Innlent

Íslenska ríkið valdalaust gagnvart hestanafnanefnd

Benedikt Bóas skrifar
Mósan ásamt Guðrúnu Björgvinsdóttur.
Mósan ásamt Guðrúnu Björgvinsdóttur. Mynd/Kolbrún Hrafnsdóttir
Ríkið hefur enga aðkomu að reglum um nafngiftir á íslenskum hestum sem skráðir eru í upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFeng. Þetta segir í bréfi sem Guðrún Hrafnsdóttir, hrossabóndi á Skeggsstöðum, hefur fengið frá innanríkisráðuneytinu.

Guðrún vildi nefna merina sína Mósuna en tveggja manna nefnd hafnaði því nafni, eins og Fréttablaðið greindi frá.

Samkvæmt lögum Alþjóðasamtaka um íslenska hestinn, FEIF, frá því í febrúar mega hross ekki heita hvað sem er. Á sama fundi voru nafnareglurnar samþykktar með formlegum hætti. Ráðherra hefur enga aðkomu að störfum eða reglum þessarar „nafnanefndar“ segir í bréfinu. Gæsalappirnar eru frá ráðuneytinu.

„Varðandi umkvörtun þinnar til ráðuneytisins vegna ákvörðunar „nafnanefndar“ er það afstaða ráðuneytisins að það geti ekki hlutast til um ákvörðunina,“ segir enn fremur í svarinu.

Guðrún segir að samkvæmt þessu svari megi byrja að vinna eftir reglum áður en þær séu formlega samþykktar. „Þar eð ég byrjaði að reyna skrá Mósuna fyrir um tveimur árum, en þessi hestanafnanefnd var ekki formlega stofnuð fyrr en í febrúar síðastliðnum.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×