Myndband: Hildur dúndrar í haustslagara Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. ágúst 2017 16:00 Hildur hefur engan áhuga á að hætta fjörinu þó að sumarið sé búið. Vísir/Ernir Lagið heitir Næsta sumar. Ég vann þetta lag með StopWaitGo – þetta er fyrsta lagið sem ég hef gert með þeim, þannig að þetta lag er poppslagari eins og þeir eru svo frægir fyrir að gera. Þetta finnst mér svolítið forvitnileg samvinna. Næsta sumar var samið í sumar og ég var svolítið innblásin af því hversu uppteknir Íslendingar eru af því að hafa ógeðslega gaman á sumrin og að þeim finnst allt best á þeim árstíma – lagið fjallar svolítið um það að stoppa ekki fjörið þó að sumarið sé búið heldur halda því áfram fram að næsta sumri,“ segir Hildur um nýjasta lagið sem hún sendir frá sér í dag. Og það kemur heldur betur í tæka tíð enda er ágúst um það bil að klárast og haustið fer að taka við. „Já, þetta kemur á réttum tíma, sumarið alveg að verða búið og haustið handan við hornið. Núna getum við haldið áfram að hafa gaman fram á næsta sumar.“Þannig að það má segja að hér sé fæddur poppslagari vetrarins? „Ég er að spá í hvort þetta geti heitið haustslagari eða eitthvað. Þetta er svolítið fyndið – það er eins og fólk geti bara gert slagara á sumrin og það er ekkert viðurkennt orð yfir haust- og vetrarslagara. Ég er vonandi að breyta því,“ segir Hildur hlæjandi. Laginu fylgir að sjálfsögðu myndband – um er að ræða textamyndband sem Andrea Björk Andrésdóttir sá um að hræra í, en hún sá einnig um myndböndin við lögin Bammbaramm og Would You Change? fyrir Hildi. „Hún býr úti í Berlín þannig að þetta er svona samstarf sem fer í gegnum Skype og internetið, alveg ótrúlegt. Ég er mjög ánægð með það sem hún gerir enda er hún rosalega klár þannig að við ákváðum að henda í eitt textamyndband af því að það er svolítið inn núna. Það er fínt að geta sungið með án þess að þurfa að finna karókíútgáfu.“ Hildur segist aðspurð ekkert vera að stefna neitt sérstaklega á nýja plötu og þetta lag sé einfaldlega bara að koma út vegna þess að hana langaði til að gefa út nýtt lag. Það er ekki svo langt síðan hún gaf út EP-plötuna sína Heart to Heart, en hún kom út í vor. „Þetta er svolítið nýr tónn. Ég er ekkert búin að ákveða hvort þetta verður á plötu eða ekki. Eins og svo margir tónlistarmenn þessa dagana þá er ég pínu bara að hugsa í lögum frekar en plötum.“ Það sem er helst annað að frétta af Hildi er að hún hefur verið að semja slatta fyrir aðra og er að fara í sérstakar lagasmíðabúðir. „Ég er að fara til Þýskalands í lagasmíðabúðir í september. Ég fór í tvennar þannig í sumar. Þetta er geðveikt gaman – ég fer þarna sem lagahöfundur og er að semja fyrir aðra. Maður hittir artista frá ýmsum stöðum sem eru kannski að leita að … kántríballöðu, eða eitthvað, og þá bara semur maður það. Ég er líka að fá í heimsókn núna á föstudaginn fólk frá Finnlandi sem ég samdi lag fyrir í svona smiðju í sumar – þau eru að koma til landsins til að taka lagið upp. Maður veit aldrei hvað gerist með þessi lög en þetta er allavega að fara að verða að einhverju,“ segir Hildur að lokum. Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Lagið heitir Næsta sumar. Ég vann þetta lag með StopWaitGo – þetta er fyrsta lagið sem ég hef gert með þeim, þannig að þetta lag er poppslagari eins og þeir eru svo frægir fyrir að gera. Þetta finnst mér svolítið forvitnileg samvinna. Næsta sumar var samið í sumar og ég var svolítið innblásin af því hversu uppteknir Íslendingar eru af því að hafa ógeðslega gaman á sumrin og að þeim finnst allt best á þeim árstíma – lagið fjallar svolítið um það að stoppa ekki fjörið þó að sumarið sé búið heldur halda því áfram fram að næsta sumri,“ segir Hildur um nýjasta lagið sem hún sendir frá sér í dag. Og það kemur heldur betur í tæka tíð enda er ágúst um það bil að klárast og haustið fer að taka við. „Já, þetta kemur á réttum tíma, sumarið alveg að verða búið og haustið handan við hornið. Núna getum við haldið áfram að hafa gaman fram á næsta sumar.“Þannig að það má segja að hér sé fæddur poppslagari vetrarins? „Ég er að spá í hvort þetta geti heitið haustslagari eða eitthvað. Þetta er svolítið fyndið – það er eins og fólk geti bara gert slagara á sumrin og það er ekkert viðurkennt orð yfir haust- og vetrarslagara. Ég er vonandi að breyta því,“ segir Hildur hlæjandi. Laginu fylgir að sjálfsögðu myndband – um er að ræða textamyndband sem Andrea Björk Andrésdóttir sá um að hræra í, en hún sá einnig um myndböndin við lögin Bammbaramm og Would You Change? fyrir Hildi. „Hún býr úti í Berlín þannig að þetta er svona samstarf sem fer í gegnum Skype og internetið, alveg ótrúlegt. Ég er mjög ánægð með það sem hún gerir enda er hún rosalega klár þannig að við ákváðum að henda í eitt textamyndband af því að það er svolítið inn núna. Það er fínt að geta sungið með án þess að þurfa að finna karókíútgáfu.“ Hildur segist aðspurð ekkert vera að stefna neitt sérstaklega á nýja plötu og þetta lag sé einfaldlega bara að koma út vegna þess að hana langaði til að gefa út nýtt lag. Það er ekki svo langt síðan hún gaf út EP-plötuna sína Heart to Heart, en hún kom út í vor. „Þetta er svolítið nýr tónn. Ég er ekkert búin að ákveða hvort þetta verður á plötu eða ekki. Eins og svo margir tónlistarmenn þessa dagana þá er ég pínu bara að hugsa í lögum frekar en plötum.“ Það sem er helst annað að frétta af Hildi er að hún hefur verið að semja slatta fyrir aðra og er að fara í sérstakar lagasmíðabúðir. „Ég er að fara til Þýskalands í lagasmíðabúðir í september. Ég fór í tvennar þannig í sumar. Þetta er geðveikt gaman – ég fer þarna sem lagahöfundur og er að semja fyrir aðra. Maður hittir artista frá ýmsum stöðum sem eru kannski að leita að … kántríballöðu, eða eitthvað, og þá bara semur maður það. Ég er líka að fá í heimsókn núna á föstudaginn fólk frá Finnlandi sem ég samdi lag fyrir í svona smiðju í sumar – þau eru að koma til landsins til að taka lagið upp. Maður veit aldrei hvað gerist með þessi lög en þetta er allavega að fara að verða að einhverju,“ segir Hildur að lokum.
Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira