Eldisfiskur frjáls um allt land Sveinn Arnarsson skrifar 8. september 2017 06:00 Eldislax hefur veiðst víðs vegar um landið í sumar. Eldisfiskur hefur veiðst í ám í öllum landsfjórðungum í sumar. Mest hefur veiðst af hnúðlaxi í lax- og silungsveiðiám en einnig hefur regnbogasilungur veiðst í sumar. Formaður Landssambands veiðifélaga segir þessar niðurstöður sýna hvað geti gerst með því að stórauka eldi hér við land.Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðvaNú þegar hafa verið staðfest 67 tilvik þar sem eldisfiskur veiddist í íslenskum ám. Eldisfiskur er óæskilegur gestur í íslenskum ám vegna mikilla og alvarlegra afleiðinga sem hann getur haft fyrir þá náttúrulegu stofna sem hér lifa. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður Hafrannsóknastofnunar, en heildarfjöldi veiddra eldisfiska er ekki ljós fyrr en veiðibækur hafa skilað sér til stofnunarinnar og þær rannsakaðar. Af þessum 67 tilvikum eiga átta við um regnbogasilung en 59 tilvik eru skráð um veiði á hnúðlaxi. Líklegt er að stangveiðimenn veiði aðeins brot af þeim eldisfiski sem syndir frjáls við strendur Íslands. Ekki er með nokkru móti hægt að gera sér grein fyrir magni eldisfisks en líklegt er að þessi 67 tilvik séu aðeins brotabrot af heildarumfanginu.Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélagaEinar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, segir þessar tölur koma vel út fyrir íslenskt sjókvíaeldi. „Þessar tölur gefa það til kynna að íslenskt sjókvíaeldi sé ekki vandamál fyrir íslenskar ár. Í tölunum er enginn lax úr íslensku sjókvíaeldi. Einnig eru mjög fá tilfelli um veiddan regnbogasilung. Þessar tölur gefa því vísbendingar um að vel sé haldið á spöðunum í fiskeldi á Íslandi og slysasleppingar ekki vandamál þar,“ segir Einar. Ekki eru þess dæmi að lax úr íslensku laxeldi í sjó hafi veiðst í ám í sumar. Aðeins er um hnúðlax að ræða í bókum Hafrannsóknastofnunar. Líklegt er þó að regnbogasilungurinn sé úr íslensku sjókvíaeldi. „Þetta er mjög óæskileg þróun í íslenskri náttúru,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. „Hér eru á ferð strokufiskar úr eldi sem við viljum ekki sjá í íslenskri náttúru. Það skiptir sköpum fyrir íslenskt lífríki að við förum gætilega í þessum efnum. Skora ég einnig á alla þá veiðimenn sem telja sig hafa veitt þessi kvikindi að koma þeim til yfirvalda til rannsóknar hið snarasta svo hægt sé að skrá þessi tilvik og rannsaka.“ Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Eldisfiskur hefur veiðst í ám í öllum landsfjórðungum í sumar. Mest hefur veiðst af hnúðlaxi í lax- og silungsveiðiám en einnig hefur regnbogasilungur veiðst í sumar. Formaður Landssambands veiðifélaga segir þessar niðurstöður sýna hvað geti gerst með því að stórauka eldi hér við land.Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðvaNú þegar hafa verið staðfest 67 tilvik þar sem eldisfiskur veiddist í íslenskum ám. Eldisfiskur er óæskilegur gestur í íslenskum ám vegna mikilla og alvarlegra afleiðinga sem hann getur haft fyrir þá náttúrulegu stofna sem hér lifa. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður Hafrannsóknastofnunar, en heildarfjöldi veiddra eldisfiska er ekki ljós fyrr en veiðibækur hafa skilað sér til stofnunarinnar og þær rannsakaðar. Af þessum 67 tilvikum eiga átta við um regnbogasilung en 59 tilvik eru skráð um veiði á hnúðlaxi. Líklegt er að stangveiðimenn veiði aðeins brot af þeim eldisfiski sem syndir frjáls við strendur Íslands. Ekki er með nokkru móti hægt að gera sér grein fyrir magni eldisfisks en líklegt er að þessi 67 tilvik séu aðeins brotabrot af heildarumfanginu.Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélagaEinar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, segir þessar tölur koma vel út fyrir íslenskt sjókvíaeldi. „Þessar tölur gefa það til kynna að íslenskt sjókvíaeldi sé ekki vandamál fyrir íslenskar ár. Í tölunum er enginn lax úr íslensku sjókvíaeldi. Einnig eru mjög fá tilfelli um veiddan regnbogasilung. Þessar tölur gefa því vísbendingar um að vel sé haldið á spöðunum í fiskeldi á Íslandi og slysasleppingar ekki vandamál þar,“ segir Einar. Ekki eru þess dæmi að lax úr íslensku laxeldi í sjó hafi veiðst í ám í sumar. Aðeins er um hnúðlax að ræða í bókum Hafrannsóknastofnunar. Líklegt er þó að regnbogasilungurinn sé úr íslensku sjókvíaeldi. „Þetta er mjög óæskileg þróun í íslenskri náttúru,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. „Hér eru á ferð strokufiskar úr eldi sem við viljum ekki sjá í íslenskri náttúru. Það skiptir sköpum fyrir íslenskt lífríki að við förum gætilega í þessum efnum. Skora ég einnig á alla þá veiðimenn sem telja sig hafa veitt þessi kvikindi að koma þeim til yfirvalda til rannsóknar hið snarasta svo hægt sé að skrá þessi tilvik og rannsaka.“
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira