Fimm myndir sem keppa um Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í Bíó Paradís Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. september 2017 13:00 Marta Sigríður er kynningarstjóri í Bíó Paradís þar sem hver viðburðurinn rekur annan. Fréttablaðið/Ernir Norræn kvikmyndahátíð er hafin í Bíó Paradís. Myndirnar sem þar eru sýndar eru allar tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár og eiga það sameiginlegt að vera fyrstu myndir leikstjóranna.„Við erum að sýna fimm kvikmyndir sem allar eru tilnefndar til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna í ár,“ segir Marta Sigríður Pétursdóttir, sem er kynningarstjóri í Bíó Paradís. Hún byrjar á að hæla sænsku myndinni Samablóð sem frumsýnd var í gærkvöldi. Hún verður sýnd aftur á morgun og líka á laugardag og þriðjudag. „Þetta er mögnuð mynd. Hún gerist á fyrri hluta 20. aldar og fjallar um hvernig komið var fram við Sama á þeim tíma. Myndin segir sögu ungrar stúlku sem var send á heimvistarskóla og lýsir kynþáttahyggjunni sem þar réð ríkjum. Semsagt stórpólitískt málefni. Þarna er kvenleikstjóri, Amanda Kernell, sem er einnig handritshöfundur. Bak við myndavélina var líka kona, Sophia Olsson, sem var viðstödd frumsýninguna, enda hefur hún sterka tengingu við Ísland, hún vann með Rúnari Rúnarssyni leikstjóra bæði við Eldfjall og Þresti og svo á hún líka hálfíslenskt barn.“ Elle Marja er 14 ára Samastúlka og hreindýrahirðir. Myndin Hjartasteinn er tilnefnd fyrir Íslands hönd að sögn Mörtu. „Þó að langt sé síðan myndin var frumsýnd ætla flestir aðstandendur og leikarar að mæta á sýninguna hjá okkur þann 12. september og svara spurningum eftir hana. Myndir hinna Norðurlandanna eru Tyttö nimeltä Varpu frá Finnlandi, Forældre frá Danmörku og Fluefangere frá Noregi.“ Gaman verður að sjá hver hlýtur verðlaunin en úrslitin verða tilkynnt miðvikudaginn 1. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. Norræna kvikmyndahátíðin í Bíó Paradís stendur yfir dagana 7.-13. september. Um hana má lesa á heimasíðu Bíó Paradís. Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Norræn kvikmyndahátíð er hafin í Bíó Paradís. Myndirnar sem þar eru sýndar eru allar tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár og eiga það sameiginlegt að vera fyrstu myndir leikstjóranna.„Við erum að sýna fimm kvikmyndir sem allar eru tilnefndar til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna í ár,“ segir Marta Sigríður Pétursdóttir, sem er kynningarstjóri í Bíó Paradís. Hún byrjar á að hæla sænsku myndinni Samablóð sem frumsýnd var í gærkvöldi. Hún verður sýnd aftur á morgun og líka á laugardag og þriðjudag. „Þetta er mögnuð mynd. Hún gerist á fyrri hluta 20. aldar og fjallar um hvernig komið var fram við Sama á þeim tíma. Myndin segir sögu ungrar stúlku sem var send á heimvistarskóla og lýsir kynþáttahyggjunni sem þar réð ríkjum. Semsagt stórpólitískt málefni. Þarna er kvenleikstjóri, Amanda Kernell, sem er einnig handritshöfundur. Bak við myndavélina var líka kona, Sophia Olsson, sem var viðstödd frumsýninguna, enda hefur hún sterka tengingu við Ísland, hún vann með Rúnari Rúnarssyni leikstjóra bæði við Eldfjall og Þresti og svo á hún líka hálfíslenskt barn.“ Elle Marja er 14 ára Samastúlka og hreindýrahirðir. Myndin Hjartasteinn er tilnefnd fyrir Íslands hönd að sögn Mörtu. „Þó að langt sé síðan myndin var frumsýnd ætla flestir aðstandendur og leikarar að mæta á sýninguna hjá okkur þann 12. september og svara spurningum eftir hana. Myndir hinna Norðurlandanna eru Tyttö nimeltä Varpu frá Finnlandi, Forældre frá Danmörku og Fluefangere frá Noregi.“ Gaman verður að sjá hver hlýtur verðlaunin en úrslitin verða tilkynnt miðvikudaginn 1. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. Norræna kvikmyndahátíðin í Bíó Paradís stendur yfir dagana 7.-13. september. Um hana má lesa á heimasíðu Bíó Paradís.
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira