Erlent

Mál Kim Wall: Madsen viðurkennir að hafa vanvirt lík

Atli Ísleifsson skrifar
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er nú í gæsluvarðhaldi.
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er nú í gæsluvarðhaldi. Vísir/AFP

Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur viðurkennt að hafa vanvirt lík í máli sænsku blaðakonunnar Kim Wall. Þetta segir Betina Hald Engmark, lögmaður Madsen, í samtali við BT.

Madsen fellst þó ekki á útskýringar lögreglunnar um hvernig farið var með lík Wall.

Saksóknarar hafa krafist þess að Madsen verði látinn gangast undir geðrannsókn og að gæsluvarðhald verði framlengt vegna gruns um að hann hafi myrt Wall.

Dómari í Kaupmannahöfn mun taka afstöðu til þess í dag hvort að gæsluvarðhald verði framlangt. Á fyrri stigum málsins hefur það verið tekið fyrir fyrir luktum dyrum, en Madsen hefur farið fram á að það verði gert fyrir opnum dyrum.

Madsen fullyrðir að Kim Wall hafi látið lífið eftir slys um borð í kafbátnum Nautilus, en síðast sást til Wall á lífi þann 10. ágúst síðastliðinn. Búkur sundurlimaðs líks Wall fannst við strendur Amager þann 21. ágúst.

Uppfært 12:55: 

Dómari hefur orðið við vilja Madsen. Málið verður tekið fyrir fyrir opnum tjöldum.


Tengdar fréttir

Einstakar myndir vinanna af Kim Wall

Sænska ríkissjónvarpið hefur tekið saman áður óbirt myndskeið þar sem sjá má sænsku blaðakonuna í vinnuferð sinni til Marshalleyja í Kyrrahafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×