Innlent

Kaupendum óskylt að greiða fasteignasölum þóknun

Hersir Aron Ólafsson skrifar
Fasteignakaupendum ber ekki skylda til að greiða svonefnda kaupendaþóknun sem finna má á gjaldskrá flestra fasteignasala landsins. Þetta segir Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum. Þóknunin nemur að jafnaði tugum þúsunda króna.

Hrannar bendir á að kaupendur eigi að hafa val um hvort þeir nýti sér þjónustu fasteignasala við öflun gagna og þinglýsingu skjala eða annist þá vinnu sjálfir. Stjórnarmaður í Félagi fasteignasala telur aftur á móti varasamt að láta kaupendur sjálfa annast skjalavinnslu, enda beri fasteignasalar ábyrgð á söluferlinu í heild.

Skýringar gjaldsins í gjaldskrám fasteignasala eru hins vegar margvíslegar, víða er vísað til „almennrar ráðgjafar og aðstoðar“ og „lögboðinnar hagsmunagæslu“. Hrannar telur gjaldheimtu fyrir slík störf ekki standast skoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×