Vinnur að handriti með Hobbitastjörnu Stefán Þór Hjartarson skrifar 22. ágúst 2017 10:00 Silla heldur í dag út til Vancouver til að halda áfram með handritsvinnuna. Vísir/Anton Brink „Ég er frá Vestmannaeyjum og Manu var þar fyrir tveimur mánuðum. Hann þekkir Elliða bæjarstjóra – hann mætti sem sagt fyrst til Eyja í fyrra, á Goslokahátíðina, þar sem hann kynntist Elliða. Síðan kom hann aftur núna í júní, bæði til að heimsækja Elliða og Eyjarnar. Ég sá á Instagram að hann var í Eyjum þannig að ég fann Fésbókina hans og sendi honum línu um að ég gæti veitt honum leiðsögn um Eyjarnar og að ég væri handritshöfundur og að það væri gaman að hitta hann. Þá var hann um borð í Herjólfi á leiðinni aftur í land. En hann var búinn að ákveða að hann ætlaði að koma á Þjóðhátíð þannig að hann sagði að við ættum endilega að vera í bandi. Við héldum þeim þræði og svo kom hann miðvikudaginn fyrir Þjóðhátíð og sagði mér frá hugmynd sinni um Over the Volcano,“ segir Silla Berg handritshöfundur, sem heldur nú í dag út til að vinna með Hollywood-leikaranum Manu Bennett við gerð handrits fyrir kvikmynd sem nefnist Over the Volcano. „Þegar hann kom á Þjóðhátíð þá dembdum við okkur í að skrifa handritið og þróa hugmyndina og við skemmtum okkur líka vel á Þjóðhátíð. Við erum búin að tala við fjárfesta hérna í bænum sem hafa áhuga þannig að við erum í raun bara að klára þetta handrit áður en við sjáum hver næstu skref verða.“ Manu Bennett er frægastur fyrir að hafa leikið Azog í Hobbitamyndunum, en hann leikur einnig í þáttunum Arrow þar sem hann fer með hlutverk Deathstroke. „Hann kom fyrst til Íslands fyrir tveimur árum, það var eiginlega bara óvart. Hann var á leiðinni til Parísar en var sendur til Íslands fyrst vegna verkfalls hjá Air France. Hann sá auglýsingu frá Farmers Market á flugvellinum – fólk í íslenskum lopa, einhver maður með skegg og þannig. Honum fannst þetta svo geggjað að hann ákvað að koma aftur til landsins og hefur síðan komið átta sinnum. Hann féll algjörlega fyrir landi og þjóð.“ Silla lærði handritagerð í Vancouver Film School en hún heldur einmitt út til Vancouver til þess að klára fyrsta uppkast handritsins með Manu sem verður þar við tökur á Arrow. „Hann er að fara að taka upp tvo þætti af Arrow og ég var í Vancouver Film School þannig að ég ætla bara að skella mér út með honum. Við ætlum að vinna í handritinu og klára gott fyrsta uppkast og sjá svo hver fyrstu skrefin verða. Það fer eftir því hvað gerist þegar við erum búin með handritið og senda það á framleiðendur og svona.“Hvað getur þú sagt okkur um myndina á þessu stigi? „Þetta er þroskasaga sem fjallar um stelpu úr Eyjum sem er í kringum tvítugt. Flestir krakkar á þeim aldri eru að flytja á brott úr Eyjum, fara til Reykjavíkur í háskóla og annað. En tengsl hennar við heimahagana eru sterk og hún vill vera áfram í Eyjum. Myndin fjallar um það hvernig hún leitar að sjálfsvitund sinni á eyjunni og hvar hún passar inn í samfélagið, hvernig hún reynir að skapa eitthvað nýtt sem heldur henni og öðru ungu fólki á eyjunni.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Ég er frá Vestmannaeyjum og Manu var þar fyrir tveimur mánuðum. Hann þekkir Elliða bæjarstjóra – hann mætti sem sagt fyrst til Eyja í fyrra, á Goslokahátíðina, þar sem hann kynntist Elliða. Síðan kom hann aftur núna í júní, bæði til að heimsækja Elliða og Eyjarnar. Ég sá á Instagram að hann var í Eyjum þannig að ég fann Fésbókina hans og sendi honum línu um að ég gæti veitt honum leiðsögn um Eyjarnar og að ég væri handritshöfundur og að það væri gaman að hitta hann. Þá var hann um borð í Herjólfi á leiðinni aftur í land. En hann var búinn að ákveða að hann ætlaði að koma á Þjóðhátíð þannig að hann sagði að við ættum endilega að vera í bandi. Við héldum þeim þræði og svo kom hann miðvikudaginn fyrir Þjóðhátíð og sagði mér frá hugmynd sinni um Over the Volcano,“ segir Silla Berg handritshöfundur, sem heldur nú í dag út til að vinna með Hollywood-leikaranum Manu Bennett við gerð handrits fyrir kvikmynd sem nefnist Over the Volcano. „Þegar hann kom á Þjóðhátíð þá dembdum við okkur í að skrifa handritið og þróa hugmyndina og við skemmtum okkur líka vel á Þjóðhátíð. Við erum búin að tala við fjárfesta hérna í bænum sem hafa áhuga þannig að við erum í raun bara að klára þetta handrit áður en við sjáum hver næstu skref verða.“ Manu Bennett er frægastur fyrir að hafa leikið Azog í Hobbitamyndunum, en hann leikur einnig í þáttunum Arrow þar sem hann fer með hlutverk Deathstroke. „Hann kom fyrst til Íslands fyrir tveimur árum, það var eiginlega bara óvart. Hann var á leiðinni til Parísar en var sendur til Íslands fyrst vegna verkfalls hjá Air France. Hann sá auglýsingu frá Farmers Market á flugvellinum – fólk í íslenskum lopa, einhver maður með skegg og þannig. Honum fannst þetta svo geggjað að hann ákvað að koma aftur til landsins og hefur síðan komið átta sinnum. Hann féll algjörlega fyrir landi og þjóð.“ Silla lærði handritagerð í Vancouver Film School en hún heldur einmitt út til Vancouver til þess að klára fyrsta uppkast handritsins með Manu sem verður þar við tökur á Arrow. „Hann er að fara að taka upp tvo þætti af Arrow og ég var í Vancouver Film School þannig að ég ætla bara að skella mér út með honum. Við ætlum að vinna í handritinu og klára gott fyrsta uppkast og sjá svo hver fyrstu skrefin verða. Það fer eftir því hvað gerist þegar við erum búin með handritið og senda það á framleiðendur og svona.“Hvað getur þú sagt okkur um myndina á þessu stigi? „Þetta er þroskasaga sem fjallar um stelpu úr Eyjum sem er í kringum tvítugt. Flestir krakkar á þeim aldri eru að flytja á brott úr Eyjum, fara til Reykjavíkur í háskóla og annað. En tengsl hennar við heimahagana eru sterk og hún vill vera áfram í Eyjum. Myndin fjallar um það hvernig hún leitar að sjálfsvitund sinni á eyjunni og hvar hún passar inn í samfélagið, hvernig hún reynir að skapa eitthvað nýtt sem heldur henni og öðru ungu fólki á eyjunni.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira