Erlent

„Fáum niðurstöðu á morgun hvort að þetta sé Kim Wall“

Atli Ísleifsson skrifar
Mikil leit stendur nú yfir á svæðinu þar sem búkurinn fannst, ekki langt frá staðnum þar sem kafbátnum var sökkt.
Mikil leit stendur nú yfir á svæðinu þar sem búkurinn fannst, ekki langt frá staðnum þar sem kafbátnum var sökkt. Vísir/EPA

Lögregla í Kaupmannahöfn segist fá úr því skorið á morgun hvort að búkurinn sem fannst í Eyrarsundi í gær sé sænska blaðakonan Kim Wall. Niðurstöður lífsýnarannsóknar munu þá liggja fyrir.

„Við erum með búk þar sem meðvitað er búið að skera af handleggi, fótleggi og höfuð,“ segir Jens Möller, yfirmaður hjá Kaupmannahafnarlögreglunni, í myndbandsupptöku sem birt var nú síðdegis.

Danska lögreglan hefur staðfest að búkurinn sé af óþekktri konu. Lengd búksins bendi til að þetta kunni að vera Kim Wall, þó að það liggi ekki fyrir að svo stöddu.

Möller segir að krufning á búknum standi enn yfir og muni gera það fram á kvöld.

Mikil leit stendur nú yfir á svæðinu þar sem búkurinn fannst, ekki langt frá staðnum þar sem kafbátnum var sökkt.

Lýst var eftir Kim Wall aðfaranótt 11. ágúst eftir að hún hafði ferðast með uppfinningamanninum Peter Madsen um borð í heimasmíðuðum kafbátin hans, Nautilus.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×