Mál Kim Wall: Lögregla kannar möguleg tengsl við eldri óupplýst mál Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2017 11:07 Líkamsleifar hinnar japönsku Kazuko Toyonaga fundust í sjónum í Kaupmannahöfn á haustdögum 1986. Vísir/afp Lögregla í Kaupmannahöfn kannar nú hvort að hinn danski Peter Madsen, sem grunaður er um að hafa banað sænsku blaðakonunni Kim Wall, gæti tengst eldri óupplýstum sakamálum. Aðstoðarlögreglustjórinn Jens Møller greindi frá þessu á blaðamannafundinum í morgun. Sagði hann það venju í manndrápsmálum að kanna möguleg tengsl við eldri, óupplýst mál. „Það er klárt að við rifjum upp eldri mál. Við erum með mál frá 1986, þar sem búkur japansks ferðamanns fannst í höfn Kaupmannahafnar. Þetta gerum við alltaf í manndrápsmálum,“ er haft eftir Møller í frétt DR. Á haustdögum 1986 sá leigubílstjóri plastpoka fljótandi í sjónum við Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn. Í pokanum fundust búkur og fótleggir konu. Nokkrum dögum eftir að plastpokinn fannst við Íslandsbryggju fannst annar við Christianshavns Kanal, einnig með líkamsleifum, sem reyndust vera af sömu konu. Heila átta mánuði tók þó að bera kennsl á líkamsleifarnar, með aðstoð þýsks tannlæknis. Kom í ljós að um var að ræða 22 ára japanska námskonu, Kazuko Toyonaga, sem hafði ferðast frá Tokýó í maí 1986 og ferðast um Þýskaland, Svíþjóð og Danmörku. Hennar hafði verið saknað í 25 daga þegar fyrri pokinn fannst. Morðmálið varð aldrei upplýst. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Málmstykki var bundið á lík Kim Wall Málmstykki var bundið á líkamsleifar Kim Wall og staðfesti lögregla að blóð úr henni hafi fundist í kafbátnum. 23. ágúst 2017 08:35 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Lögregla í Kaupmannahöfn kannar nú hvort að hinn danski Peter Madsen, sem grunaður er um að hafa banað sænsku blaðakonunni Kim Wall, gæti tengst eldri óupplýstum sakamálum. Aðstoðarlögreglustjórinn Jens Møller greindi frá þessu á blaðamannafundinum í morgun. Sagði hann það venju í manndrápsmálum að kanna möguleg tengsl við eldri, óupplýst mál. „Það er klárt að við rifjum upp eldri mál. Við erum með mál frá 1986, þar sem búkur japansks ferðamanns fannst í höfn Kaupmannahafnar. Þetta gerum við alltaf í manndrápsmálum,“ er haft eftir Møller í frétt DR. Á haustdögum 1986 sá leigubílstjóri plastpoka fljótandi í sjónum við Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn. Í pokanum fundust búkur og fótleggir konu. Nokkrum dögum eftir að plastpokinn fannst við Íslandsbryggju fannst annar við Christianshavns Kanal, einnig með líkamsleifum, sem reyndust vera af sömu konu. Heila átta mánuði tók þó að bera kennsl á líkamsleifarnar, með aðstoð þýsks tannlæknis. Kom í ljós að um var að ræða 22 ára japanska námskonu, Kazuko Toyonaga, sem hafði ferðast frá Tokýó í maí 1986 og ferðast um Þýskaland, Svíþjóð og Danmörku. Hennar hafði verið saknað í 25 daga þegar fyrri pokinn fannst. Morðmálið varð aldrei upplýst.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Málmstykki var bundið á lík Kim Wall Málmstykki var bundið á líkamsleifar Kim Wall og staðfesti lögregla að blóð úr henni hafi fundist í kafbátnum. 23. ágúst 2017 08:35 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30
Málmstykki var bundið á lík Kim Wall Málmstykki var bundið á líkamsleifar Kim Wall og staðfesti lögregla að blóð úr henni hafi fundist í kafbátnum. 23. ágúst 2017 08:35