í dag. 25. ágúst 2017 15:00
Engin leynihólf fundust um borð í kafbát Madsen Sérstakur skanni, sem vanalega er notaður til að kanna farm vörubíla, var notaður við leitina um borð í bátnum. 30. ágúst 2017 09:56
Leita að mögulegum leynihólfum í kafbátnum Lögreglu grunar að sænsku blaðakonunni Kim Wall hafi verið ráðinn bani um borð í bátnum. 29. ágúst 2017 13:26
Einstakar myndir vinanna af Kim Wall Sænska ríkissjónvarpið hefur tekið saman áður óbirt myndskeið þar sem sjá má sænsku blaðakonuna í vinnuferð sinni til Marshalleyja í Kyrrahafi. 1. september 2017 15:50
Ánægð með að líkið hafi fundist Danska lögreglan hefur staðfest að jarðneskar leifar sem fundust við Amager séu af líki blaðakonunnar Kim Wall. Grunaður ódæðismaður, Peter Madsen, segir konuna hafa lent í slysi og að niðurstöður DNA breyti engu um framburðinn. 24. ágúst 2017 06:00