Burt með frítekjumarkið og það strax Erna Indriðadóttir skrifar 5. september 2017 07:00 Eldra fólk á Íslandi er fjölbreyttur hópur sem býr við mismunandi aðstæður. Engu að síður er það staðreynd að um 60% þeirra sem eru 67 ára og eldri, eru með mánaðartekjur undir 350 þúsundum á mánuði, fyrir skatt.Fólki nánast meinað að vinna Þetta eru ekki háar tekjur og til að bæta gráu ofan á svart er þessum hópi nánast meinað að vinna og afla sér aukatekna til að drýgja mánaðarlaunin. Þeir sem gera það, sitja uppi með að þurfa að borga 60-73% í jaðarskatt af viðbótartekjunum og jafnvel meira. Þeir halda kannski ekki eftir nema 27 þúsund krónum, vinni þeir sér inn 100 þúsund krónur. Það er því ekki skrítið að fólk hugsi sig um tvisvar bjóðist því hlutastarf eftir að það er komið á eftirlaun. Þó fólki þyki gaman að vinna er það ekki tilbúið að gera það fyrir nánast ekki neitt.Frítekjumark vegna viðbótartekna Þeir sem eru á vinnumarkaðinum borga venjulegan skatt af þeim viðbótartekjum sem þeir kunna að afla sér fyrir utan sína föstu vinnu. En fyrir eldra fólk gilda svokölluð „frítekjumörk“. Þau eru samanlagt 25.000 á mánuði fyrir launatekjur, vaxtatekjur og lífeyristekjur. Sem þýðir að menn mega hafa 25.000 krónur í viðbótartekjur á mánuði áður en það fer að lækka heildarlaunin. Hafi þeir lífeyristekjur eða fjármagnstekjur umfram 25.000 krónur byrja atvinnutekjurnar strax að skerðast. Allt sem er umfram lækkar ellilífeyrinn frá Tryggingastofnun ríkisins.Eiga að búa við sömu skattlagningu og aðrir Á sama tíma vantar vinnandi hendur í landinu. Nýjustu fréttir herma að það vanti til dæmis starfsfólk á frístundaheimilin á höfuðborgarsvæðinu. Það er almennt viðurkennt að eldra fólk hefur gott af því að vinna eins lengi og það vill og getur. Það eykur veltuna í samfélaginu og bætir heilsu eldra fólks. Þannig sparast útgjöld ríkisins til heilbrigðismála og það fær líka meiri virðisaukaskatt í kassann. Ríkisstjórnin hyggst hækka frítekjumörkin fyrir atvinnutekjur í 100.000 krónur á fimm árum. Það er vissulega góður ásetningur, en það verður að afnema þessi frítekjumörk og það strax. Eldra fólk á að búa við sömu skattlagningu og aðrir sem vinna sér inn aukatekjur.Eru allar bjargir bannaðar Ef þeir sem hafa þessi lágu eftirlaun vilja selja eignir eins og til dæmis sumarbústað, til að drýgja tekjurnar, er þeim nánast gert það ókleift líka. Hjón sem seldu sumarbústaðinn sinn misstu þannig allan ellilífeyrinn frá Tryggingastofnun. Þannig eru þessum hópi allar bjargir bannaðar. Hann má hvorki afla sér viðbótartekna né selja eignir. Þeir sem eiga sitt eigið húsnæði geta skrimt af hinum lága ellilífeyri, en Guð hjálpi þeim sem eru á leigumarkaðinum. Ekki gera stjórnvöld það. Höfundur er varaformaður FEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eldra fólk á Íslandi er fjölbreyttur hópur sem býr við mismunandi aðstæður. Engu að síður er það staðreynd að um 60% þeirra sem eru 67 ára og eldri, eru með mánaðartekjur undir 350 þúsundum á mánuði, fyrir skatt.Fólki nánast meinað að vinna Þetta eru ekki háar tekjur og til að bæta gráu ofan á svart er þessum hópi nánast meinað að vinna og afla sér aukatekna til að drýgja mánaðarlaunin. Þeir sem gera það, sitja uppi með að þurfa að borga 60-73% í jaðarskatt af viðbótartekjunum og jafnvel meira. Þeir halda kannski ekki eftir nema 27 þúsund krónum, vinni þeir sér inn 100 þúsund krónur. Það er því ekki skrítið að fólk hugsi sig um tvisvar bjóðist því hlutastarf eftir að það er komið á eftirlaun. Þó fólki þyki gaman að vinna er það ekki tilbúið að gera það fyrir nánast ekki neitt.Frítekjumark vegna viðbótartekna Þeir sem eru á vinnumarkaðinum borga venjulegan skatt af þeim viðbótartekjum sem þeir kunna að afla sér fyrir utan sína föstu vinnu. En fyrir eldra fólk gilda svokölluð „frítekjumörk“. Þau eru samanlagt 25.000 á mánuði fyrir launatekjur, vaxtatekjur og lífeyristekjur. Sem þýðir að menn mega hafa 25.000 krónur í viðbótartekjur á mánuði áður en það fer að lækka heildarlaunin. Hafi þeir lífeyristekjur eða fjármagnstekjur umfram 25.000 krónur byrja atvinnutekjurnar strax að skerðast. Allt sem er umfram lækkar ellilífeyrinn frá Tryggingastofnun ríkisins.Eiga að búa við sömu skattlagningu og aðrir Á sama tíma vantar vinnandi hendur í landinu. Nýjustu fréttir herma að það vanti til dæmis starfsfólk á frístundaheimilin á höfuðborgarsvæðinu. Það er almennt viðurkennt að eldra fólk hefur gott af því að vinna eins lengi og það vill og getur. Það eykur veltuna í samfélaginu og bætir heilsu eldra fólks. Þannig sparast útgjöld ríkisins til heilbrigðismála og það fær líka meiri virðisaukaskatt í kassann. Ríkisstjórnin hyggst hækka frítekjumörkin fyrir atvinnutekjur í 100.000 krónur á fimm árum. Það er vissulega góður ásetningur, en það verður að afnema þessi frítekjumörk og það strax. Eldra fólk á að búa við sömu skattlagningu og aðrir sem vinna sér inn aukatekjur.Eru allar bjargir bannaðar Ef þeir sem hafa þessi lágu eftirlaun vilja selja eignir eins og til dæmis sumarbústað, til að drýgja tekjurnar, er þeim nánast gert það ókleift líka. Hjón sem seldu sumarbústaðinn sinn misstu þannig allan ellilífeyrinn frá Tryggingastofnun. Þannig eru þessum hópi allar bjargir bannaðar. Hann má hvorki afla sér viðbótartekna né selja eignir. Þeir sem eiga sitt eigið húsnæði geta skrimt af hinum lága ellilífeyri, en Guð hjálpi þeim sem eru á leigumarkaðinum. Ekki gera stjórnvöld það. Höfundur er varaformaður FEB.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun