Sport

Sharapova úr leik á Opna bandaríska

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Maria Sharapova er vinsæl og umdeild.
Maria Sharapova er vinsæl og umdeild. vísir/getty
Maria Sharapova er úr leik á Opna bandaríska risamótinu í tennis. Sharapova tapaði fyrir hinni lettnesku Anastasija Sevastova í fjórðu umferð mótsins.

Sharapova vann fyrsta settið 5-7, en Sevastova tók hin tvö 6-4 og 6-2. Sevastova mætir hinni bandarísku Sloane Stephens í 8-liða úrslitum.

Sharapova var að keppa á sínu fyrsta risamóti í nítján mánuði, en hún snéri aftur til keppni í tennis í apríl eftir að hafa verið í keppnisbanni vegna lyfjamisnotkunar.

„Fyrsta settið var mjög tæpt, það hefði getað lendað hvoru megin sem var,“ sagði Sevatova eftir viðureignina.

„Hún spilaði ótrúlega í fyrstu tveimur settunum. Ég hélt bara áfram að berjast, hljóp á eftir hverjum einasta bolta.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×