Fataskápurinn er eins og svarthol Elín Albertsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 16:00 Jón er töffari. Takið eftir síða jakkanum og mynstrinu á buxunum. MYND/EYÞÓR Jón Albert Méndez er fyrirsæta hjá Eskimo models og stundar nám í klæðskerasaumi. Hann klæðist einungis svörtum flíkum en útlit hans þykir nokkuð eftirtektarvert. Jón lauk námi á myndlistarbraut enda hefur hann verið listrænn frá barnsaldri og hefur alltaf þótt gaman að mála, teikna og móta skúlptúra. Áhugi hans á fatasaumi vaknaði meðfram listnáminu og hóf hann nám í fata- og textílbraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í framhaldi af myndlistinni. Fatasaumurinn leikur í höndum hans og margir vinir Jóns hafa beðið hann að sauma fyrir sig föt. Sömuleiðis saumar hann mikið á sjálfan sig. Jón hefur starfað í sumar sem þjónn á Laundromat Café og í Listasafni Íslands og gestir hafa tekið eftir honum þar enda sker hann sig vel úr fjöldanum. Jón verður 21 árs í september en hefur þegar komið fram í mörgum auglýsingum. Auk þess fór hann til Finnlands í vor til módelstarfa. „Það var mjög skemmtilegt að kynnast því auk þess sem ég gat keypt mér efni sem fást ekki hér á landi. Ég væri alveg til í að prófa fleiri slík verkefni á erlendri grund en vil klára námið mitt fyrst.“Annað útlit í klæðnaði og sannarlega ekki týpískur herrafatnaður.MYND/EYÞÓRJón aðhyllist eingöngu svartan fatnað. „Ég vil hafa fötin svört, víð og öðruvísi en aðrir ganga í,“ segir hann. „Ég hef aldrei verið fyrir liti, meira að segja nærurnar eru svartar,“ bætir hann við. „Fataskápurinn minn er eitt stórt svarthol,“ segir hann glettinn. „Það er auðvelt að blanda mörgum stílum saman þegar maður hefur einfaldan smekk í litum,“ segir hann. Jón er oft stoppaður á götu og spurður hvar hann hafi fengið ákveðna flík sem hann klæðist. Stundum hefur hann saumað hana sjálfur. Jón hefur starfað mikið með Viðari Loga ljósmyndara. Aðstoðað hann sem fyrirsæta eða stílisti við til dæmis auglýsingatökur og baksviðs á tískusýningum. „Við notum stundum fataskápinn minn eða ég sauma eitthvað sem hentar. Ég hef líka saumað alls kyns föt fyrir ljósmyndatökur,“ segir Jón sem var í strætó á heimleið þegar við náðum tali af honum. Jón hefur ekki hug á að feta slóð fata- eða tískuhönnuðar. „Ég er meira inn á frjálsri línu í tísku og hef mestan áhuga á myndlist og teikningu,“ segir hann. Faðir hans er frá Kólumbíu en móðir hans íslensk. Þrátt fyrir að móðursystur Jóns séu hárgreiðslumeistarar og eldri bróðir hans einnig hefur hann alltaf viljað hafa sítt hár. „Ég er með mjög hrokkið hár og það er ekkert auðvelt að halda því við. Mér finnst ég samt eiga að vera með sítt hár en ég þarf ekki að fara langt þegar þarf að klippa eða snyrta.“Jón Albert hefur gaman af skúlptúrum og hér er einn.NYND/EYÞÓRJón er skapandi, listrænn og skemmtileg týpa. Hann á örugglega eftir að láta meira að sér kveða í framtíðinni enda enn ungur að árum. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Jón Albert Méndez er fyrirsæta hjá Eskimo models og stundar nám í klæðskerasaumi. Hann klæðist einungis svörtum flíkum en útlit hans þykir nokkuð eftirtektarvert. Jón lauk námi á myndlistarbraut enda hefur hann verið listrænn frá barnsaldri og hefur alltaf þótt gaman að mála, teikna og móta skúlptúra. Áhugi hans á fatasaumi vaknaði meðfram listnáminu og hóf hann nám í fata- og textílbraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í framhaldi af myndlistinni. Fatasaumurinn leikur í höndum hans og margir vinir Jóns hafa beðið hann að sauma fyrir sig föt. Sömuleiðis saumar hann mikið á sjálfan sig. Jón hefur starfað í sumar sem þjónn á Laundromat Café og í Listasafni Íslands og gestir hafa tekið eftir honum þar enda sker hann sig vel úr fjöldanum. Jón verður 21 árs í september en hefur þegar komið fram í mörgum auglýsingum. Auk þess fór hann til Finnlands í vor til módelstarfa. „Það var mjög skemmtilegt að kynnast því auk þess sem ég gat keypt mér efni sem fást ekki hér á landi. Ég væri alveg til í að prófa fleiri slík verkefni á erlendri grund en vil klára námið mitt fyrst.“Annað útlit í klæðnaði og sannarlega ekki týpískur herrafatnaður.MYND/EYÞÓRJón aðhyllist eingöngu svartan fatnað. „Ég vil hafa fötin svört, víð og öðruvísi en aðrir ganga í,“ segir hann. „Ég hef aldrei verið fyrir liti, meira að segja nærurnar eru svartar,“ bætir hann við. „Fataskápurinn minn er eitt stórt svarthol,“ segir hann glettinn. „Það er auðvelt að blanda mörgum stílum saman þegar maður hefur einfaldan smekk í litum,“ segir hann. Jón er oft stoppaður á götu og spurður hvar hann hafi fengið ákveðna flík sem hann klæðist. Stundum hefur hann saumað hana sjálfur. Jón hefur starfað mikið með Viðari Loga ljósmyndara. Aðstoðað hann sem fyrirsæta eða stílisti við til dæmis auglýsingatökur og baksviðs á tískusýningum. „Við notum stundum fataskápinn minn eða ég sauma eitthvað sem hentar. Ég hef líka saumað alls kyns föt fyrir ljósmyndatökur,“ segir Jón sem var í strætó á heimleið þegar við náðum tali af honum. Jón hefur ekki hug á að feta slóð fata- eða tískuhönnuðar. „Ég er meira inn á frjálsri línu í tísku og hef mestan áhuga á myndlist og teikningu,“ segir hann. Faðir hans er frá Kólumbíu en móðir hans íslensk. Þrátt fyrir að móðursystur Jóns séu hárgreiðslumeistarar og eldri bróðir hans einnig hefur hann alltaf viljað hafa sítt hár. „Ég er með mjög hrokkið hár og það er ekkert auðvelt að halda því við. Mér finnst ég samt eiga að vera með sítt hár en ég þarf ekki að fara langt þegar þarf að klippa eða snyrta.“Jón Albert hefur gaman af skúlptúrum og hér er einn.NYND/EYÞÓRJón er skapandi, listrænn og skemmtileg týpa. Hann á örugglega eftir að láta meira að sér kveða í framtíðinni enda enn ungur að árum.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira