Meistararnir flengdir í fjórða leikhluta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. september 2017 10:00 Kareem Hunt var algjörlega magnaður í sínum fyrsta leik í NFL-deildinni. Vísir/Getty Tom Brady og hans menn í New England Patriots fengu ekki þá draumabyrjun sem þeir óskuðu sér í opnunarleik nýs tímabils í NFL-deildinni en New England Patriots steinlá fyrir Kansas City Chiefs á heimavelli í nótt, 42-27. Patriots byrjaði betur og var með forystu í hálfleik, 17-14. Munurinn jóks svo og var í upphafi þess fjórða 27-21. En þá tók Alex Smith, leikstjórnandi Chiefs, með magnaðan nýliða í hlauparastöðunni, Kareem Hunt, yfir leikinn og skoraði 21 stig í röð án þess að því var svarað. Smith átti frábæran leik - kastaði samtals 368 jarda í leiknum og fyrir fjórum snertimörkum en það var nýliðinn Hunt sem stal sviðsljósinu. Hunt, sem er 22 ára, skoraði þrjú snertimörk í leiknum og hljóp samtals 239 jarda.Samantekt úr leiknum má sjá hér, á YouTube-rás NFL. Brady, sem er án nokkurs vafa einn allra besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, virtist stirður í leiknum í nótt. Hann kláraði aðeins sextán af 36 sendingum sínum í leiknum og náði ekki að kasta fyrir snertimarki. Niðurstaðan var söguleg því að aldrei áður hefur vörn þjálfarans Bill Belichick fengið á sig 42 stig í einum leik á sautján ára ferli hans sem þjálfari Patriots. Smith varð fyrsti leikstjórnandinn á þeim tíma til að kasta meira en 300 jarda í leik og skora minnst fjögur snertimörk gegn Patriots síðan að Belichick tók við liðinu. Þar að auki er þetta í fyrsta sinn í síðustu 82 leikjum á Gillette-leikvanginum sem að Patriots tapar leik eftir að hafa verið yfir í hálfleik. Fyrsta umferðin heldur áfram á sunnudag og verða þá tveir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 17.00 hefst viðureign Tennesse Titans og Oakland Raiders en klukkan 20.25 verður stórleikur Green Bay Packers og Seattle Seahawks sýndur. Enski boltinn Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Klopp vildi fá Anthony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Sjá meira
Tom Brady og hans menn í New England Patriots fengu ekki þá draumabyrjun sem þeir óskuðu sér í opnunarleik nýs tímabils í NFL-deildinni en New England Patriots steinlá fyrir Kansas City Chiefs á heimavelli í nótt, 42-27. Patriots byrjaði betur og var með forystu í hálfleik, 17-14. Munurinn jóks svo og var í upphafi þess fjórða 27-21. En þá tók Alex Smith, leikstjórnandi Chiefs, með magnaðan nýliða í hlauparastöðunni, Kareem Hunt, yfir leikinn og skoraði 21 stig í röð án þess að því var svarað. Smith átti frábæran leik - kastaði samtals 368 jarda í leiknum og fyrir fjórum snertimörkum en það var nýliðinn Hunt sem stal sviðsljósinu. Hunt, sem er 22 ára, skoraði þrjú snertimörk í leiknum og hljóp samtals 239 jarda.Samantekt úr leiknum má sjá hér, á YouTube-rás NFL. Brady, sem er án nokkurs vafa einn allra besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, virtist stirður í leiknum í nótt. Hann kláraði aðeins sextán af 36 sendingum sínum í leiknum og náði ekki að kasta fyrir snertimarki. Niðurstaðan var söguleg því að aldrei áður hefur vörn þjálfarans Bill Belichick fengið á sig 42 stig í einum leik á sautján ára ferli hans sem þjálfari Patriots. Smith varð fyrsti leikstjórnandinn á þeim tíma til að kasta meira en 300 jarda í leik og skora minnst fjögur snertimörk gegn Patriots síðan að Belichick tók við liðinu. Þar að auki er þetta í fyrsta sinn í síðustu 82 leikjum á Gillette-leikvanginum sem að Patriots tapar leik eftir að hafa verið yfir í hálfleik. Fyrsta umferðin heldur áfram á sunnudag og verða þá tveir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 17.00 hefst viðureign Tennesse Titans og Oakland Raiders en klukkan 20.25 verður stórleikur Green Bay Packers og Seattle Seahawks sýndur.
Enski boltinn Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Klopp vildi fá Anthony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Sjá meira