Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Sveinbjörg Birna og Guðfinna Jóhanna reyna nú að komast að samkomulagi vegna stöðunnar sem upp er komin í borgarstjórn í kjölfar úrsagnar Sveinbjargar úr Framsóknarflokknum. Snúin staða er komin upp í flokknum. Samsett Mynd „Þetta var góður fundur og við erum að tala saman,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi eftir fund með Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, í gær. Verulega snúin staða er komin upp í borgarstjórn í kjölfar þeirrar ákvörðunar Sveinbjargar að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá framboði Framsóknar og flugvallarvina í síðustu viku. Úrsögnin gæti kostað flokkinn öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar fari svo að ekki náist samkomulag milli Sveinbjargar og fyrrverandi samstarfsfólks hennar um áframhaldandi samstarf. Sætin renna annars til meirihlutans. Ef niðurstaðan verður sú að Sveinbjörg sitji óháð og Guðfinna Jóhanna fyrir Framsókn og flugvallarvini án samkomulags um að standa saman að lista kemur upp sú staða að þegar reiknað verður inn í ráð og nefndir borgarinnar samkvæmt D’Hondt-reiknireglunni mun Framsókn og flugvallarvinir missa öll sín sæti. Á móti kemur að flokkurinn mun eiga rétt á áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt í öllum sjö manna ráðum borgarinnar en engan atkvæðisrétt. Þessi réttur til áheyrnar er bundinn við framboðsaðilann, í þessu tilfelli Framsókn og flugvallarvini, þannig að Sveinbjörg ætti ekki sjálfkrafa slíkan rétt sem óháður fulltrúi. Ljóst yrði einnig að Sveinbjörg myndi missa sæti sitt í borgarráði sem færi þá til meirihlutans í borginni sem hefði þá fimm borgarráðsfulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn tvo. Sveinbjörg yrði frá að hverfa en Framsókn og flugvallarvinir fengju áheyrnarfulltrúa. Ef Sveinbjörg og Guðfinna hins vegar ná saman um að mynda blokk um óbreytt ástand í þessari reikniformúlu, þrátt fyrir árekstra sína undanfarið, myndu sætin halda sér óröskuð. Sveinbjörg og Framsókn og flugvallarvinir yrðu þá væntanlega að skipta þeim einhvern veginn á milli sín. Þær hittust á fundum á þriðjudag til að ræða málin og reyna að finna farsæla lausn. Sveinbjörg segir fundinn hafa verið góðan þó að samkomulag hafi ekki legið fyrir þegar Fréttablaðið náði af henni tali. Frekari fundarhöld eru fyrirhuguð og undirstrikar Sveinbjörg að þær Guðfinna hafi ekki skilið í illu þegar hún hætti. „Ég held að hvorug okkar hafi haldið því fram. Ég hef trú á að skynsemin verði einhverjum ágreiningi yfirsterkari. Það er ljóst að við viljum vinna að því að minnihlutinn haldi þeim styrk sem hann hefur haft.“ Meðan þær ræða málin í leit að samkomulagi bíður meirihlutinn eftir að staðan skýrist á undirbúningsfundi fyrir borgarstjórnarfund á föstudag, reiðubúinn að leggja þar til að kosið verði í ráð og nefndir næstkomandi þriðjudag og styrkja sig þannig á kostnað minnihlutans. Framsóknarflokkurinn Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
„Þetta var góður fundur og við erum að tala saman,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi eftir fund með Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, í gær. Verulega snúin staða er komin upp í borgarstjórn í kjölfar þeirrar ákvörðunar Sveinbjargar að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá framboði Framsóknar og flugvallarvina í síðustu viku. Úrsögnin gæti kostað flokkinn öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar fari svo að ekki náist samkomulag milli Sveinbjargar og fyrrverandi samstarfsfólks hennar um áframhaldandi samstarf. Sætin renna annars til meirihlutans. Ef niðurstaðan verður sú að Sveinbjörg sitji óháð og Guðfinna Jóhanna fyrir Framsókn og flugvallarvini án samkomulags um að standa saman að lista kemur upp sú staða að þegar reiknað verður inn í ráð og nefndir borgarinnar samkvæmt D’Hondt-reiknireglunni mun Framsókn og flugvallarvinir missa öll sín sæti. Á móti kemur að flokkurinn mun eiga rétt á áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt í öllum sjö manna ráðum borgarinnar en engan atkvæðisrétt. Þessi réttur til áheyrnar er bundinn við framboðsaðilann, í þessu tilfelli Framsókn og flugvallarvini, þannig að Sveinbjörg ætti ekki sjálfkrafa slíkan rétt sem óháður fulltrúi. Ljóst yrði einnig að Sveinbjörg myndi missa sæti sitt í borgarráði sem færi þá til meirihlutans í borginni sem hefði þá fimm borgarráðsfulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn tvo. Sveinbjörg yrði frá að hverfa en Framsókn og flugvallarvinir fengju áheyrnarfulltrúa. Ef Sveinbjörg og Guðfinna hins vegar ná saman um að mynda blokk um óbreytt ástand í þessari reikniformúlu, þrátt fyrir árekstra sína undanfarið, myndu sætin halda sér óröskuð. Sveinbjörg og Framsókn og flugvallarvinir yrðu þá væntanlega að skipta þeim einhvern veginn á milli sín. Þær hittust á fundum á þriðjudag til að ræða málin og reyna að finna farsæla lausn. Sveinbjörg segir fundinn hafa verið góðan þó að samkomulag hafi ekki legið fyrir þegar Fréttablaðið náði af henni tali. Frekari fundarhöld eru fyrirhuguð og undirstrikar Sveinbjörg að þær Guðfinna hafi ekki skilið í illu þegar hún hætti. „Ég held að hvorug okkar hafi haldið því fram. Ég hef trú á að skynsemin verði einhverjum ágreiningi yfirsterkari. Það er ljóst að við viljum vinna að því að minnihlutinn haldi þeim styrk sem hann hefur haft.“ Meðan þær ræða málin í leit að samkomulagi bíður meirihlutinn eftir að staðan skýrist á undirbúningsfundi fyrir borgarstjórnarfund á föstudag, reiðubúinn að leggja þar til að kosið verði í ráð og nefndir næstkomandi þriðjudag og styrkja sig þannig á kostnað minnihlutans.
Framsóknarflokkurinn Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20