Erlent

Hin­rik prins þjáist af elliglöpum

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki er ljóst hve lengi hinn 83 ára Hinrik þarf að dvelja á Rigshospitalet.
Ekki er ljóst hve lengi hinn 83 ára Hinrik þarf að dvelja á Rigshospitalet. Vísir/AFP

Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, þjáist af elliglöpum. Þetta er niðurstaða lækna við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn.



Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku konungsfjölskyldunni.



Segir að opinberum verkefnum prinsins muni fækka í kjölfar greiningar læknanna.



Í tilkynningunni segir að umfang vitsmunahrörnunar prinsins sé meira en reiknað var með, sé tillit til aldurs hans. Getur það leitt breytingar á hegðun, viðbrögðum og dómgreind, sem og tengsl prinsins við umhverfið.



Prinsinn er 83 ára hefur mikið verið í fréttum að undanförnu eftir að greint var frá því að hann vildi ekki verða jarðsettur á sama stað og drottningin þegar hann fellur frá. Fram að því hafði verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla hlið við hlið í steinkistum í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kæmi.



Uppfært 13:51:

Í frétt TV2 er haft eftir fjölmiðlafulltrúa dönsku konungsfjölskyldunnar að veikindi prinsins hafi ekki áhrif á fyrirkomulag þegar kæmi að því hvar hann verður jarðsettur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×