Burt með frítekjumarkið og það strax Erna Indriðadóttir skrifar 5. september 2017 07:00 Eldra fólk á Íslandi er fjölbreyttur hópur sem býr við mismunandi aðstæður. Engu að síður er það staðreynd að um 60% þeirra sem eru 67 ára og eldri, eru með mánaðartekjur undir 350 þúsundum á mánuði, fyrir skatt.Fólki nánast meinað að vinna Þetta eru ekki háar tekjur og til að bæta gráu ofan á svart er þessum hópi nánast meinað að vinna og afla sér aukatekna til að drýgja mánaðarlaunin. Þeir sem gera það, sitja uppi með að þurfa að borga 60-73% í jaðarskatt af viðbótartekjunum og jafnvel meira. Þeir halda kannski ekki eftir nema 27 þúsund krónum, vinni þeir sér inn 100 þúsund krónur. Það er því ekki skrítið að fólk hugsi sig um tvisvar bjóðist því hlutastarf eftir að það er komið á eftirlaun. Þó fólki þyki gaman að vinna er það ekki tilbúið að gera það fyrir nánast ekki neitt.Frítekjumark vegna viðbótartekna Þeir sem eru á vinnumarkaðinum borga venjulegan skatt af þeim viðbótartekjum sem þeir kunna að afla sér fyrir utan sína föstu vinnu. En fyrir eldra fólk gilda svokölluð „frítekjumörk“. Þau eru samanlagt 25.000 á mánuði fyrir launatekjur, vaxtatekjur og lífeyristekjur. Sem þýðir að menn mega hafa 25.000 krónur í viðbótartekjur á mánuði áður en það fer að lækka heildarlaunin. Hafi þeir lífeyristekjur eða fjármagnstekjur umfram 25.000 krónur byrja atvinnutekjurnar strax að skerðast. Allt sem er umfram lækkar ellilífeyrinn frá Tryggingastofnun ríkisins.Eiga að búa við sömu skattlagningu og aðrir Á sama tíma vantar vinnandi hendur í landinu. Nýjustu fréttir herma að það vanti til dæmis starfsfólk á frístundaheimilin á höfuðborgarsvæðinu. Það er almennt viðurkennt að eldra fólk hefur gott af því að vinna eins lengi og það vill og getur. Það eykur veltuna í samfélaginu og bætir heilsu eldra fólks. Þannig sparast útgjöld ríkisins til heilbrigðismála og það fær líka meiri virðisaukaskatt í kassann. Ríkisstjórnin hyggst hækka frítekjumörkin fyrir atvinnutekjur í 100.000 krónur á fimm árum. Það er vissulega góður ásetningur, en það verður að afnema þessi frítekjumörk og það strax. Eldra fólk á að búa við sömu skattlagningu og aðrir sem vinna sér inn aukatekjur.Eru allar bjargir bannaðar Ef þeir sem hafa þessi lágu eftirlaun vilja selja eignir eins og til dæmis sumarbústað, til að drýgja tekjurnar, er þeim nánast gert það ókleift líka. Hjón sem seldu sumarbústaðinn sinn misstu þannig allan ellilífeyrinn frá Tryggingastofnun. Þannig eru þessum hópi allar bjargir bannaðar. Hann má hvorki afla sér viðbótartekna né selja eignir. Þeir sem eiga sitt eigið húsnæði geta skrimt af hinum lága ellilífeyri, en Guð hjálpi þeim sem eru á leigumarkaðinum. Ekki gera stjórnvöld það. Höfundur er varaformaður FEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Eldra fólk á Íslandi er fjölbreyttur hópur sem býr við mismunandi aðstæður. Engu að síður er það staðreynd að um 60% þeirra sem eru 67 ára og eldri, eru með mánaðartekjur undir 350 þúsundum á mánuði, fyrir skatt.Fólki nánast meinað að vinna Þetta eru ekki háar tekjur og til að bæta gráu ofan á svart er þessum hópi nánast meinað að vinna og afla sér aukatekna til að drýgja mánaðarlaunin. Þeir sem gera það, sitja uppi með að þurfa að borga 60-73% í jaðarskatt af viðbótartekjunum og jafnvel meira. Þeir halda kannski ekki eftir nema 27 þúsund krónum, vinni þeir sér inn 100 þúsund krónur. Það er því ekki skrítið að fólk hugsi sig um tvisvar bjóðist því hlutastarf eftir að það er komið á eftirlaun. Þó fólki þyki gaman að vinna er það ekki tilbúið að gera það fyrir nánast ekki neitt.Frítekjumark vegna viðbótartekna Þeir sem eru á vinnumarkaðinum borga venjulegan skatt af þeim viðbótartekjum sem þeir kunna að afla sér fyrir utan sína föstu vinnu. En fyrir eldra fólk gilda svokölluð „frítekjumörk“. Þau eru samanlagt 25.000 á mánuði fyrir launatekjur, vaxtatekjur og lífeyristekjur. Sem þýðir að menn mega hafa 25.000 krónur í viðbótartekjur á mánuði áður en það fer að lækka heildarlaunin. Hafi þeir lífeyristekjur eða fjármagnstekjur umfram 25.000 krónur byrja atvinnutekjurnar strax að skerðast. Allt sem er umfram lækkar ellilífeyrinn frá Tryggingastofnun ríkisins.Eiga að búa við sömu skattlagningu og aðrir Á sama tíma vantar vinnandi hendur í landinu. Nýjustu fréttir herma að það vanti til dæmis starfsfólk á frístundaheimilin á höfuðborgarsvæðinu. Það er almennt viðurkennt að eldra fólk hefur gott af því að vinna eins lengi og það vill og getur. Það eykur veltuna í samfélaginu og bætir heilsu eldra fólks. Þannig sparast útgjöld ríkisins til heilbrigðismála og það fær líka meiri virðisaukaskatt í kassann. Ríkisstjórnin hyggst hækka frítekjumörkin fyrir atvinnutekjur í 100.000 krónur á fimm árum. Það er vissulega góður ásetningur, en það verður að afnema þessi frítekjumörk og það strax. Eldra fólk á að búa við sömu skattlagningu og aðrir sem vinna sér inn aukatekjur.Eru allar bjargir bannaðar Ef þeir sem hafa þessi lágu eftirlaun vilja selja eignir eins og til dæmis sumarbústað, til að drýgja tekjurnar, er þeim nánast gert það ókleift líka. Hjón sem seldu sumarbústaðinn sinn misstu þannig allan ellilífeyrinn frá Tryggingastofnun. Þannig eru þessum hópi allar bjargir bannaðar. Hann má hvorki afla sér viðbótartekna né selja eignir. Þeir sem eiga sitt eigið húsnæði geta skrimt af hinum lága ellilífeyri, en Guð hjálpi þeim sem eru á leigumarkaðinum. Ekki gera stjórnvöld það. Höfundur er varaformaður FEB.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun