Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 11:06 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, situr fyrir svörum á nefndarfundi í morgun. vísir/ernir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun leggja það til við Alþingi í haust að ákvæði í almennum hegningarlögum sem snúa að uppreist æru verði alfarið felld úr lögum. Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust.Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum hér. Samhliða breytingum sem lagðar verða til á almennum hegningarlögum þyrfti þá að leggja til breytingar á fjölmörgum lagabálkum sem kveða á um að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gegnt ýmsum störfum og embættum. Sagði ráðherra að lagt yrði til að þeim ákvæðum yrði þá breytt á þá leið að skýrt yrði nákvæmlega hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að geta gegnt þessum ákveðnu störfum og embættum, til að mynda að viðkomandi mætti ekki hafa hlotið refsidóma fyrir ákveðið mörgum árum. Vélrænt verklag og sum mál legið þungt á ráðherrum Verklag og reglur er varða veitingu uppreistar æru hefur verið mikið gagnrýnt undanfarið, ekki síst eftir að mál Roberts Downey komst í hámæli fyrr í sumar en hann hlaut uppreist æru í september í fyrra og í júní staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hann gæti fengið lögmannsréttindi á ný. Robert Downey hlaut árið 2008 þriggja ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum. Sigríður lýsti því verklagi sem snýr að veitingu uppreistar æru sem vélrænu og sagði að það væri ekki góð þróun á stjórnsýslu að ráðherra á hverjum tíma sé settur í það á hverjum tíma að afgreiða svona mál vélrænt og bera ábyrgð á þeim. Þá hefði borið á því að það væri ekki léttbært fyrir ráðherra að taka ákvörðun um uppreist æru í tilteknum málum, og þá sérstaklega þeim sem sneru að alvarlegustu brotunum. Því hefði verið margsinnis skoðað ítarlega hvort hendur ráðherra væru bundnar af þeirr stjórnsýsluhefð sem myndast hefur við afgreiðslu málanna og lýtur stjórnsýslurétti í víðum skilningi. Niðurstaðan hefði alltaf verið sú að ráðherra væri bundinn af þessu og að honum væri ekki heimilt að teknu tilliti til stjórnsýsluréttar að undanskilja ákveðna brotaflokka eða byggja afgreiðslu mála á persónulegu mati sínu. Uppreist æru Tengdar fréttir Ræða efnislega um mál Roberts Downey á fundi allsherjarnefndar Þingmenn geta rætt og spurt efnislega út í málsmeðferðina sem mál Roberts Downey fékk þegar honum var veitt uppreist æru á liðnu ári á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. 30. ágúst 2017 08:45 Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun leggja það til við Alþingi í haust að ákvæði í almennum hegningarlögum sem snúa að uppreist æru verði alfarið felld úr lögum. Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust.Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum hér. Samhliða breytingum sem lagðar verða til á almennum hegningarlögum þyrfti þá að leggja til breytingar á fjölmörgum lagabálkum sem kveða á um að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gegnt ýmsum störfum og embættum. Sagði ráðherra að lagt yrði til að þeim ákvæðum yrði þá breytt á þá leið að skýrt yrði nákvæmlega hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að geta gegnt þessum ákveðnu störfum og embættum, til að mynda að viðkomandi mætti ekki hafa hlotið refsidóma fyrir ákveðið mörgum árum. Vélrænt verklag og sum mál legið þungt á ráðherrum Verklag og reglur er varða veitingu uppreistar æru hefur verið mikið gagnrýnt undanfarið, ekki síst eftir að mál Roberts Downey komst í hámæli fyrr í sumar en hann hlaut uppreist æru í september í fyrra og í júní staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hann gæti fengið lögmannsréttindi á ný. Robert Downey hlaut árið 2008 þriggja ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum. Sigríður lýsti því verklagi sem snýr að veitingu uppreistar æru sem vélrænu og sagði að það væri ekki góð þróun á stjórnsýslu að ráðherra á hverjum tíma sé settur í það á hverjum tíma að afgreiða svona mál vélrænt og bera ábyrgð á þeim. Þá hefði borið á því að það væri ekki léttbært fyrir ráðherra að taka ákvörðun um uppreist æru í tilteknum málum, og þá sérstaklega þeim sem sneru að alvarlegustu brotunum. Því hefði verið margsinnis skoðað ítarlega hvort hendur ráðherra væru bundnar af þeirr stjórnsýsluhefð sem myndast hefur við afgreiðslu málanna og lýtur stjórnsýslurétti í víðum skilningi. Niðurstaðan hefði alltaf verið sú að ráðherra væri bundinn af þessu og að honum væri ekki heimilt að teknu tilliti til stjórnsýsluréttar að undanskilja ákveðna brotaflokka eða byggja afgreiðslu mála á persónulegu mati sínu.
Uppreist æru Tengdar fréttir Ræða efnislega um mál Roberts Downey á fundi allsherjarnefndar Þingmenn geta rætt og spurt efnislega út í málsmeðferðina sem mál Roberts Downey fékk þegar honum var veitt uppreist æru á liðnu ári á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. 30. ágúst 2017 08:45 Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ræða efnislega um mál Roberts Downey á fundi allsherjarnefndar Þingmenn geta rætt og spurt efnislega út í málsmeðferðina sem mál Roberts Downey fékk þegar honum var veitt uppreist æru á liðnu ári á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. 30. ágúst 2017 08:45
Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54
Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00